Bæjarstjórn Fjallabyggðar

83. fundur 14. nóvember 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Guðrún Unnsteinsdóttir varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012

Málsnúmer 1210009FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012
    Lögð fram spá Sambands íslenskra sveitarfélaga á staðgreiðslu sveitarfélaga.  Þar kemur fram að áætluð staðgreiðsla fyrir Fjallabyggð er 878 milljónir fyrir árið 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012
    Farið var yfir forsendur að fjárhagsáætlun og þær samþykktar.
    Fjárhagsramma og forsendum svo samþykktum vísað til umfjöllunar í fagnefndum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012
    Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa erindis og felur bæjarstjóra að kanna ástæðu þess að ekki hefur náðst samningsniðurstaða mili Fjölíss og  Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012
    Kjörskrárstofnar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu lagðir fram.
    Eftir breytingar sem gerðar hafa verið eru á kjörskrá í Fjallabyggð 1602, 820 karlar og 782 konur.
    Skipting í kjördeildir í sveitarfélaginu Fjallabyggð sem hér segir:
    Í kjördeild I í Ráðhúsi Siglufjarðar, 2. hæð kjósa íbúar Siglufjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10:00.
    Í kjördeild II að Ægisgötu 13 í Ólafsfirði (húsi Menntaskólans) kjósa íbúar Ólafsfjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10:00.
    Kjörfundi má slíta átta klukkustundum eftir að hann hefst, hafi hálf klukkustund liðið frá því að kjósandi gaf sig síðast fram.
    Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita framlagðar kjörskrár.
    Jafnframt var tilkynnt breyting í undirkjörstjórn Ólafsfirði.
    Í stað Rutar Gylfadóttur kemur Eydís Ósk Víðisdóttir inn sem varamaður.
    Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012
    Lagt fram launayfirlit fyrir janúar til september 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012
    Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um þing SSNV þar sem kynnt var skýrsla um starfsemi byggðasamlags um málefna fatlaðra og lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012
    Lögð fram skýrsla Byggðastofnunar, sjá tengil:
    http://www.byggdastofnun.is/static/files/Skyrslur/Samfelag/Samfelag_atvinnulif_og_ibuathroun_skyrslan_i_heild.pdf
    Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012
    Vaxtarsamningur Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar og þróunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012
    Í tilkynningu Flokkunar ehf. frá 5. október 2012, kemur fram að upphæð þjónustugjalds fyrir árið 2013 hækki í 415 kr á íbúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012
    Erindi lagt fram til kynningar
    Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012
    Lagt fram til kynningar.  Erindið fær umfjöllun í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 274. fundur - 18. október 2012
    Fundargerð 232. fundar frá 11. september 2012 lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 274. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012

Málsnúmer 1210011FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012

    Borist hefur bréf frá SÁÁ þar sem óskað er eftir stuðningi við átakið “Betra líf! - mannúð og réttlæti”.
    Eftirfarandi bókun var samþykkt með tveimur atkvæðum.
    "Bæjarráð Fjallabyggðar virðir og þakkar störf og ábendingar SÁÁ um aukið fjármagn til sveitarfélaga til að sinna málaflokknum, en getur ekki fellt sig við hugmyndir samtakanna um að binda hendur stjórnvalda, til ráðstöfunar á skattfé, með þeim hætti sem tillögur SÁÁ gera ráð fyrir."
    Sólrún Júlíusdóttir óskar að bókað sé eftirfarandi:

    "Undirrituð styður hugmynd samtakanna um að ráðstafað verði 10% af áfengisgjaldi, sem annars myndi renna til ríkisins, í þágu einstaklinga sem til sveitarfélagsins myndu leita vegna áfengis- og fíkniefnavanda".

    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012
    Lagt fram bréf bæjarstjóra til forstöðumanna er varðar forsendur bæjarráðs og uppsetningu á fjárhagsramma fyrir árið 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012
    Lögð fram tvö tilboð í Ólafsveg 28, íbúð 104 Ólafsfirði. Annað er frá Guðrúnu Hlíf Lúðvíksdóttur og hitt er frá Sigrúnu Önnu Missen.
    Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Sigrúnar Önnu Missen.
    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012

    Borist hefur tilboð frá Rósu Jónsdóttur í allt hlutafé í Finninum ehf. kt. 690793 -2459, auk handbærs fjár sem eftir stendur í félaginu við kaupin.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa á þeim forsendum sem ræddar voru í bæjarráði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012

    Bolli og beddi ehf. hefur fallið frá því að gera samning við Fjallabyggð um “bókakaffi” að Strandgötu í Ólafsfirði.
    Jafnframt lýsir fyrirtækið áhuga á því að klára viðræður um rekstur upplýsingamiðstöðvar.      

