Pælt í Héðinsfirði - Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Héðinsfjörður
Mynd: Tinna Gunnarsdóttir og Silvía Sif Ólafsdóttir
Héðinsfjörður
Mynd: Tinna Gunnarsdóttir og Silvía Sif Ólafsdóttir

Sunnudaginn 13. september kl. 14.30 - 15.30 verða Tinna Gunnarsdóttir og Silvía Sif Ólafsdóttir með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Kaffiveitingar í boði og eru allir velkomnir. Við pössum upp á fjarlægðarmörkin og sóttvarnir.

Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður og prófessor við Hönnunardeild Listaháskóla Íslands segir frá doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands sem ber titilinn Snert á landslagi. Þungamiðja verkefnisins er tilviksrannsókn í Héðinsfirði þar sem athyglinni er beint að íslensku landslagi og það skoðað út frá sjónarhorni vöruhönnunar og heimspekilegum kenningum um fagufræðilegt gildi náttúrunnar. 

Silvía Sif Ólafsdóttir vöruhönnuður segir frá verkefni sínu Útvíkkuð upplifun sem fékk styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Á tímum skjámenningar er vídeómiðillinn orðinn mikilvægt hönnunartól, enda aðgengi að honum opið og notað af stórum hluta samfélagsins. Í verkefninu kannar Silvía möguleika myndbandstækninnar í samhengi við íslenskt landslag.