Sunnudaginn 3. júní kl. 14.30 – 15.30 mun Pía Rakel Sverrisdóttir vera með erindi á Sunnudagskaffi sem ber yfirskriftina THE CIRCLE OF MY LIFE. Hún mun fara yfir helstu þætti í vinnu sinni og sýna myndir af verkunum sem aðallega eru unnin í gler.
Nálægðin við náttúru Íslands, skriðjökla, vatn, ís og hraun hafa verið henni uppspretta listsköpunar sem sjá má glöggt í verkunum.
Pía hefur búið og starfað í Kaupmannahöfn við glerlist og hönnun í yfir 40 ár. Einnig á hún aðsetur í Kjósinni og kynntist Siglufirði sem barn á sumrin. Í maí 2015 dvaldi hún sem gestalistamaður í Herhúsinu á Siglufirði og hefur síðan verið með annan fótinn á Siglufirði.
Sjá nánar á www.ARCTICGLASS.dk
Boðið verður uppá kaffi og meðlæti og eru allir velkomnir.
Fjallabyggð, Uppbyggingasjóður og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.