Fréttir

Vetraropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar gildir frá 1. september 2020 - 31. maí 2021

Vetraropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar gildir frá 1. september 2020 - 31. maí 2021
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum - Opnað fyrir umsóknir 8. september

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Lesa meira

Lokanir gatna á Siglufirði vegna malbikunar

Vegna malbikunar Hvanneyrarbrautar utan Túngötu á Siglufirði á morgun miðvikudag kl. 9:00 – 22:00 verða götur lokaðar fyrir umferð sem hér segir: • Hvanneyrarbraut verður lokuð frá Þormóðsgötu að Fossvegi en íbúar við Hvanneyrarbraut 22-36 geta keyrt að húsi sínu. • Túngata verður lokuð frá Þormóðsgötu en íbúar við Túngötu 25- 43 geta keyrt að húsi sínu • Hlíðarvegur verður lokaður við Hvanneyrarbraut. Íbúar við Hvanneyrarbraut þar sem malbikun fer fram eru beðnir um að færa bíla sína. Hjáleiðir verða merktar.
Lesa meira

191. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

191. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 9. september 2020 kl. 17:00
Lesa meira

Pælt í Héðinsfirði - Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Sunnudaginn 13. september kl. 14.30 - 15.30 verða Tinna Gunnarsdóttir og Silvía Sif Ólafsdóttir með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Kaffiveitingar í boði og eru allir velkomnir. Við pössum upp á fjarlægðarmörkin og sóttvarnir.
Lesa meira

Landgræðsluskógur í Ólafsfirði

Í síðustu viku var undirritaður samningur milli Fjallabyggðar, Skógræktarfélags Ólafsfjarðar og Skógræktarfélags Íslands um ræktun Landgræðsluskógs í Ólafsfirði. Svæðið sem ætlað er undir ræktun Landgræðsluskógarins er í hlíðinni fyrir ofan byggð í Ólafsfirði og er 62,8 hektarar að stærð og nær frá Brimnesá í norðri að Hlíð í suðri.
Lesa meira

Markaðsátakið "Fjallabyggð fagnar þér" heldur áfram

Markaðsátakið "Fjallabyggð fagnar þér" heldur áfram. Fjallabyggð blés til átaks í markaðsmálum í upphafi sumars í samstarfi við Auglýsingastofuna PiparTBWA með áherslu á innlenda ferðamenn. Herferðinni verður haldið áfram og á næstu dögum hefst undirbúningur að herferð í íbúa- og atvinnuþróunarmálum með það að markmiði að fjölga íbúum og fyrirtækjum í bæjarfélaginu.
Lesa meira

Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fjallabyggðar hefjast á ný 28. september nk. á Siglufirði

Fyrsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður mánudaginn 28. september nk. á Siglufirði frá kl. 16:30-17:30. Að þessu sinni taka þau Ingibjörg G. Jónsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir á móti íbúum.
Lesa meira

Fermingar í Fjallabyggð - fermingarskeyti

Fermt verður í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 29. ágúst nk. og hefst athöfnin kl. 11:00. Sr. Sigurður Ægisson þjónar. Kirkjukór Siglufjarðarkirkju leiðir söng undir stjórn Guito organista. Í athöfninni verða 13 börn fermd.
Lesa meira

Nýtt skólaár hafið – metskráning í Frístund

Nýhafið er skólaárið 2020-2021 í Grunnskóla Fjallabyggðar. Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundastarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 - 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög, danskennara og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundastarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðamót á eftir.
Lesa meira