Sorphreinsun og snjómokstur - Munum að tryggja aðgang að tunnum fyrir losun !

Vakin er athygli á því að gráa tunnan verður losuð í Fjallabyggð næstu þrjá daga.
Nú þegar farið er að snjóa er mikilvægt að íbúar hugi að því að moka/hreinsa frá tunnum til að auðvelda starfsmönnum Íslenska Gámafélagsins losun. 

Íslenska gámafélagið vill sömuleiðis ítreka að tunnur sem eru yfirfullar verða EKKI losaðar. Það er á ábyrgð íbúa að koma umfram sorpi á gámaplan en samkvæmt þeim tilmælum sem unnið er eftir þá eiga starfsmenn ÍG að forðast snertingu við allt sorp.

Sjá áður birta frétt.

SORPHIRÐUDAGATAL