Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

219. fundur 22. nóvember 2017 kl. 17:00 - 19:10 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Guðmundur J Skarphéðinsson aðalmaður, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen varaformaður, S lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Valur Þór Hilmarsson aðalmaður, S lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Leyfi fyrir girðingu og steinabeði á lóðarmörkum Vesturgötu 5, Ólafsfirði

Málsnúmer 1710041Vakta málsnúmer

Á 218.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var umsókn um leyfi fyrir steinabeði hafnað og umsækjendum gert að fjarlægja það fyrir 1.nóvember 2017.

Tekið fyrir erindi Björgvins Björnssonar og Vöku Njálsdóttur dagsett 30. október 2017 þar sem tilkynnt er um að framkvæmdum við steinabeð á lóðarmörkum Vesturgötu 5 sé lokið. Fram kemur að aðilar telji steinabeðið vera inn á lóð Vesturgötu 5 og vísa í lóðarleigusamning frá 1935 þar að lútandi.
Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Vesturgötu 5 frá 1935. Skv. 3. gr. samningsins er leigutíminn 25 ár frá undirskrift og rann hann því út árið 1960. Gangstéttar í Fjallabyggð eru í umráði sveitarfélagsins og eru almenningsrými sem eiga að vera aðgengileg almenningi. Með steinabeðinu er aðgengi almennings að gangstéttinni skert. Skv. byggingarreglugerð er girðing eða skjólveggur á mörkum lóða alltaf háður samþykki beggja lóðarhafa og skal leita samþykkis áður en hafist er handa við smíðina (7.2.3.gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012). Nefndin áréttar að fjarlægja skuli steinabeðið sem fyrst og framlengir frest til þess til 1.janúar nk.

2.Umsókn um byggingarleyfi, klæðning á Hvanneyrarbraut 36.

Málsnúmer 1710069Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Berg ehf. fyrir hönd húseigenda að Hvanneyrarbraut 36, dagsett 17. október 2017. Óskað er eftir leyfi til að klæða húsið með bárustáli.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Eyrargata 25 Siglufirði

Málsnúmer 1711017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, dagsett 2. nóvember 2017. Óskað er eftir leyfi fyrir breytingum innanhúss Eyrargötu 25 Siglufirði í samræmi við framlagða teikningu.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

4.Afnot af lóð sunnan Ránargötu 16

Málsnúmer 1711059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Önnu Marie Jónsdóttur og Steingríms J. Garðarssonar, dagsett 10. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir pappírum til að þinglýsa um afnot af lóðarblett við Ránargötu 16. Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 27. ágúst 2014 var samþykkt að heimila þeim afnot af lóðarbletti frá syðri lóðarmörkum Ránargötu 16 að Ránargötu.
Synjað
Nefndin vísar til samþykkis þann 27. ágúst 2014 um heimiluð afnot og bréfs sveitarfélagsins þar að lútandi sem sent var aðilum. Aðilar hafa á þeim grundvelli afnot af blettinum. Frekari gögn eru ekki gefin út af sveitarfélaginu um afnot enda getur sveitarfélagið á hvaða tímapunkti sem er afturkallað afnotin en ekki er greitt fyrir slík afnot. Jafnframt bendir nefndin á að umræddan lóðarblett má fella inn í núverandi lóðarleigusamning fyrir Ránargötu 16 sé eftir því óskað og þinglýsa. Til þess þarf samþykki allra eigenda fasteignarinnar.

5.Umsókn um lóð, Bakkabyggð 4 Ólafsfirði

Málsnúmer 1710083Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Gauta Más Rúnarssonar og Magneu Guðbjörnsdóttur um lóð við Bakkabyggð 4 Ólafsfirði, dagsett 21. október 2017. Einnig lagður fram lóðarleigusamningur.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um lóð - Pálsbergsgata 1a

Málsnúmer 1710085Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Magnúsar Þorgeirssonar að lóðinni Pálsbergsgötu 1a Ólafsfirði undir atvinnuhúsnæði, dagsett 22. október 2017.Einnig lagður fram lóðarleigusamningur.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Lóðarleigusamningur - Gránugata 12

Málsnúmer 1709023Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lóðarleigusamning vegna Gránugötu 12 sem samþykkt var til útlutunar 11.september sl.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Endurnýjun lóðarleigusamnings - Kirkjuvegur 19 Ólafsfirði

Málsnúmer 1711034Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helenu H. Aspelund, dagsett 9. nóvember 2017. Óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Kirkjuveg 19 og stækkun lóðar að Hafnargötu og lóðarmörkum Vesturgötu 14 skv. meðfylgjandi lóðarblaði. Einnig lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamning.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

9.Landsvæði fyrir styttu af landvætti

Málsnúmer 1710026Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðbrands Jónssonar, dagsett 18. október 2017 sem bæjarráð vísaði til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd. Guðbrandur óskar eftir því að leitað verði til íbúa Fjallabyggðar um tillögur að útliti styttu af landvætti Norðurlands sem hann áætlar að staðsetja í sveitarfélaginu.

