Lagt fram bréf bæjarstjóra er varðar forsendur fyrir áætlunargerð fyrir árið 2012.
Neðanritað var bókað til skoðunar fyrir næsta fund.
Siglufjarðarhöfn.
1. Frágangi við flotbryggju á Siglufirði verði lokið á árinu 2013.
2. Sett verði upp læst hlið inn á flotbryggjuna.
3. Umhverfið við innri höfnina verði lagfært.
4. Athuga þarf með lýsingu á höfnum Fjallabyggðar.
5. Tekið verði frá fjármagn til endurbyggingar á Hafnarbryggju.
Ólafsfjarðarhöfn.
1. Tillaga um flotbryggjuna frá áætlun 2012 verði kostnaðarmetin fyrir næsta fund.
2. Lagfæra þarf þekju í Vesturhöfn - hún verði kostnaðarmetin fyrir næsta fund.
3. Umhverfi Ólafsfjarðarhafnar verði lagfært.
Lögð fram tillaga frá Steingrími Óla Hákonarsyni.
Meirihluti hafnarstjórnar leggur áherslu á neðanritað eftir umræður um framkomna tillögu.
1. Lögð er áhersla á að Siglufjarðarhöfn verði aðalhöfn Fjallabyggðar.
2. Ólafsfjarðarhöfn verði viðhaldið sem leguhöfn og smábátahöfn.
3. Hafnarbryggja á Siglufirði verði lagfærð í tveimur áföngum.
4. Núverandi hafnarsvæði í Ólafsfirði og á Siglufirði verði tekið til endurskoðunar og skipulagningar m.t.t. framkominna hugmynda.
5. Hafnarstjórn leggur áherslu á að styrkja ímynd Fjallabyggðar sem útgerðarbæjar.
Gunnar Reynir Kristinsson telur sig ekki geta samþykkt ofanritaðar áherslur meirihluta hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkir framkomnar tillögur í rekstri en mun skoða fjárfestingarliði til næsta fundar.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.