02.05.2018
Vortónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga verða sem hér segir:
Lesa meira
01.05.2018
Sveitarfélagið Fjallabyggð vill vekja athygli á því að varp fugla er hafið og er þeim tilmælum beint til fólks að taka tillit til þess og vera ekki á ferð um varpsvæðin að óþörfu og alls ekki með hunda. Hundaeigendur eru beðnir um að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum.
Þeim tilmælum er beint til kattaeigenda að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra.
Hundaeigendur eru beðnir um að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum.
Á Siglufirði er það svæðið í kringum Leirurnar, Langeyrartjörn og á tanganum við Innri höfn.
Í Ólafsfirði er það svæðið í kringum Ólafsfjarðarvatn.
Lesa meira
01.05.2018
Dagskrá verður í sal stéttarfélaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði, milli kl. 14:30 og 17:00
,,Sterkari saman” eru kjörorð dagsins
Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna
Margrét Jónsdóttir flytur ávarp stéttarfélaganna
Sendum öllum félagsmönnum kveðjur á baráttudegi verkafólks 1. maí
Kaffiveitingar
TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG MÆTUM ÖLL
Lesa meira
30.04.2018
Bæjarstjórn Fjallabyggðar 160. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 2. maí 2018 kl. 12.15
Dagskrá:
Lesa meira
30.04.2018
Föstudaginn 4. maí kl. 17.00 opnar Kristján Steingrímur Jónsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Sýningin stendur til 20. maí og er opin daglega kl. 14.00 – 17.00 þegar skilti er úti.
Lesa meira
28.04.2018
Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 25. apríl 2018 ásamt samanburði við sama tíma árið 2017.
2018 Siglufjörður 3527 tonn í 278 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 196 tonn í 171 löndunum.
2017 Siglufjörður 1990 tonn í 361 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 219 tonn í 225 löndunum.
Lesa meira
27.04.2018
Þann 1. maí verður lokað í Íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar.
Lesa meira
26.04.2018
Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að taka þátt í hátíðardagskrá í tilefni að 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar.
Gerum daginn eftirminnilegan.
Afmælisnefnd.
Lesa meira
25.04.2018
Laugardaginn 5. maí 2018 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna kosninga til sveitarstjórna sem hafa verið auglýstar þann 26. maí nk.
Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí n.k. eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag. Íslenskir ríkisborgarar sem stunda nám á Norðurlöndunum og sem þurft hafa að flytja lögheimili sitt þangað vegna ákvæða samnings Norðurlandanna um almannaskráningu, glata ekki kosningarétti sínum vegna þess.
Lesa meira
19.04.2018
Bæjarfélagið Fjallabyggð óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
Lesa meira