Koma skemmtiferðaskipa á Siglufjörð 2018

Málsnúmer 1711062

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 92. fundur - 23.11.2017

12 skemmtiferðaskip hafa nú þegar bókað komu sína til Fjallabyggðahafna á árinu 2018 og munu þau koma alls 41 sinni.

Hafnarstjórn fagnar fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Fjallabyggðahafna sem rekja má m.a. til stórbættrar aðstöðu á hafnarsvæðinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 544. fundur - 27.02.2018

Lögð fram til kynningar niðurstöður viðtalsrannsóknar um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi. Rannsóknin var unnin fyrir Rannsóknamiðstöð ferðamála af Þórnýju Barðadóttur.

Skýrsluna má nálgast á eftirfarandi vefslóð:

http://www.rmf.is/static/research/files/mottaka-skemmtiferdaskipa-rmf-2017-03pdf

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 94. fundur - 28.02.2018

Vorið 2017 var gerð viðtalsrannsókn um móttöku skemmtiferðaskipa. Núna, rétt tæpu ári síðar, hafa upplýsingar viðtalanna allra verið teknar saman og birtar í skýrslu.
Skýrsluna má nálgast á vef Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála.

http://www.rmf.is/static/research/files/mottaka-skemmtiferdaskipa-rmf-2017-03pdf

Nú þegar hefur 41 koma skemmtiferðaskipa verið staðfest 2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 556. fundur - 15.05.2018

Lögð fram til kynningar skrá yfir komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar árið 2018. Alls eru 42 komur áætlaðar í sumar. Nú þegar hafa 20 komur verið bókaðar sumarið 2019.

Hægt er að sjá yfirlit yfir komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar á vefslóðinni:

https://www.fjallabyggd.is/port

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 44. fundur - 27.06.2018

Undir þessum lið sat Aníta Elefsen safnstjóri Síldarminjasafns Íslands en hún er tengiliður Fjallabyggðar við Cruise Iceland og Cruise Europe.

Aníta kynnti fundarmönnum áætlun yfir komur skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar árið 2018 og hvernig móttöku þeirra er háttað.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 99. fundur - 22.08.2018

Lagðar fram tekjutölur vegna komu skemmtiferðaskipa fyrir árið 2017 og 2018.

Hafnarstjórn bendir á að auka þurfi sýnileika og kynningu á Fjallabyggðahöfnum á heimasíðu Fjallabyggðar.