Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017

Málsnúmer 1711022F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 152. fundur - 29.11.2017

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Golfklúbbur Fjallabyggðar
    Golfklúbburinn óskaði eftir endurnýjun á rekstrar- og framkvæmdarstyrk.
    Bæjarráð samþykkir að endurnýja rekstrarsamning við golfklúbbinn að upphæð 2.800.000 og að gerður verði framkvæmdarstyrkur til fjögurra ára að upphæð 4.000.000 kr. ár hvert.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2018 og 2019-2021.
    Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti tillöguna fyrir bæjarráði.
    Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2018 og 2019-2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • .3 1710094 Gjaldskrár 2018
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2018
    Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:
    Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%
    Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
    Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
    Sorphirðugjöld hækki í 42.000 kr. úr 41.000 kr.
    Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verði óbreytt 0,36%.
    Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda verði óbreytt 0,35%
    Að gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2018 taki mið af breytingum á vísitölu frá 1. janúar 2016, að undanskildum skólamáltíðum í Grunnskóla Fjallabyggðar sem haldast óbreyttar, gjaldskrá hafnarsjóðs og gjaldskrá Tjarnarborgar.

    Bæjarráð samþykkir að leggja á gatnagerðargjald samkvæmt b lið 4. greinar, í samþykkt um gatnagerðargjald og sölu byggingarréttar í Fjallabyggð, þegar úthlutað er lóðum á deiliskipulögðum svæðum. Það þýðir að greitt verður gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til en ekki í samræmi við fermetrafjölda þeirra bygginga sem heimilt er að reisa á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Bæjarráð samþykkir að senda inn umsókn til Samgöngustofu þess efnis að Siglufjarðarflugvöllur verði skráður sem lendingarstaður. Framtakið mun styðja við framfarir í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en jafnframt er flugbrautin mikilvægt öryggismannvirki fyrir íbúa Fjallabyggðar. Með breyttri skráningu yrði hlutverk sveitarfélagsins fyrst og fremst upplýsingjagjöf um ástand lendingarbratuar til flugmanna sem lenda þar á eigin ábyrgð. Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Tekin fyrir niðurstaða verðkönnunar vegna niðurrifs á húsi við Hverfisgötu 17 Siglufirði.

    Eftirfarandi tilboð bárust:

    Bás ehf. 2.320.000 kr. m. vsk.
    Sölvi Sölvason ehf. 2.150.000 kr. m. vsk.

    Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði í framkvæmdina.

    Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 30.desember nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Ábending barst til skipulags- og umhverfisnefndar frá Þórarni Hannessyni um að strætóskýli við Snorragötu á Siglufirði rúmi ekki þann fjölda sem nemenda sem bíður eftir skólabílnum.
    Nefndin vísaði erindinu til bæjarráðs.
    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Samkvæmt niðurstöðum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins varðandi úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagsins fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 koma 300 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði.

    Engum byggðakvóta er úthlutað til ráðstöfunar á Siglufirði. Bæjarráð felur staðgengli bæjarstjóra að óska eftir rökstuðningi frá ráðuneytinu.

    Frestur til að óska eftir því við ráðuneytið að sett séu sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins er til 20. desember 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Lagt fram til kynningar erindi Sjálfsbjargar landsambands hreyfihamlaðra til forstöðumanns Íþróttamiðstöðvanna vegna aðengisverkefnis á vegum félagsins þar sem gerðar voru notendaúttektir á sundlaugum á svæðum aðildafélaganna, m.t.t. aðgengis hreyfihamlaðra. Gerð var úttekt á sundlauginni í Ólafsfirði. Gerðar eru nokkrar athugasemdir við aðstöðuna í sundlauginni en jafnframt tekið fram að margt jákvætt sé að finna varðandi aðgengi í sundlauginni. Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Lagt fram þakkarbréf frá Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri þar sem Fjallabyggð er þakkað fyrir veittan stuðning við ráðstefnuna Einn blár strengur sem fór fram í vor. Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Tekin fyrir styrkumsókn frá Snorrasjóði þar sem óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið 2018. Árið 2018 mun tuttugasti hópur ungmenna af íslenskum ættum á aldrinum 18-28 ára koma til Íslands frá Kanada og Bandaríkjunum til að kynnast rótum sínum. Markmið þess er að styrkja tengsl afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku við Ísland og hvetja unga Vestur-Íslendinga til að varðveita og rækta íslenskan menningar- og þjóðararf sinn.
    Bæjarráð hafnar styrkbeiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Tekin fyrir beiðni um fjárstuðning við forvarnastarf Saman-hópsins á árinu 2018.
    Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 25.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Aflinu, samtökum gegn kynferðis og heimilisofbeldi, vegna reksturs á árinu 2018.
    Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 25.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 22.11.2017, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Láru Stefánsdóttur, kt. 090357-5579, Mararbyggð 49, 625 Ólafsfirði sem sækir um sem ábyrgðarmaður fyrir Dagný Ásgeirsdóttur, kt. 091000-3420, Aðalgötu 8 621 Dalvík, um tímabundið tækifærisleyfi til skemmtanahalds, tilefnið er Ball, föstudaginn 1. desember nk. frá 22:00 til laugardagsins 2. desember nk. til 02:00 í Menntaskólanum á Tröllaskaga.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.


    Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27. nóvember 2017 Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 2. og 3. fundi stjórnar Hornbrekku, 46. og 47. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 2. fundi öldungaráðs, 92. fundi hafnarstjórnar og 38. fundi markaðs- og menningarnefndar, 107. fundi félagsmálanefndar, 219. fundi skipulags- og umhverfisnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 532. fundar bæjarráðs staðfest á 152. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.