Fréttir

Tilkynning til íbúa Fjallabyggðar

Að gefnu tilefni er íbúum Fjallabyggðar bent á að losunarstaðir við Selgil á Siglufirði og fyrir ofan Hlíðarveg í Ólafsfirði eru eingöngu fyrir garðaúrgang og óvirkan úrgang EKKI lífrænan úrgang.
Lesa meira

*** Breytingar á viðverutíma SSNE vegna styrkumsókna í Uppbyggingasjóð ***

Þar sem almannvarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna Covid-19 verður SSNE að laga áður auglýstan viðverutíma vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð að nýjum aðstæðum. Við verðum öll að gæta ítrustu varkárni og leggja okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við veiruna. Þar er ein af megináherslunum að lágmarka samgang fólks á milli.
Lesa meira

Orðsending til íbúa Fjallabyggðar sem notfæra sér ferðir skólarútu

Fjallabyggð vill koma því á framfæri að tímabundið, á meðan Covid-19 ástand varir, er almenningi ekki heimilt að notfæra sér ferðir skólarútu. Þegar opnað verður fyrir almenna farþega að nýju verður það tilkynnt.
Lesa meira

Takmörkun á aðgengi að skrifstofu Fjallabyggðar

Breytingar á starfsemi og aðgengi að Ráðhúsinu á Siglufirði frá og með miðvikudeginum 7. október 2020. Afgreiðsla Ráðhússins verður áfram opin á hefðbundnum tíma alla virka daga frá kl. 09:30-15:00. Þangað er hægt að hringja á opnunartíma í síma 464 9100 til að fá samband við starfsmenn Ráðhússins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fjallabyggd@fjallabyggd.is. Starfsfólk í afgreiðslu mun leiðbeina og leitast við að leysa úr þeim málum sem um er að ræða í hverju tilviki.
Lesa meira

Menntaskólinn á Tröllaskaga tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntaumbóta

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur verið tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna 2002 fyrir nýjar leiðir í skipulagi náms og kennslu með áherslu á valdeflingu nemenda, frumvæði, sköpun og áræði.
Lesa meira

Uppfærð frétt ! Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2021

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2021. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2021. 
Lesa meira

Framleiðnisjóður kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum

Framleiðnisjóður kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum. Stjórnendur Framleiðnisjóðs hafa ákveðið að síðasta úthlutun sjóðsins beinist að grasrótarstarfi bænda og viðleitni þeirra til eflingar atvinnu í sveitum og kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum.
Lesa meira

Upptökur á Ófærð 3 í sundlaug á Siglufirði á þriðjudag

Stefnt er að upptökum á Ófærð 3 í sundlauginni á Siglufirði þriðjudaginn 6. október. Opið verður í sundlaugina kl. 6:30 - 8:00 en lokað það sem eftir er dags.
Lesa meira

Líkamsræktir loka, fjöldatakmarkanir í sundlaugum

Líkamsræktir Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verða lokaðar frá og með morgundeginum, 5. október 2020. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanleg er í dag skulu líkamsræktir loka frá miðnætti aðfaranótt 5. október.
Lesa meira

Nöfn umsækjenda um tímabundna stöðu yfirhafnarvarðar

Átta umsóknir bárust um tímabundna stöðu yfirhafnarvarðar Fjallabyggðar sem auglýst var laus til umsóknar, en umsóknarfrestur rann út mánudaginn 28. september síðastliðinn.
Lesa meira