Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

47. fundur 22. nóvember 2017 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varaformaður, S lista
  • Helga Hermannsdóttir aðalmaður, S lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir varamaður, S lista
  • Sóley Anna Pálsdóttir varaáheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála
Nanna Árnadóttir boðaði forföll og í hennar stað kom Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir.

Rósa Jónsdóttir boðaði forföll og í hennar stað kom Sóley Anna Pálsdóttir.

1.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1711029Vakta málsnúmer

Undir umfjöllun um fjárhagsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar sat Olga Gísladóttir leikskólastjóri. Fulltrúar starfsmanna og foreldra mættu ekki.

Undir umfjöllun um fjárhagsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar sátu Jónína Magnúsdóttir skólastjóri og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara. Fulltrúi foreldra boðaði forföll.

Fjárhagsáætlun fyrir fræðslu- og uppeldismál lögð fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar hennar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Á fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir áframhaldandi innleiðingu verkefnisins Heilsueflandi samfélag. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að á fjárhagsáætlun verði gert ráð fyrir afnotum af tækjasölum íþróttamiðstöðva þar sem boðið verði upp á leiðsögn á notkun heilsuræktartækja og áhalda á afmörkuðum auglýstum tímum.

Fundi slitið - kl. 19:00.