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna um rekstur upplýsingamiðstöðvar við Bolla og bedda ehf.

    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012

    Bæjarráð samþykkir aðgangsheimildir fyrir skrifstofu - og fjármálastjóra að innlánsreikningum Fjallabyggðar í Arionbanka í Ólafsfirði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012

    Samkvæmt framlögðum drögum að skýrslu frá Siglingastofnun er áætlaður viðgerðarkostnaður Hafnarbryggju talinn vera frá 100 milljónum króna til 500 milljóna króna. Kostnaðurinn veltur á varanleika viðgerðarinnar.

    Yfirstjórn bæjarfélagsins hefur rætt málið við þingmenn sem og Fjárlaganefnd Alþingis.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með stjórnvöldum og Siglingastofnun um málið. Brýnt er að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst.

    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012
    Lagðar fram ályktanir frá aðalfundi Eyþings sem haldinn var á Dalvík 5. og 6. október.
    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012
    Lagðar fram upplýsingar um heildarkostnað við byggingarframkvæmdir við grunnskólann í Ólafsfirði.
    Heildarkostnaður við byggingu skólans og breytingar á eldra húsnæði er um 260 m.kr. en upphafleg áætlun um framkvæmdir við skólann miðuðust við um 200 m.kr.
    Ljóst er að framkvæmdir við eldra húsnæði skólans voru mun umfangsmeiri en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árin 2011 - 2014, sjá minnisblað frá 25.06.2012, er búið að leiðrétta fjárhagsáætlun og byggingaráform í takt við tilboð sem gerð voru í 1., 2. og 3 verkhluta grunnskólans í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012
    Lagðar fram leiðbeinandi reglur um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og er vísað í lög nr. 59/1992.
    Bæjarráð vísar reglunum til félagsmálanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012
    Lagðir fram minnispunktar frá 25. september er varðar mál sem varðar hagsmuni sveitarfélaga og er hvatt til þess að fulltrúar sveitarfélaga kynni sér fram komna minnispunkta.
    Eftirtalin mál koma þar fram:
    1. Skilyrt fjárhagsaðstoð.
    2. Lengd tímabils atvinnuleysisbóta.
    3. Málefni eldra fólks.
    4. Innleiðing húsnæðisbótakerfis.
    5. Talþjálfun grunnskólabarna.
    6. Ósk um afnám laga um húsmæðraorlof.
    7. Varasjóður húsnæðismála.
    8. Önnur mál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 275. fundur - 23. október 2012
    Fundargerð frá 9. október 2012, lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 275. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 276. fundur - 6. nóvember 2012

Málsnúmer 1210024FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 276. fundur - 6. nóvember 2012
    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úthlutað Fjallabyggð byggðakvóta fiskveiðiárið 2012/2013. Í bréfi ráðuneytisins dags. 19.10.2012 kemur fram að Siglufirði er úthlutað 210 þorskígildistonnum en Ólafsfirði 205 tonnum.
    Athygli er vakin á breytingum á nokkrum greinum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga.
    Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skulu tillögur þar að lútandi hafa borist ráðuneytinu eigi síðar en 9. nóvember 2012.

