Bæjarstjórn Fjallabyggðar

152. fundur 29. nóvember 2017 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, B lista
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson bæjarfulltrúi, S lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

Valur Þór Hilmarsson boðaði forföll, varamaður var ekki boðaður í hans stað.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 529. fundur - 16. nóvember 2017

Málsnúmer 1711012FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 529. fundur - 16. nóvember 2017 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til frekari útfærslu hjá nefndum og deildarstjórum.

    Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síður en 23. nóvember nk..



    Bókun fundar Afgreiðsla 529. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017

Málsnúmer 1711016FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Farið var yfir stöðu gerðar fjárhagsáætlunar 2018. Nefndir skila bæjarráði niðurstöðu 23. nóvember nk.
    Næsti fundur bæjarráðs verður 24.nóvember nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Lögð fram niðurstaða A hluta umsóknarferlis fyrir verkefnið Ísland ljóstengt á árinu 2018. Umsókn Fjallabyggðar var samþykkt. Bæjarráð samþykkti þann 12. september sl. að gert yrði ráð fyrir kostnaði Fjallabyggðar að upphæð 3.500.000 kr. á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Alls verða 10 lögheimili í dreifbýli Fjallabyggðar tengd við ljósnet/ljósleiðara og þannig verða öll lögheimili í sveitarfélaginu tengd við ljósnet/ljósleiðara. Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Bæjarráð samþykkir að deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála leiti möguleika á framlengingu á samningi um síma og internetþjónustu við Símann með hagstæðari verð í huga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Bæjarráð óskar eftir að niðurstöður verðkönnunar á niðurrifi hússins liggi fyrir á fundi bæjarráðs í næstu viku. Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Þjónustusamningur Fjallabyggðar við Securitas um fjargæslu og almenna þjónustu rann út 31.október 2017.
    Bæjarráð felur deilarstjóra stjórnsýslu og fjármála að afla frekari upplýsinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar er varðar upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, dags. 6. nóvember 2017. Vakin er athygli á breytingu á lögum nr. 55/2003 þar sem málsgrein um upplýsingaskyldu sveitarfélaga til Umhverfisstofnunar er felld inn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar Eyþings sem haldinn var í Fjallabyggð dagana 10.-11. nóvember sl. Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Tekið fyrir erindi um LexGames þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjallabyggð um uppsetningu á hjólahreystibraut. Kostnaður við uppsetningu brautarinnar er 3-7 milljónir og er háð stærð hennar.

    Bæjarráð samþykkir að verða ekki við beiðni LexGames um uppsetningu slíkrar brautar að svo stöddu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Tekið fyrir erindi Hönnu Maríu Hjálmtýsdóttur, f.h. foreldra barna fædd 2014 og 2015, þar sem óskað er eftir niðurfellingu eða lækkun á leigugjaldi í íþróttasal í húsnæði Grunnskólans við Norðurgötu. Fyrirhugað er nýta salinn til íþróttaiðkunar í eina klukkustund á laugardögum og eru börn fædd 2014 og 2015 velkomin ásamt foreldrum.

    Bæjarráð samþykkir að veita hópnum frítíma til reynslu til loka apríl 2018 og þá mun fyrirkomulagið verða endurskoðað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Lagður fram til kynningar undirritaður endurskoðaður samningur milli Fjallabyggðar og Umhverfisstofnunar um refaveiðar á árunum 2017-2019.
    Samningurinn tók gildi 1. janúar 2017 en skal endurskoðaður ár hvert m.t.t. samningsupphæðar fyrir árin 2018 og 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Tekin fyrir umsókn frá Blakfélagi Fjallabyggðar um ókeypis afnot af íþróttahúsi á Siglufirði, sunnudaginn 26.nóvember nk. vegna Íslandsmóts í blaki.
    Bæjarráð samþykkir beiðni Blakfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 17.11.2017, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Hallarinnar veitingahúss, Ólafsfirði kt. 520606-1490 um tímabundið tækifærisleyfi annan í jólum, þriðjudaginn 26. desember nk. frá kl. 01:00 til miðvikudagsins 27. desember nk. til kl. 05:00.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.





    Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21. nóvember 2017 Fundargerð frá fundi ungmennaráðs þann 14. nóvember 2017 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 530. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017

Málsnúmer 1711021FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017 Á 38. fundi markaðs- og menningarnefndar 23. nóvember 2017 var farið yfir styrkumsóknir til menningarmála og vísaði nefndin tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til menningarmála og vísar henni til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 531. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017 Farið yfir umsóknir um styrk á móti fasteignaskatti félagasamtaka 2018.
    Niðurstaðan er innan áætlaðra framlaga á fjárhagsáætlun 2018.

    Bæjarráð samþykkir að taka málið upp eftir að búið verður að leggja á fasteignagjöld með formlegum hætti í febrúar 2018.

    Bókun fundar Afgreiðsla 531. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017 Farið yfir styrkumsóknir.

    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að úthlutun styrkja til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 531. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017 Á 47. fundi fræðslu- og frístundanefndar 20. nóvember 2017 var farið yfir styrkumsóknir til frístundamála og vísaði nefndin tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til frístundamála með áorðnum breytingum og vísar henni til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 531. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017 Tekin til afgreiðslu óafgreidd erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

    1. Hvati - Nóri - Stund.

    Tekið var til skoðunar að nýta vefumsjónarkerfið til að halda utan um ráðstöfun frístundastyrkja og nýtingu á íþróttamannvirkjum.

    Bæjarráð samþykkir að nýta ekki vefumsjónakerfið.

    2. Flugklasinn Air66N.

    Beiðni um áframhaldandi aðkomu Fjallabyggðar að verkefninu árin 2018 og 2019.

    Bæjarráð samþykkir beiðnina.

    3. Aðstöðuhús við Brimnes

    Erindi frá Helga Jóhannssyni þar sem óskað er eftir því að komið verði upp aðstöðuhúsi fyrir brimbrettafólk í Ólafsfirði. Áætlaður kostnaður er um kr. 5.000.000.
    Bæjarráð hafnar erindinu.

    4. Frístundastarf á sumrin fyrir 3.- 7. bekk.

    Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði í fjárhagsáætlun við kofabyggð sumarið 2018.

    5. Álfhóll - hringsjá.

    Erindi frá Viktoríu Særúnu Gestsdóttur þar sem óskað er eftir því að aðgengi að hringsjánni á Álfhól, Siglufirði, verði bætt. Áætlaður kostnaður er um 6 til 7 milljónir króna.

    Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu.

    6. Ágangur búfjár í landi Brimnes í Ólafsfirði.

    Erindi frá Sigurjóni Magnússyni vegna ágangs búfjár í landi Brimnes.

    Gert er ráð fyrir kostnaði við girðingarvinnu við bæjarmörkin í Ólafsfirði til að takmarka ágang búfjárs í þéttbýli.

    7. Örnefnafélagið Snókur - heimasíða

    Erindi frá Örnefnafélaginu Snók um að heimasíðan snokur.is verði vistuð undir vefsíðu Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir erindið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 531. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 3.6 1711060 Jólaaðstoð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 531. fundur - 24. nóvember 2017 Lögð fram beiðni um jólaaðstoð, dagsett 17. nóvember, frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi Kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Akureyri og Rauða krossinum við Eyjafjörð.

    Þar sem félagsmáladeild bæjarins er með jólaaðstoð fyrir sína skjólstæðinga hafnar bæjarráð beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 531. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017

Málsnúmer 1711022FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Golfklúbbur Fjallabyggðar
    Golfklúbburinn óskaði eftir endurnýjun á rekstrar- og framkvæmdarstyrk.
    Bæjarráð samþykkir að endurnýja rekstrarsamning við golfklúbbinn að upphæð 2.800.000 og að gerður verði framkvæmdarstyrkur til fjögurra ára að upphæð 4.000.000 kr. ár hvert.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2018 og 2019-2021.
    Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti tillöguna fyrir bæjarráði.
    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2018 og 2019-2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 4.3 1710094 Gjaldskrár 2018
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2018
    Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:
    Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%
    Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
    Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
    Sorphirðugjöld hækki í 42.000 kr. úr 41.000 kr.
    Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verði óbreytt 0,36%.
    Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda verði óbreytt 0,35%
    Að gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2018 taki mið af breytingum á vísitölu frá 1. janúar 2016, að undanskildum skólamáltíðum í Grunnskóla Fjallabyggðar sem haldast óbreyttar, gjaldskrá hafnarsjóðs og gjaldskrá Tjarnarborgar.

