Heimskóknir ferðamanna í Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar 2018

Mynd: Magnús R. Magnússon
Mynd: Magnús R. Magnússon

Alls heimsóttu 3.471 ferðamenn Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar frá maí til ágúst í ár. Af þeim fjölda komu 3.207 ferðamenn á Upplýsingamiðstöðina á Siglufirði og er það 2,43% aukning frá síðasta ári. 264 ferðamenn komu á Upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði og fækkar þeim um 14% miðað við tölur frá árinu 2017. 

Árið 2017 var met ár í fjölda heimsókna á Upplýsingamiðstöðina en milli áranna 2016 og 2017 fjölgaði ferðamönnum um ríflega 73% milli ára á Siglufirði og 39% í Ólafsfirði.

Heimild: Upplýsingamiðstöð ferðamála í Fjallabyggð.

 Styðjið við myndir til að stækka:

Upplýsingamiðstöð Ólafsfjarðar

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ólafsfirði

 Upplýsingamiðstöð Siglufjarðar

Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Siglufirði