Afnot af lóð sunnan Ránargötu 16

Málsnúmer 1711059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 219. fundur - 22.11.2017

Lagt fram erindi Önnu Marie Jónsdóttur og Steingríms J. Garðarssonar, dagsett 10. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir pappírum til að þinglýsa um afnot af lóðarblett við Ránargötu 16. Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 27. ágúst 2014 var samþykkt að heimila þeim afnot af lóðarbletti frá syðri lóðarmörkum Ránargötu 16 að Ránargötu.
Synjað
Nefndin vísar til samþykkis þann 27. ágúst 2014 um heimiluð afnot og bréfs sveitarfélagsins þar að lútandi sem sent var aðilum. Aðilar hafa á þeim grundvelli afnot af blettinum. Frekari gögn eru ekki gefin út af sveitarfélaginu um afnot enda getur sveitarfélagið á hvaða tímapunkti sem er afturkallað afnotin en ekki er greitt fyrir slík afnot. Jafnframt bendir nefndin á að umræddan lóðarblett má fella inn í núverandi lóðarleigusamning fyrir Ránargötu 16 sé eftir því óskað og þinglýsa. Til þess þarf samþykki allra eigenda fasteignarinnar.