Fréttir

Nýr rekstraraðili tekur við tjaldsvæðum Siglufjarðar

Fjallabyggð hefur gert rekstrarsamning við fyrirtækið Kjarabakka ehf. um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði. Starfsmenn fyrirtækisins eru þeir Gestur Þór Guðmundsson og Sigmar Bech og munu þeir annast rekstur og umsjón tjaldsvæðanna sumarið 2018. Tjaldsvæðin á Siglufirði eru tvö, annað staðsett í miðbænum við ráðhústorgið og smábátabryggjuna og hitt sunnan við snjóflóðavarnargarðinn Stóra bola. Tjaldsvæðið verður opnað föstudaginn 11. maí og verður opið til 15. október.
Lesa meira

161. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

161. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Húsi Félags eldri borgara Ólafsfirði 11. maí 2018 kl. 17:00
Lesa meira

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar uppstigningardag

Á uppstigningardag 10. maí verður opið sem hér segir: Ólafsfjörður frá kl. 14:00-18:00 Siglufjörður frá kl. 10:00-14:00
Lesa meira

Ólöf Birna Blöndal opnar einkasýningu í Ráðhússalnum

Ólöf Birna Blöndal opnar einkasýninguna "Þótt líði ár og öld" í Ráðhússalnum Gránugötu 24 á Siglufirði laugardaginn 19. maí kl. 14:00. Allir velkomnir. Sýningin er haldin í tilefni af því að 100 ár eru frá fæðingu föður Ólafar Birnu, Óla J. Blöndal en hann lést í nóvember 2005.
Lesa meira

Skólasýning í Grunnskóla Fjallabyggðar

Skólasýning í Grunnskóla Fjallabyggðar Næsta miðvikudag 9. maí er Skólasýning í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Sjómannadagshelgin í Ólafsfirði

Sjómannadagshelgin á Ólafsfirði í Fjallabyggð 1. - 3. júní 2018
Lesa meira

Vortónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Vortónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga verða sem hér segir:
Lesa meira

Hunda- og kattaeigendur athugið að varptími fugla er hafinn

Sveitarfélagið Fjallabyggð vill vekja athygli á því að varp fugla er hafið og er þeim tilmælum beint til fólks að taka tillit til þess og vera ekki á ferð um varpsvæðin að óþörfu og alls ekki með hunda. Hundaeigendur eru beðnir um að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum. Þeim tilmælum er beint til kattaeigenda að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra. Hundaeigendur eru beðnir um að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum. Á Siglufirði er það svæðið í kringum Leirurnar, Langeyrartjörn og á tanganum við Innri höfn. Í Ólafsfirði er það svæðið í kringum Ólafsfjarðarvatn.
Lesa meira

1. maí í Fjallabyggð

Dagskrá verður í sal stéttarfélaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði, milli kl. 14:30 og 17:00 ,,Sterkari saman” eru kjörorð dagsins Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna Margrét Jónsdóttir flytur ávarp stéttarfélaganna Sendum öllum félagsmönnum kveðjur á baráttudegi verkafólks 1. maí Kaffiveitingar TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG MÆTUM ÖLL
Lesa meira

160. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 160. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 2. maí 2018 kl. 12.15 Dagskrá:
Lesa meira