Hafnarstjórn Fjallabyggðar

92. fundur 23. nóvember 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir aðalmaður, S lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Þorsteinn Þorvaldsson aðalmaður, D lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Koma skemmtiferðaskipa á Siglufjörð 2018

Málsnúmer 1711062Vakta málsnúmer

12 skemmtiferðaskip hafa nú þegar bókað komu sína til Fjallabyggðahafna á árinu 2018 og munu þau koma alls 41 sinni.

Hafnarstjórn fagnar fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Fjallabyggðahafna sem rekja má m.a. til stórbættrar aðstöðu á hafnarsvæðinu.

2.Aflatölur og aflagjöld 2017

Málsnúmer 1701080Vakta málsnúmer

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. jan - 22. nóvember 2017 ásamt samanburði við sama tíma árið 2016.

2017 Siglufjörður 15802 tonn í 2023 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 505 tonn í 505 löndunum.

2016 Siglufjörður 21697 tonn í 2071 löndunum.
2016 Ólafsfjörður 559 tonn í 559 löndunum.

Samtals afli 2017 í báðum höfnum 16307 tonn.
Samtals afli 2016 í báðum höfnum 22256 tonn.
Minni afli 2017 en 2016, 5949 tonn.

3.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1711029Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Hafnarsjóð Fjallabyggðar 2018.

Hafnarstjórn samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2018 fyrir Hafnarsjóð til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4.Gjaldskrár 2018

Málsnúmer 1710094Vakta málsnúmer

Ákvörðun um breytingar á gjaldskrá hafnarsjóðs verður tekin á fundi hafnarstjórnar í desember fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2018.

5.Reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum

Málsnúmer 1709027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ný reglugerð um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum.

Fjallabyggðarhafnir hafa nú þegar brugðist við þeim breytingum sem þarf að fara í vegna nýju reglugerðarinnar.

6.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1710088Vakta málsnúmer

Ólafur Haukur Kárason vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

ÓHK Trésmíðar ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám við öldubrjót norðan Óskarsbryggju.

Erindi samþykkt.

7.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 1710095Vakta málsnúmer

Atli Jónsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám við öldubrjót norðan Óskarsbryggju.

Erindi samþykkt.

8.Umsögn vegna takmarkana á 7.gr. laga um stjórn fiskveiða

Málsnúmer 1709078Vakta málsnúmer

Sjávarútvegsráðuneyti óskar eftir umsögn vegna laga um stjórn fiskveiða.

Umsögnin lýtur að beiðni Samtaka smærri útgerða um að bann við notkun annarra veiðarfæra en línu og handfæra við veiðar skv. krókaaflamarki verði aflétt. Telja samtökin bannið feli í sér mismunun þar sem útgerðir aflamarksskipa hafi getað skipt um veiðarfæri til að bregðast við breyttum aðstæðum.

Lagt fram til kynningar.

9.Varnargarður við Námuveg í Ólafsfirði

Málsnúmer 1709085Vakta málsnúmer

Lögð fram ábending frá Skúla Pálssyni þar sem bent er á að lengja þarf grjótgarðinn sem liggur meðfram Námuvegi til norðurs.

Hafnarstjórn þakkar fyrir ábendinguna og felur hafnarstjóra að sækja um framlög úr hafnabótasjóði vegna sjóvarna.

10.Rannsóknarnefnd samgönguslysa - hafnarkantar

Málsnúmer 1710001Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dags. 19. júní 2017, þar sem fjallað er um rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á banaslysi sem varð í byrjun árs 2016.

Nefndin og Vegagerðin hafa óskað eftir því að Hafnasamband Íslands upplýsi aðildarhafnir um tillögur rannsóknarnefndarinnar. Í bréfinu má sjá tillögurnar.

Lagt fram til kynningar.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1710074Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

12.Samgönguáætlun 2018-2021, hafnarframkvæmdir og sjóvarnir.

Málsnúmer 1711066Vakta málsnúmer

Undirbúningur að samgönguáætlun 2018-2021 er hafin og óskar Vegargerðin eftir umsóknum um þau verkefni sem til greina kemur að ráðast í að mati hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að skila inn umsókn vegna sjóvarna í Ólafsfirði og vegna framkvæmda við innri höfn á Siglufirði.

13.Samningur um löndunarþjónustu í Ólafsfjarðarhöfn

Málsnúmer 1711067Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður samningur við Betri vörur ehf vegna löndunarþjónustu við Ólafsfjarðarhöfn. Samningurinn er óbreyttur að undanskilinni lækkun til verktaka á löndunargjaldi.

14.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2017

Málsnúmer 1701006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 13:00.