    Bæjarráð samþykkir að leggja á gatnagerðargjald samkvæmt b lið 4. greinar, í samþykkt um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð, þegar úthlutað er lóðum á deiliskipulögðum svæðum. Það þýðir að greitt verður gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til en ekki í samræmi við fermetrafjölda þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Bæjarráð samþykkir að senda inn umsókn til Samgöngustofu þess efnis að Siglufjarðarflugvöllur verði skráður sem lendingarstaður. Framtakið mun styðja við framfarir í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en jafnframt er flugbrautin mikilvægt öryggismannvirki fyrir íbúa Fjallabyggðar. Með breyttri skráningu yrði hlutverk sveitarfélagsins fyrst og fremst upplýsingjagjöf um ástand lendingarbratuar til flugmanna sem lenda þar á eigin ábyrgð. Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Tekin fyrir niðurstaða verðkönnunar vegna niðurrifs á húsi við Hverfisgötu 17 Siglufirði.

    Eftirfarandi tilboð bárust:

    Bás ehf. 2.320.000 kr. m. vsk.
    Sölvi Sölvason ehf. 2.150.000 kr. m. vsk.

    Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði í framkvæmdina.

    Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 30.desember nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Ábending barst til skipulags- og umhverfisnefndar frá Þórarni Hannessyni um að strætóskýli við Snorragötu á Siglufirði rúmi ekki þann fjölda sem nemenda sem bíður eftir skólabílnum.
    Nefndin vísaði erindinu til bæjarráðs.
    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Samkvæmt niðurstöðum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins varðandi úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagsins fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 koma 300 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði.

    Engum byggðakvóta er úthlutað til ráðstöfunar á Siglufirði. Bæjarráð felur staðgengli bæjarstjóra að óska eftir rökstuðningi frá ráðuneytinu.

    Frestur til að óska eftir því við ráðuneytið að sett séu sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins er til 20. desember 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Lagt fram til kynningar erindi Sjálfsbjargar landsambands hreyfihamlaðra til forstöðumanns Íþróttamiðstöðvanna vegna aðengisverkefnis á vegum félagsins þar sem gerðar voru notendaúttektir á sundlaugum á svæðum aðildafélaganna, m.t.t. aðgengis hreyfihamlaðra. Gerð var úttekt á sundlauginni í Ólafsfirði. Gerðar eru nokkrar athugasemdir við aðstöðuna í sundlauginni en jafnframt tekið fram að margt jákvætt sé að finna varðandi aðgengi í sundlauginni. Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Lagt fram þakkarbréf frá Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri þar sem Fjallabyggð er þakkað fyrir veittan stuðning við ráðstefnuna Einn blár strengur sem fór fram í vor. Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Tekin fyrir styrkumsókn frá Snorrasjóði þar sem óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið 2018. Árið 2018 mun tuttugasti hópur ungmenna af íslenskum ættum á aldrinum 18-28 ára koma til Íslands frá Kanada og Bandaríkjunum til að kynnast rótum sínum. Markmið þess er að styrkja tengsl afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku við Ísland og hvetja unga Vestur-Íslendinga til að varðveita og rækta íslenskan menningar- og þjóðararf sinn.
    Bæjarráð hafnar styrkbeiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Tekin fyrir beiðni um fjárstuðning við forvarnastarf Saman-hópsins á árinu 2018.
    Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 25.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis og heimilisofbeldi, vegna reksturs á árinu 2018.
    Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 25.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 22.11.2017, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Láru Stefánsdóttur, kt. 090357-5579, Mararbyggð 49, 625 Ólafsfirði sem sækir um sem ábyrgðarmaður fyrir Dagný Ásgeirsdóttur, kt. 091000-3420, Aðalgötu 8 621 Dalvík, um tímabundið tækifærisleyfi til skemmtanahalds, tilefnið er Ball, föstudaginn 1. desember nk. frá 22:00 til laugardagsins 2. desember nk. til 02:00 í Menntaskólanum á Tröllaskaga.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.


