Fjallkonan Eva Hrund Unnarsdóttir
17. júní hátíðarhöld í Fjallabyggð fóru fram við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar við Siglufjarðarkirkju kl. 11.00 og við Tjarrnarborg í Ólafsfirði kl. 14.00.
Við minnisvarða sr. Bjarna flutti forseti bæjarstjórnar Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir hátíðarávarp, nýstúdentinn Haukur Orri Kristjánsson lagði blómsveig að minnisvarðanum og Kirkjukór Siglufjarðarkirkju flutti tvö lög.
Við Tjarnarborg í Ólafsfirði flutti bæjarstjóri Fjallabyggðar, Gunnar I. Birgisson hátíðarávarp, tónlistaratriði voru flutt og fjallkonan að þessu sinni var Eva Hrund Unnarsdóttir sem flutti ljóðið 17. júní 1964 eftir Tómas Guðmundsson. Ljóðið samdi Tómas í tilefni 20 ára lýðveldisafmælis. Á staðnum voru ýmis leiktæki s.s. hoppukastalar og geimsnerill fyrir börnin og vatnsrennibraut á gamla skíðastökkpallinum.