Fréttir

Kristján Steingrímur Jónsson sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Föstudaginn 4. maí kl. 17.00 opnar Kristján Steingrímur Jónsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin stendur til 20. maí og er opin daglega kl. 14.00 – 17.00 þegar skilti er úti.
Lesa meira

Aflatölur og aflagjöld 2018

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 25. apríl 2018 ásamt samanburði við sama tíma árið 2017. 2018 Siglufjörður 3527 tonn í 278 löndunum. 2018 Ólafsfjörður 196 tonn í 171 löndunum. 2017 Siglufjörður 1990 tonn í 361 löndunum. 2017 Ólafsfjörður 219 tonn í 225 löndunum.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar eru lokaðar 1. maí

Þann 1. maí verður lokað í Íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar.
Lesa meira

Dagskrá 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar

Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að taka þátt í hátíðardagskrá í tilefni að 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar. Gerum daginn eftirminnilegan. Afmælisnefnd.
Lesa meira

Upplýsingar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018

Laugardaginn 5. maí 2018 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna kosninga til sveitarstjórna sem hafa verið auglýstar þann 26. maí nk. Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí n.k. eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag. Íslenskir ríkisborgarar sem stunda nám á Norðurlöndunum og sem þurft hafa að flytja lögheimili sitt þangað vegna ákvæða samnings Norðurlandanna um almannaskráningu, glata ekki kosningarétti sínum vegna þess.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Bæjarfélagið Fjallabyggð óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
Lesa meira

Fréttaskot aprílmánaðar frá Markaðsstofu Norðurlands

Vorráðstefna MN og Air 66N Þann 3. maí næstkomandi verður Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasans Air 66n haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Ráðstefnan hefst kl. 14 og lýkur kl. 17, en erindi framsögumanna munu meðal annars fjalla um flugferðir bresku ferðaskrifstofunnar Super Break og áhrif þeirra, tengiflug Air Iceland Connect á milli Keflavíkur og Akureyrar, innanlandsflug almennt og millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Dagskráin verður nánar auglýst síðar, sem og skráning á ráðstefnuna.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna

Dagana 2. - 22. maí nk. stendur yfir heilsu- og hvatningarverkefnið "Hjólað í vinnuna" en það er almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ. sem hvetur vinnustaði til að taka þátt í þessari skemmtilegu vinnustaðakeppni um allt land.
Lesa meira

159. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

159. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 18. apríl 2018 kl. 17.00
Lesa meira

Niðurstöður íbúakosningar í Fjallabyggð 14. apríl 2018

Niðurstöður íbúakosningar í Fjallabyggð 14. apríl 2018 liggja fyrir. Kosið var um hvort fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 18.05.2017 haldi gildi sínu.
Lesa meira