Tilkynning – Veðurviðvörun

Smábátahöfnin á Siglufirði Mynd: Jón Steinar
Smábátahöfnin á Siglufirði Mynd: Jón Steinar

Samkvæmt veðurspá er gert ráð fyrir vaxandi norðanátt og vonskuveðri frá miðvikudegi til föstudags, einnig er gert ráð fyrir mikilli ölduhæð.

Spáð er 15 til 23 m/s af norðri, ölduhæð allt að 12 metrum ásamt stórstreymi, því má búast við hárri sjávarstöðu og mögulega flóðum.

Eigendur skipa og báta í höfnum Fjallabyggðar eru því hvattir til að sýna aðgát, tryggja landfestar sem og festa lausamuni sem geta fokið.

Elías Pétursson,
hafnarstjóri

Ölduspá fimmtudaginn 3. desember kl. 06            Vindaspá fimmtudaginn 3. desember kl. 06