    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 2. og 3. fundi stjórnar Hornbrekku, 46. og 47. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. fundi öldungaráðs, 92. fundi hafnarstjórnar og 38. fundi markaðs- og menningarnefndar, 107. fundi félagsmálanefndar, 219. fundi skipulags- og umhverfisnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

5.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 15. fundur - 14. nóvember 2017

Málsnúmer 1711009FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 15. fundur - 14. nóvember 2017 Undir þessum lið sátu varafulltrúar í Ungmennaráði þeir Hörður Ingi Kristjánsson, Haukur Orri Kristjánsson, Karen Ásta Guðmundsdóttir.

    Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála bauð fundarmenn velkomna. Deildarstjóri fór yfir samþykktir fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar og kynnti fundarmönnum fyrirkomulag funda og fundaboðunar.

    Aðalfulltrúar kusu úr sínum röðum formann og varaformann. Formaður ráðsins er Kristinn Freyr Ómarsson og varaformaður er Birna Björk Heimisdóttir.

    Formaður ráðsins tók við fundarstjórn.

    Ákveðið var að fundartími ráðsins yrði síðasta miðvikudag í mánuði kl. 16.30.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar ungmennaráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

6.Stjórn Hornbrekku - 2. fundur - 17. nóvember 2017

Málsnúmer 1711014FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 2. fundur - 17. nóvember 2017 Stjórn Hornbrekku fór í vettvangs- og skoðunarferð um Hornbrekku, föstudaginn 17. nóvember s.l.
    Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður tók á móti hópnum og leiddi hann um húsakynni Hornbrekku. Kynnti hún starfsemi heimilisins og fór yfir helstu áherslur varðandi endurbætur og viðhald sem brýnt er að ráðast í á næstunni.
    Stjórnin þakkar fyrir vel heppnaða heimsókn og góðar móttökur.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 2. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

7.Stjórn Hornbrekku - 3. fundur - 23. nóvember 2017

Málsnúmer 1711018FVakta málsnúmer

  • Stjórn Hornbrekku - 3. fundur - 23. nóvember 2017 Deildarstjóri félagsmáladeildar fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2018. Stjórn Hornbrekku samþykkir að vísa tillögunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 3. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 3. fundur - 23. nóvember 2017 Lögð fram til kynningar handbók fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem gefin er út af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 3. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 3. fundur - 23. nóvember 2017 Lagt fram til kynningar minnisblað frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu um kostnað við auknar opinberar kröfur og hækkanir á einingaverði. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 3. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 3. fundur - 23. nóvember 2017 Lögð fram til kynningar ítrekun Vinnueftirlitsins vegna gerðar öryggisáætlunar fyrir Hornbrekku.
    Unnið er að gerð áætlunarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar stjórnar Hornbrekku staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. nóvember 2017

Málsnúmer 1711013FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. nóvember 2017 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið.
    Fjárhagsáætlun fyrir æskulýðs- og íþróttamál lögð fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin leggur til að í framtíðinni verði íþróttamanni Fjallabyggðar veitt viðurkenning í formi árskorts í líkamsræktarstöðvum Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 46. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. nóvember 2017 Farið yfir styrkumsóknir sem flokkaðar eru sem frístundamál. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin óskar eftir að Kristján Hauksson mæti á desemberfund nefndarinnar með frekari útfærslu á hugmynd um minigolfvöll í Ólafsfirði. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. nóvember 2017

Málsnúmer 1711019FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 47. fundur - 22. nóvember 2017 Undir umfjöllun um fjárhagsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar sat Olga Gísladóttir leikskólastjóri. Fulltrúar starfsmanna og foreldra mættu ekki.

