Fréttir

Stefnt að opnun líkamsrækta á mánudag ef ekki kemur til hertra sóttvarnarráðstafana.

Ákveðið hefur verið að opna líkamsræktir Fjallabyggðar, með takmörkunum, mánudaginn 10. ágúst ef ekki kemur til hertra sóttvarnaraðgerða. Opið verður frá kl. 06:30 – 10:00 og 16:00 – 19:00 alla virka daga. Um helgar verður opið frá 10:00 – 12:30 og 14:00 – 18:00.
Lesa meira

Við erum öll almannavarnir!

Á hádegi í dag þann 31. júlí taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis, sem og Fjallabyggð, brýna fyrir fólki að halda áfram uppteknum hætti um einstaklingsbundnar smitvarnir í ljósi þeirra smita sem eru í samfélaginu. Við erum öll almannavarnir!
Lesa meira

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar – Líkamsræktum lokað – fjöldatakmarkanir í sundlaugum

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða yfirvalda verða fjöldatakmarkanir í sundlaugar Fjallabyggðar settar á sem miða að því að gera gestum kleift að virða 2 metra fjarlægð í búnings- og sturtuklefum. Líkamsræktum, íþróttasölum, köldum körum og gufuböðum verður lokað tímabundið.
Lesa meira

Formlegri opnun á sýningu á efri hæð Pálshúss, Ólafsfjarðarstofu, í Ólafsfirði FRESTAÐ

Áður auglýstri formlegri opnun á sýningu á efri hæð Pálshúss, Ólafsfjarðarstofu, í Ólafsfirði sem fram átti að fara laugardaginn 1. ágúst er frestað vegna Covid-19 takmarkana.
Lesa meira

Tilkynning frá Veitustofnun Fjallabyggðar

Af óviðráðanlegum orsökum verða truflanir á vatnsþrýstingi á Hólavegi Siglufirði frá og með deginum í dag til fimmtudagsins 6. ágúst 2020.
Lesa meira

Berjadögum í Ólafsfirði FRESTAÐ

Tónlistarhátíðinni Berjadögum í Ólafsfirði hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna samkomutakmarkana, en hátíðin átti að hefjast í dag og standa yfir verslunarmannahelgina.
Lesa meira

75 ára afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar - Veisluhöldum frestað vegna Covid-19

Veisluhöldum vegna 75 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar sem halda átti laugardaginn 1. ágúst nk. hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna breyttra aðstæða í samfélaginu. Afmælið verður haldið um leið og slakað verður á fjöldatakmörkunum á ný og aðstæður breytast.
Lesa meira

Pálshús Ólafsfirði - Opnun Ólafsfjarðarstofu

Eftir viðamiklar endurbætur á húsinu verður "Ólafsfjarðarstofa" efri hæð Pálshúss formlega opnuð þann 1. ágúst kl. 13:30. Á sama tíma opna Sigtryggur Bjarni Baldvinsson myndlistarmaður og Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður samsýninguna "Hljómur úr firði - Litir frá J.S.Bach" í sýningarsalnum.
Lesa meira

190. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

190. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 31. júlí 2020 og hefst kl. 12:00
Lesa meira

FRESTAÐ - Ólafsfjörður fagnar 75 ára kaupstaðarafmæli 1. ágúst

Í tilefni af 75 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar þann 1. janúar s.l. býður Fjallabyggð íbúum og öðrum gestum til kaffisamsætis, undir berum himni í Strandgötunni Ólafsfirði (gegnt Pálshúsi) laugardaginn 1. ágúst frá kl. 14:30-17:00. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir alla fjölskylduna.
Lesa meira