Öldungaráð Fjallabyggðar

2. fundur 21. nóvember 2017 kl. 10:30 - 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Ásdís Pálmadóttir aðalmaður
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Ingvar Ágúst Guðmundsson aðalmaður
  • Björn Þór Ólafsson aðalmaður
  • Konráð Karl Baldvinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Samþykkt um öldungaráðið Fjallabyggðar

Málsnúmer 1710091Vakta málsnúmer

Fulltrúar félaga eldri borgara leggja fram tillögu að breytingum á samþykkt fyrir öldungaráðið. Tillögunum vísað til bæjarráðs.

2.Dagdvöl aldraðra í Fjallabyggð

Málsnúmer 1710031Vakta málsnúmer

Deildarstjóri gerði grein fyrir áherslum í rekstri dagdvalar aldraðra í Fjallabyggð og eflingu á þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu. Félagsþjónustan hefur ráðið starfsmann í hlutastarf sérstaklega til að efla þjónustuna í Ólafsfirði.

3.Erindi,tillögur og / eða ábendingar er varðar fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1709032Vakta málsnúmer

Umræður um fjárhagsáætlun næsta árs. Fram komu ýmsar ábendingar sem formaður og deildarstjóri munu koma á framfæri við vinnslu fjárhagsáætlunar næsta árs.

Fundi slitið - kl. 12:00.