Af vef Fl.is
Framleiðnisjóður kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum. Stjórnendur Framleiðnisjóðs hafa ákveðið að síðasta úthlutun sjóðsins beinist að grasrótarstarfi bænda og viðleitni þeirra til eflingar atvinnu í sveitum og kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum.
Nánari upplýsingar um styrkhæfi verkefna má finna á heimasíðu Framleiðnisjóðs undir flipanum „UM SJÓÐINN“ í kafla 2. B. Bændur/ábúendur lögbýla. Þá eru viðeigandi umsóknareyðublöð undir flipanum „EYÐUBLÖÐ.“ Annars vegar skjal með sjálfu eyðublaðinu (umsókn um framlag til nýsköpunar og þróunar á bújörðum B-form)) og hins vegar skjal fyrir greinargerð sem fylgja skal umsókn (greinargerð með umsókn B-flokkur).
Umsóknum skal skila rafrænt í síðasta lagi 30. október (sendingartími gildir) á netfangið fl@fl.is. Auk þess skal senda umsóknirnar útprentaðar og undirritaðar með hefðbundnum pósti. Sigríður framkvæmdastjóri FL veitir allar nánari upplýsingar í sími 430-4300 eða á netfangið sigridur@fl.is.
Fréttin er af vef Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.