Göngum í skólann

Göngum í skólann verkefnið verður sett af stað í tólfta sinn í dag 5. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum, miðvikudaginn 10. október. Grunnskóli Fjallabyggðar tekur þátt í  átakinu og er markmið verkefnisins að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka um leið færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Allir nemendur Grunnskólans eru hvattir til að taka þátt og ganga eða hjóla í skólann þessa daga. 

Eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát í umferðinni og taka tillit til skólabarnanna. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að tryggja að börnin þeirra séu vel sýnileg á leið sinni til og frá skóla.