Alheimshreinsunardagur á laugardag

Alheimshreinsunardagurinn verður haldinn í 150 löndum laugardaginn 15. september nk. og hvetur Fjallabggð íbúa til að tína rusl á víðavangi.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa eða vinnustaði til að hreinsa og bæta nærumhverfi sitt og náttúru.

Með alheimshreinsunardeginum er lögð áhersla á að allir íbúar þessarar jarðar nýti daginn til þess að hreinsa til og tína rusl. Meira má lesa um átakið á heimasíðu Landverndar.

Sérstök áhersla verður lögð á hreinsun plasts á landi og í sjó en talið er að um milljón sjófuglar og 100 þúsund sjávarspendýr og skjaldbökur drepist árlega vegna þess að þau festast í plasti eða éta plastefni.