    Undir umfjöllun um fjárhagsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar sátu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara. Fulltrúi foreldra boðaði forföll.

    Fjárhagsáætlun fyrir fræðslu- og uppeldismál lögð fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar hennar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Á fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir áframhaldandi innleiðingu verkefnisins Heilsueflandi samfélag. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að á fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir afnotum af tækjasölum íþróttamiðstöðva þar sem boðið verði upp á leiðsögn á notkun heilsuræktartækja og áhalda á afmörkuðum auglýstum tímum.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 47. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

10.Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 21. nóvember 2017

Málsnúmer 1710009FVakta málsnúmer

  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 21. nóvember 2017 Fulltrúar félaga eldri borgara leggja fram tillögu að breytingum á samþykkt fyrir öldungaráðið. Tillögunum vísað til bæjarráðs. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 21. nóvember 2017 Deildarstjóri gerði grein fyrir áherslum í rekstri dagdvalar aldraðra í Fjallabyggð og eflingu á þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu. Félagsþjónustan hefur ráðið starfsmann í hlutastarf sérstaklega til að efla þjónustuna í Ólafsfirði. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Öldungaráð Fjallabyggðar - 2. fundur - 21. nóvember 2017 Umræður um fjárhagsáætlun næsta árs. Fram komu ýmsar ábendingar sem formaður og deildarstjóri munu koma á framfæri við vinnslu fjárhagsáætlunar næsta árs. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 2. fundar öldungaráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

11.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 22. nóvember 2017

Málsnúmer 1711017FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 107. fundur - 22. nóvember 2017 Deildarstjóri fjölskyldudeildar fer yfir tillögu að fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 107. fundar félagsmálanefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017

Málsnúmer 1711015FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Vesturgötu 5 frá 1935. Skv. 3. gr. samningsins er leigutíminn 25 ár frá undirskrift og rann hann því út árið 1960. Gangstéttar í Fjallabyggð eru í umráði sveitarfélagsins og eru almenningsrými sem eiga að vera aðgengileg almenningi. Með steinabeðinu er aðgengi almennings að gangstéttinni skert. Skv. byggingarreglugerð er girðing eða skjólveggur á mörkum lóða alltaf háður samþykki beggja lóðarhafa og skal leita samþykkis áður en hafist er handa við smíðina (7.2.3.gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012). Nefndin áréttar að fjarlægja skuli steinabeðið sem fyrst og framlengir frest til þess til 1.janúar nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Nefndin vísar til samþykkis þann 27. ágúst 2014 um heimiluð afnot og bréfs sveitarfélagsins þar að lútandi sem sent var aðilum. Aðilar hafa á þeim grundvelli afnot af blettinum. Frekari gögn eru ekki gefin út af sveitarfélaginu um afnot enda getur sveitarfélagið á hvaða tímapunkti sem er afturkallað afnotin en ekki er greitt fyrir slík afnot. Jafnframt bendir nefndin á að umræddan lóðarblett má fella inn í núverandi lóðarleigusamning fyrir Ránargötu 16 sé eftir því óskað og þinglýsa. Til þess þarf samþykki allra eigenda fasteignarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Í erindi Guðbrands er vísað í drekann sem landvættur norðurlands en nefndin bendir á að landvætturinn fyrir norðurland er gammur. Nefndin tekur vel í hugmynd að landvættum í hverjum landshluta og fagnar því að Fjallabyggð hafi orðið fyrir valinu á staðsetningu landvættis fyrir norðurland. Nefndin telur að útlit styttunnar eigi að vera í höndum Guðbrands og telur ekki ástæðu til að óska eftir hugmyndum íbúa þar að lútandi. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Lagðar fram eftirfarandi umsóknir um leyfi til búfjárhalds sem uppfylla skilyrði 3.gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð.

