Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. nóvember 2017
Málsnúmer 1711013F
Vakta málsnúmer
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. nóvember 2017
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva sat undir þessum lið.
Fjárhagsáætlun fyrir æskulýðs- og íþróttamál lögð fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin leggur til að í framtíðinni verði íþróttamanni Fjallabyggðar veitt viðurkenning í formi árskorts í líkamsræktarstöðvum Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
Afgreiðsla 46. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 46. fundur - 20. nóvember 2017
Farið yfir styrkumsóknir sem flokkaðar eru sem frístundamál. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin óskar eftir að Kristján Hauksson mæti á desemberfund nefndarinnar með frekari útfærslu á hugmynd um minigolfvöll í Ólafsfirði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 46. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.