08.12.2020
Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar þar með talið skiptiborðið, verður lokuð föstudaginn 11. desember frá kl. 13:00 vegna starfsdags.
Lesa meira
08.12.2020
Sundlaugar Fjallabyggðar verða opnaðar fimmtudaginn 10. desember. Gestir eru beðnir um að virða tveggja metra regluna í afgreiðslu og í búningsklefum og velja skápa og snaga eftir því. Engar hárþurrkur verða í boði á meðan þetta ástand varir.
Lesa meira
04.12.2020
Breyting verður á akstri skólarútu frá og með mánudeginum 7. desember.
Athugið að skólaakstur er aðeins hugsaður fyrir nemendur skólanna í Fjallabyggð og starfsfólk þeirra meðan hertar sóttvarnarreglur gilda. Grímuskylda er í skólarútunni fyrir tíu ára (2010) og eldri.
Lesa meira
04.12.2020
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt á fundi sínum miðvikudaginn 2. desember sl. að útnefna Jón Þorsteinsson sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2021.
Lesa meira
01.12.2020
Fréttatilkynning frá hafnarstjóra:
Samkvæmt veðurspá er gert ráð fyrir vaxandi norðanátt og vonskuveðri frá miðvikudegi til föstudags, einnig er gert ráð fyrir mikilli ölduhæð.
Lesa meira
01.12.2020
Þann 11. desember klukkan 19:30, munu nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga stíga á stokk og ætla sér það verkefni að halda tónleika til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Alls eru það sex nemendur í áfanga sem heitir Skapandi tónlist og meðal flytjenda eru sigurvegarar söngkeppni framhaldsskólanna 2020.
Lesa meira
01.12.2020
Mikil hreinsun á hvers kyns plastrusli hefur farið fram í Héðinsfirði nú í haust og vetur. Það eru Siglfirðingarnir Ragnar Ragnarsson og Lísa Dombrowe sem hafa staðið í ströngu og lagt á sig óheyrilega mikið verk. Þarna er um að ræða hverskyns plastúrgang, frá uppþvottabrúsum til heilu og hálfu veiðarfæranna, fiskikassar og kör, kaðlar, bíldekk, trollkúlur og ótalmargt fleira. Allt hefur þetta mikla plastmagn borist utan af hafi undanfarna marga áratugi og virðist að mestu leyti vera tengt sjávarútvegi.
Lesa meira
30.11.2020
Fréttatilkynning frá forsvarsmönnum Jólakvöldsins í Ólafsfirði!
Tekin hefur verið ákvörðun um að aflýsa árlegu Jólakvöldi sem halda átti föstudaginn 4. desember nk. Gera má ráð fyrir að fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi eins og verið hefur sem gerir okkur erfitt fyrir að halda jólakvöldið eins og við mundum vilja gera. Þar ræður mestu að 10 manna fjöldatakmarkanir og tveggja metra regla inni í húsum á svæðinu gerir þetta mjög erfitt í framkvæmd. En við komum bara enn hressari að ári liðnu með jólakvöldið í Jólafsfirði.
Lesa meira
27.11.2020
194. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 1. desember 2020 kl. 17.00
Lesa meira
25.11.2020
Hefðbundnum föstum viðburðum sem tengjast jólahátíðinni í Fjallabyggð líkt og tendrun jólaljósa jólatrjánna fyrstu helgina í aðventu og árlegum jólamarkaði í Tjarnarborg hefur verið aflýst vegna samkomutakmarkana. Yngri börn leik- og grunnskóla munu þó gera sér ferð að trjánum í desember og hengja á þau jólaskraut. Áramótabrennur og flugeldasýningar verða haldnar eins og venjulega sem og á þrettándanum.
Lesa meira