Alþýðuhúsið á Siglufirði - Fjöllistahópurinn Melodic Objects

Sunnudaginn 22. júlí nk. kl. 15.00 verður fjöllistahópurinn Melodic Objects með sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.  Sýningin er fyrir fólk á öllum aldri og eru allir velkomnir.

Enginn aðgangseyrir en tekið við frjálsum framlögum. Uppbyggingasjóður/Eyþing, Fjallabyggð, Egilssíld og Menningarsjóður Siglufjarðar styðja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

"Melodic Objects" Juggling + Music

Sex Jögglarar og einn tónsmiður vinna saman að lifandi sýningu sjónrænna tóna. Samleikur þeirra er leiddur af Jay Gilligan sem jafnframt er Jogglprófessor hjá Dans og Sirkusháskólanum í Stokkhólmi, Svíþjóð. Gjörningurinn er lofkvæði til hins heimsþekkta farandleikshóps „The Flying Karamozov Brothers“ eða Fleygu Karamozovbræðurnir. Karamozovbræðurnir fengust við ýmsar kenningar á joggli sem varð jogglurunum að innblæstri við gerð sýningar sinnar. „Jöggl er röð viðburða, köst og grip allt eftir lögmálum tímans. Tónlist, á álíka vegu, er röð viðburða, tónar samfelldir tíma og rúmi. Þetta samband tímans og viðburðaröð tónlistarinnar er kallað taktur. Þetta sama íðorð, taktur, má nota um samskonar samband í jöggli. Þannig að... jöggl er taktur og tónlist er taktur. Allt bendir til þess að ef A er samasem B, og B samasem C, þá er A samasem C... þess vegna er jöggl tónlist!“

Saara Ahola (FIN) Peter Åberg (SWE) Jay Gilligan (USA) Mirja Jauhiainen (FIN) Andrea Murillo (USA) Kyle Driggs (USA) Emil Dahl (SWE)

6 jugglers and one musician collaborate on a presentation of live visual music. Ensemble object manipulation is led by Jay Gilligan, who is the Professor of Juggling at the Dance and Circus University in Stockholm, Sweden. The performance is a tribute to the world famous juggling troupe "The Flying Karamozov Brothers," who observed: "Juggling is a series of events, throws and catches happening with respect to time.  Music, similarly, is a series of events, notes as graphed against a continuum of time. This relationship between time and events in music is called, rhythm.  That same term, rhythm, can also be applied to the same relationship in juggling. So, as we’ve just seen, juggling is rhythm and music is rhythm.  Now logic tells us that if A equals B, and B equals C, then A equals C... therefore, juggling is music!"

Alþýðuhúsið