25.11.2020
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðausturlandi (SSNE) í samvinnu við fleiri, bjóða nú fyrirtækjum á sínu starfssvæði að taka þátt í Ratsjánni
Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi.
Lesa meira
25.11.2020
Stöðug fjölgun rafbíla á Íslandi kallar á nýjar áskoranir. Eigendur rafbíla þurfa að huga að drægni þeirra, búnaði, leyfismálum, öryggi og heimahleðslu - ekki síst í fjölbýlishúsum.
Lesa meira
24.11.2020
Fjallabyggð auglýsir eftir hentugu framtíðar húsnæði til kaups eða leigu á Siglufirði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar NEON.
Við val á húsnæði verður horft til eftirtalinna þátta:
Að húsnæðið sé ekki minna en 220 fermetrar.
Að húsnæðið uppfylli skilyrði um aðgengi fyrir hreyfihamlaða eða bjóði upp á breytingu á aðgengi.
Að skipulag húsnæðisins og staðsetning sé með þeim hætti að það henti starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.
Lesa meira
23.11.2020
Laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Þetta er árlegur viðburður hjá Aðalheiði sem ávallt sýnir það nýjasta sem hún er að fást við í list sinni og hefur um leið opið í anddyrinu þar sem sjá má ýmis smáverk sem ratað gætu í jólapakka.
Lesa meira
20.11.2020
Frá því í byrjun skólaárs hefur Síldarminjasafnið sinnt skipulagðri kennslu meðal barna í 5. bekk og unglinga á elsta stigi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Námskeiðið miðar að því að fræða nemendur um hlutverk safna, skyldur þeirra og verkefni. Þannig fá nemendur innsýn í grunnstoðir safnastarfs sem felast í rannsóknum, söfnun, varðveislu, skráningu og miðlun og fá jafnframt að takast á við ólíkar áskoranir og verkefni.
Lesa meira
17.11.2020
Breyting verður á akstri skólarútu með hertum sóttvarnarreglum. Athugið að skólaakstur er aðeins hugsaður fyrir nemendur skólanna í Fjallabyggð og starfsfólk þeirra.
Grímuskylda í skólarútunni fyrir tíu ára (2010) og eldri.
Lesa meira
17.11.2020
Við eigum öll okkar þátt í mengun í vatni og sjó og því er það í okkar höndum að draga úr henni. Það á aðeins þrennt að fara í klósettið: Piss, kúkur og klósettpappír. Klósettið er enginn staður fyrir eyrnapinna, bómullarhnoðra, blautklúta, smokka og annað rusl. Þessir hlutir eiga að enda í ruslatunnunni. Auðvitað er svo besta lausnin að nota sem minnst af einnota hreinlætisvörum.
Lesa meira
16.11.2020
193. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði,18. nóvember 2020 kl. 17.00
Lesa meira
16.11.2020
Vakin er athygli á því að gráa tunnan verður losuð í Fjallabyggð næstu þrjá daga. Mikilvægt er að íbúar moki frá tunnum til að auðvelda starfsmönnum Íslenska Gámafélagsins losun.
Íslenska gámafélagið vill sömuleiðis ítreka að tunnur sem eru yfirfullar verða EKKI losaðar. Það er á ábyrgð íbúa að koma umfram sorpi á gámaplan en samkvæmt þeim tilmælum sem unnið er eftir þá eiga starfsmenn ÍG að forðast snertingu við allt sorp.
Lesa meira
12.11.2020
Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir samkeppni um þrjú ljóslistaverk á Vetrarhátíð 2021. Verkin sem verða valin verða sýnd á Vetrarhátíð 2021 dagana 4.-7. febrúar 2021.
Lesa meira