Aðventu- og jóladagskrá í Fjallabyggð

VIÐBURÐADAGATAL Á AÐVENTU  Í FJALLABYGGÐ 2018-2019

Eins og fyrri ár er undirbúningur að aðventu- og jóladagskrá í Fjallabyggð að hefjast og byrjum við á viðburðadagatalinu.

Undanfarin ár hefur viðburðadagatal verið gefið út á vegum bæjarins þar sem tíunduð er dagskrá flestra þjónustuaðila, kirkjunnar, félaga, safna, skóla, tónleikar, jólamarkaðir, miðbæjarstemning og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.

Ljósin verða kveikt á jólatrénu
á Siglufirði 1. desember kl. 16:00 og í Ólafsfirði 2. desember kl. 15:00

Upplýsingar um viðburði er hægt að senda á 
Lindu Leu markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið: lindalea@fjallabyggd.is eða í síma 464-9117 
í síðasta lagi 1. nóvember 2018.

Viðburðadagatalinu verður dreift á öll heimili og fyrirtæki í Fjallabyggð og á vef Fjallabyggðar.

JÓLAMARKAÐUR TJARNARBORGAR

Sunnudaginn 2. desember

Í tengslum við tendrun jólatrés í Ólafsfirði sunnudaginn 2. desember nk. kl 16:00 verður haldinn jólamarkaður í og við Menningarhúsið Tjarnarborg milli kl. 13:00 - 16:00.

Þeir sem hafa hug á því að fá borð eða panta Jólahús vinsamlegast hafi samband við Ástu í síma 853 8020 eða í gegnum netfangið; tjarnarborg@fjallabyggd.is