    Ásgrímur Pálmason, 15 sauðfé og 4 hestar.
    Baldur Aadnegard, 20 sauðfé.
    Baldur Æ. Baldursson, 20 sauðfé.
    Guðni Ólafsson, 15 sauðfé og 10 hænsni.
    Haraldur Björnsson, 67 sauðfé.
    Haukur Orri Kristjánsson, 1 hestur.
    Hákon J. Antonsson, 2 hestar.
    Heimir G. Hansson, 2 hestar.
    Hreinn B. Júlíusson, 8 hestar.
    Ingvi Óskarsson, 15 sauðfé.
    Jón Árni Konráðsson, 40 sauðfé, 50 hænsni og 20 endur.
    Jónas Baldursson, 20 sauðfé.
    Karl R. Freysteinsson, 10 hestar.
    Magnús Jónasson, 3 hestar.
    Ólafur G. Guðbrandsson, 25 sauðfé.
    Óskar Finnsson, 15 sauðfé.

    Tæknideild falið að gefa út leyfisbréf til ofantaldra í samræmi við 5.gr ofangreindrar samþykktar.

    Eftirtaldar umsóknir uppfylla ekki skilyrði skv. a lið 3.gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð og er því hafnað:

    Á. Gunnar Júlíusson, 11 sauðfé
    Egill Rögnvaldsson, 4 sauðfé
    Óðinn Rögnvaldsson, 5 sauðfé
    Bókun fundar Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Nefndin telur nauðsynlegt að sett verði stærra biðskýli við Snorragötu og vísar erindinu til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 12.15 1711029 Fjárhagsáætlun 2018
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2018 fyrir ofangreinda málaflokka til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22. nóvember 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 219. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

13.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017

Málsnúmer 1710016FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 12 skemmtiferðaskip hafa nú þegar bókað komu sína til Fjallabyggðahafna á árinu 2018 og munu þau koma alls 41 sinni.

    Hafnarstjórn fagnar fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Fjallabyggðahafna sem rekja má m.a. til stórbættrar aðstöðu á hafnarsvæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. jan - 22. nóvember 2017 ásamt samanburði við sama tíma árið 2016.

    2017 Siglufjörður 15802 tonn í 2023 löndunum.
    2017 Ólafsfjörður 505 tonn í 505 löndunum.

    2016 Siglufjörður 21697 tonn í 2071 löndunum.
    2016 Ólafsfjörður 559 tonn í 559 löndunum.

    Samtals afli 2017 í báðum höfnum 16307 tonn.
    Samtals afli 2016 í báðum höfnum 22256 tonn.
    Minni afli 2017 en 2016, 5949 tonn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Hafnarstjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Hafnarsjóð Fjallabyggðar 2018.

    Hafnarstjórn samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2018 fyrir Hafnarsjóð til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 13.4 1710094 Gjaldskrár 2018
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Ákvörðun um breytingar á gjaldskrá hafnarsjóðs verður tekin á fundi hafnarstjórnar í desember fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Lögð fram til kynningar ný reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum.

    Fjallabyggðarhafnir hafa nú þegar brugðist við þeim breytingum sem þarf að fara í vegna nýju reglugerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Ólafur Haukur Kárason vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    ÓHK Trésmíðar ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám við öldubrjót norðan Óskarsbryggju.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Atli Jónsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám við öldubrjót norðan Óskarsbryggju.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Sjávarútvegsráðuneyti óskar eftir umsögn vegna laga um stjórn fiskveiða.

    Umsögnin lýtur að beiðni Samtaka smærri útgerða um að bann við notkun annarra veiðarfæra en línu og handfæra við veiðar skv. krókaaflamarki verði aflétt. Telja samtökin bannið feli í sér mismunun þar sem útgerðir aflamarksskipa hafi getað skipt um veiðarfæri til að bregðast við breyttum aðstæðum.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Lögð fram ábending frá Skúla Pálssyni þar sem bent er á að lengja þarf grjótgarðinn sem liggur meðfram Námuvegi til norðurs.

    Hafnarstjórn þakkar fyrir ábendinguna og felur hafnarstjóra að sækja um framlög úr hafnabótasjóði vegna sjóvarna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dags. 19. júní 2017, þar sem fjallað er um rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á banaslysi sem varð í byrjun árs 2016.

