Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

38. fundur 23. nóvember 2017 kl. 17:30 - 19:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, S lista
  • Hilmar Þór Elefsen varamaður, S lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Ásgeir Logi Ásgeirsson boðaði forföll og varamaður hans einnig.
Guðrún Linda Rafnsdóttir boðaði forföll og Hilmar Þór Elefsen mætti í hennar stað.
Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi mætti ekki og ekki varamaður hennar.

1.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1711029Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir markaðs- og menningarmál lögð fram. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar hennar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Styrkumsóknir 2018 - Menningarmál

Málsnúmer 1709029Vakta málsnúmer

Farið yfir styrkumsóknir sem flokkaðar eru sem menningarmál. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Tjarnarborg - einföldun gjaldskrár

Málsnúmer 1711069Vakta málsnúmer

Tjarnarborg- einföldun gjaldskrár. Markaðs- og menningarnefnd leggur til breytingu á gjaldskrá Tjarnarborgar til einföldunnar. Breytingin felst í því að leiga sé föst tala óháð vikudegi eða tíma dags. Breytingin tæki gildi 1.janúar 2018.

Fundi slitið - kl. 19:30.