Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn hafa frá byrjun árs 2017 staðið fyrir verkefninu Ábyrg ferðaþjónusta sem hefur það markmið að styðja við sjálfbærni í ferðaþjónustu á Íslandi.
Þann 7. september verður staðið fyrir málþingi á Lýsu - lýðræðishátíð sem fram fer í Hofi á Akureyri þar sem við viljum beina sjónum að áhrifum ferðaþjónustu á nærsamfélögin. Að þessu sinni viljum við skoða sérstaklega áhrif skemmtiferðaskipa á bæjarfélög, íbúa og atvinnulíf.
Mikilvægt er að skrá sig á meðfylgjandi skráningaformi.
Tími: 7.9.2018, kl. 14.00 - 16.00
Staður: Hof Akureyri
Fyrir hverja:
- Þátttakendur í Ábyrgri ferðaþjónustu
- Aðila í ferðaþjónustu
- Íbúa
- Hafnaryfirvöld um allt land
Markmið með málþinginu er m.a að:
- Kynna ólík sjónarmið um komu skemmtiferðaskipa til Íslands
- Draga fram kosti komu skemmtiferðaskipa fyrir samfélög um allt land
- Greina helstu áskoranir við komur skemmtiferðaskipa
- Ræða mögulegar lausnir á helstu áskorunum
Dagskrá málþingsins er sem hér segir:
Inngangur: Ábyrg ferðaþjónusta
Ketill Berg Magnússon, Festu
Það koma 100 skip í sumar
Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs Ísafirði
Skemmtiferðaskipin koma og hvað svo?
Þórný Barðadóttir, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð ferðamála
Orkuskipti skemmtiferðaskipa
Gnýr Guðmundsson, sérfræðingur Landsnet
Hvað græðum við á skemmtiferðaskipum?
Aníta Elefsen, safnstjóri Síldarmynjasafnsins á Siglufirði
Pallborðsumræður í lok fundar
Sjá alla dagkrá LÝSU hér: http://www.lysa.is/dagskra2018/