    Nefndin og Vegagerðin hafa óskað eftir því að Hafnasamband Íslands upplýsi aðildarhafnir um tillögur rannsóknarnefndarinnar. Í bréfinu má sjá tillögurnar.

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • 13.11 1710074 Trúnaðarmál
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Undirbúningur að samgönguáætlun 2018-2021 er hafin og óskar Vegargerðin eftir umsóknum um þau verkefni sem til greina kemur að ráðast í að mati hafnarstjórnar.

    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að skila inn umsókn vegna sjóvarna í Ólafsfirði og vegna framkvæmda við innri höfn á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Lagður fram undirritaður samningur við Betri vörur ehf vegna löndunarþjónustu við Ólafsfjarðarhöfn. Samningurinn er óbreyttur að undanskilinni lækkun til verktaka á löndunargjaldi. Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23. nóvember 2017 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 92. fundar hafnarstjórnar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

14.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. nóvember 2017

Málsnúmer 1711020FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. nóvember 2017 Fjárhagsáætlun fyrir markaðs- og menningarmál lögð fram. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar hennar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. nóvember 2017 Farið yfir styrkumsóknir sem flokkaðar eru sem menningarmál. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 38. fundur - 23. nóvember 2017 Tjarnarborg- einföldun gjaldskrár. Markaðs- og menningarnefnd leggur til breytingu á gjaldskrá Tjarnarborgar til einföldunnar. Breytingin felst í því að leiga sé föst tala óháð vikudegi eða tíma dags. Breytingin tæki gildi 1.janúar 2018. Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og Helga Helgadóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir að vísa gjaldskrá Tjarnarborgar til umræðu í bæjarráði.

    Afgreiðsla 38. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.

15.Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611056Vakta málsnúmer

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og Helga Helgadóttir.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögum að breytingum á samþykktum til seinni umræðu og að skipurit verði uppfært í samræmi við þær breytingar sem verða gerðar.

16.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611084Vakta málsnúmer

Breyting nefndaskipan í skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Aðalmenn verða Ríkey Sigurbjörnsdóttir og Helga Helgadóttir sem jafnframt verður formaður og til vara verða Gunnar Ingi Birgisson og Steinunn María Sveinsdóttir.

Samþykkt með 6 atkvæðum á 152. fundi bæjarstjórnar.

17.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1711029Vakta málsnúmer

Fyrri umræða
Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2018 og 2019-2021.
Til máls tóku Steinunn María Sveinsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Jón Valgeir Baldursson.

Reiknað er með eftirfarandi forsendum í tillögu:

1. Óbreyttri upphæð staðgreiðslu útsvars á milli ára.
2. Óbreyttri útsvarsprósentu 14,48 og óbreyttri álagningarprósenta fasteignagjalda.
3. Hækkun þjónustugjalda á milli ára allt að 2%.
4. Verðbólgu samkvæmt þjóðhagsspá
5. Leiðrétting frá Jöfnunarsjóði frá árinu 2016 upp á 33 m.kr verður notað til lækkunar skulda.

Gert er ráð fyrir heildartekjum að upphæð 2.719 m.kr.
Rekstrarafgangur A hluta, Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar er áætlaður 120 m.kr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 184 m.kr.

Veltufé frá rekstri er 440 m.kr. eða 16%.
Afborganir langtímakrafna 52 m.kr.

Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 313 m.kr. þar sem aðaláherslur eru:
a)
Grunn- og leikskóla lóðir (70m)
b)
Malbiksyfirlagnir (40m)
c)
Holræsakerfi, útrásir og endurnýjun lagna í götum (94,5m)
d)
Götulýsing (8m)

Skuldahlutfall Fjallabyggðar verður 31% án lífeyrisskuldbindinga en ríflega 72% að þeim meðtöldum.

Eiginfjárhlutfall verður 0,60.
Veltufjárhlutfall verður 1,05 og handbært fé í árslok 2018 verður 120 m.kr.

Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 871 m.kr.

Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2018 og 2019 - 2021, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.


Fundi slitið - kl. 19:00.