Í erindi Guðbrands er vísað í drekann sem landvættur norðurlands en nefndin bendir á að landvætturinn fyrir norðurland er gammur. Nefndin tekur vel í hugmynd að landvættum í hverjum landshluta og fagnar því að Fjallabyggð hafi orðið fyrir valinu á staðsetningu landvættis fyrir norðurland. Nefndin telur að útlit styttunnar eigi að vera í höndum Guðbrands og telur ekki ástæðu til að óska eftir hugmyndum íbúa þar að lútandi.

10.Leyfi til búfjárhalds - 2017

Málsnúmer 1709084Vakta málsnúmer

Lagðar fram eftirfarandi umsóknir um leyfi til búfjárhalds sem uppfylla skilyrði 3.gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð.

Ásgrímur Pálmason, 15 sauðfé og 4 hestar.
Baldur Aadnegard, 20 sauðfé.
Baldur Æ. Baldursson, 20 sauðfé.
Guðni Ólafsson, 15 sauðfé og 10 hænsni.
Haraldur Björnsson, 67 sauðfé.
Haukur Orri Kristjánsson, 1 hestur.
Hákon J. Antonsson, 2 hestar.
Heimir G. Hansson, 2 hestar.
Hreinn B. Júlíusson, 8 hestar.
Ingvi Óskarsson, 15 sauðfé.
Jón Árni Konráðsson, 40 sauðfé, 50 hænsni og 20 endur.
Jónas Baldursson, 20 sauðfé.
Karl R. Freysteinsson, 10 hestar.
Magnús Jónasson, 3 hestar.
Ólafur G. Guðbrandsson, 25 sauðfé.
Óskar Finnsson, 15 sauðfé.

Tæknideild falið að gefa út leyfisbréf til ofantaldra í samræmi við 5.gr ofangreindrar samþykktar.

Eftirtaldar umsóknir uppfylla ekki skilyrði skv. a lið 3.gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð og er því hafnað:

Á. Gunnar Júlíusson, 11 sauðfé
Egill Rögnvaldsson, 4 sauðfé
Óðinn Rögnvaldsson, 5 sauðfé

11.Ábending vegna strætóskýlis á Siglufirði

Málsnúmer 1710109Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þórarins Hannessonar, dagsett 30. október 2017. Vakin er athygli á því að eftir breytingar á skólamálum rúmar núverandi strætóskýli, sem staðsett er í suðurbæ Siglufjarðar, ekki þann fjölda nemenda sem fer með skólabílnum á morgnanna sem getur verið óheppilegt þegar illa viðrar.
Vísað til nefndar
Nefndin telur nauðsynlegt að sett verði stærra biðskýli við Snorragötu og vísar erindinu til bæjarráðs.

12.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1710095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Atla Jónssonar dagsett 26. október. Sótt er um stöðuleyfi fyrir 40 ft. gám á gámasvæði við Óskarsbryggju.
Samþykkt
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

13.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1710088Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi ÓHK Trésmíðar ehf. dagsett 23. október 2017. Sótt er um stöðuleyfi fyrir 40 og 20 ft. gám á gámasvæði við Óskarsbryggju.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

14.Fráveitukerfi Fjallabyggðar

Málsnúmer 1710061Vakta málsnúmer

Á 218. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var deildarstjóra tæknideildar falið að skrifa umsögn vegna vatnsveðurs helgarinnar 13. - 14. október sl. Lögð fram umsögn deildarstjóra dagsett 17. nóvember 2017 ásamt minnisblaði VSÓ Ráðgjafar, dagsett 19. október 2017.

15.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1711029Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2018 fyrir eftirfarandi málaflokka:

07-Slökkvistöð og bílar
08-Hreinlætismál
09-Skipulags- og byggingamál
10-Umferðar- og samgöngumál
11-Umhverfismál
31-Eignasjóður
33-Þjónustumiðstöð
65-Veitustofnun
Vísað til nefndar
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2018 fyrir ofangreinda málaflokka til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

16.Endurskoðun Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1408028Vakta málsnúmer

Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Fjallabyggðar 2008-2028, var auglýst 4.-25. október 2017. Lagðar fram til kynningar umsagnir frá umsagnaraðilum og ábendingar íbúa.

17.Fundargerðir fjallskilanefndar 2017

Málsnúmer 1708044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar vegna fundargerðar fjallskilastjórnar Fjallabyggðar nr.2/2017.

18.Niðurfelling Kálfsárkotsvegar af vegaskrá

Málsnúmer 1711057Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Kálfsárkotsvegar af vegaskrá.

Fundi slitið - kl. 19:10.