    Bæjarráð samþykkir að taka til umfjöllunar á næsta fundi þann 8. nóvember, hvort óskað verði eftir sérstökum úthlutunarskilyrðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 276. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 276. fundur - 6. nóvember 2012
    Í erindi, búfjáreftirlitsmanns sveitarfélagsins til bæjarráðs dagsett 28. október 2012, er fjallað um staðsetningu fjárrétta í Ólafsfirði.
    Lagt er til að fjárréttin að Reykjum verði notuð sem aðalrétt, með tveimur aukaréttum, önnur yrði staðsett vestan megin í landi Garðs eða Ósbrekku og hin að austanverðu í landi Hólkots.
    Bæjarráð samþykkir tillögu búfjáreftirlitsmanns.
    Bókun fundar Afgreiðsla 276. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 276. fundur - 6. nóvember 2012
    Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 26. október 2012, er þess farið á leit við sveitarfélagið að það veiti skriflega umsögn um umsókn Síldarleitarinnar sf . kt. 51211-0590 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í íbúðum án veitinga í gististaðnum Black Death Menningarhús, að Tjarnagötu 16 Siglufirði.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 276. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 276. fundur - 6. nóvember 2012
    Farið yfir tillögur að fjárhagsáæltun eftir umfjöllun og niðurstöðu fagnefnda.
    Lokatillaga til fyrri umræðu verður tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 8. nóvember n.k.
    Bókun fundar Afgreiðsla 276. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 276. fundur - 6. nóvember 2012
    Samkvæmt upplýsingum fasteignasölunnar Hvamms, hefur tilboð í  íbúð 203 að Ólafsvegi 28, Ólafsfirði, verið dregið til baka.
    Bókun fundar Afgreiðsla 276. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 276. fundur - 6. nóvember 2012
    Tekið fyrir erindi Sjóvár um framlengingu á samningi um vátryggingar sveitarfélagins.
    Samkv. 4. grein samnings milli Fjallabyggðar og Sjóvár um vátryggingaviðskipti, sem undirritaður var 14. október 2009, er kveðið á um möguleika á að framlengja samningi til eins árs, tvisvar sinnum. Bæjarráð samþykkir að samningur verði framlengdur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 276. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 276. fundur - 6. nóvember 2012
    Lagt fram til kynningar umsagnarerindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka), 55. mál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 276. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 276. fundur - 6. nóvember 2012
    Fundargerðir 233. 234. og 235. fundar lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 276. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 8. nóvember 2012

Málsnúmer 1211003FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 8. nóvember 2012
    Bæjarstjóra er falið að rita ráðuneytinu bréf með rökstuðningi þar sem lögð er áhersla á að veiðireynsla í Fjallabyggð sé óháð hvar landað er, innan marka sveitarfélagsins.
    Bæjarstjórn mun staðfesta tillögu bæjarráðs á fundi þann 14.12.2012 um að óska eftir breytingu á 4.gr. og 6.gr. reglugerðar, sjá reglugerð frá 13. júlí 2012 nr. 629 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013.
    Verði orðalagi breytt þannig að í stað orðsins byggðarlags í 1. mgr. 4 gr. komi orðið sveitarfélags sem og í 3.mgr. 4.gr. og í 1. mgr. 6. gr. komi orðið sveitarfélagsins í stað byggðarlags.
    Til viðbótar 4 gr. komi eftirfarandi:
    Hámarksúthlutun byggðakvóta á skip vegna fiskveiðiársins 2012-2013 í Fjallabyggð skal vera eftirfarandi:
    Siglufjörður 50 tonn
    Ólafsfjörður 50 tonn

    Ofanritað samþykkt samhljóða í bæjarráði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 8. nóvember 2012
    Bæjarráð samþykkir að óskað verði eftir frekari fresti til að skila Eftirlitsnefnd sveitarfélaga upplýsingum um hvernig bæjarstjórn hyggst ná viðmiðun 1. töluliðar 2.mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
    Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 8. nóvember 2012
    Eftirfarandi tillaga vegna fjárhagsáætlunar 2013 var samþykkt með 2 atkvæðum. 

    - Gjaldskrá Leiskóla Fjallabyggðar hækki um 2% frá 01.01.2013. 
    - Heildarframlag til frístundakorta hækki um 475 þús. 
    - Snjóaeftirlit á skíðasvæði á Siglufirði verði greitt af Fjallabyggð. 
    - Heildarkostnaður við skíðasvæði í Ólafsfirði 2013 verði 8.5 milljónir. 
    - Skólahús við Hlíðarveg á Siglufirði verði sett í sölumeðferð. Afhending húsnæðisins verði miðuð við 1. ágúst 2013. 
    - Ekki verður tekinn ákvörðun um ráðstöfun framkvæmdafjár hafnarinnar fyrr en nauðsynlegar upplýsingar, s.s. um Hafnarbryggju, liggja fyrir. 
    - Ráðinn verði ráðgjafi til þess að gera stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Niðurstöður og tillögur úr þeirri úttekt liggi fyrir 1. maí 2013. 
    - Málefni Upplýsingamiðstöðva færast undir menningarnefnd. Á Siglufirði verður hún starfrækt í bókasafni og starfsmenn bókasafns og héraðsskjalasafns sinna starfi upplýsingafulltrúa. Stefnt er að því að gera þjónustusamning við verktaka um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði.

    Egill Rögnvaldsson sat hjá þar sem hann er ósáttur við aðferðarfræðina við framkomna tillögu og ekki sáttur við forgangsröðun í framkvæmdum fjárhagsáætlunar.
    Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 277. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.<BR>Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir sátu hjá.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 8. nóvember 2012
    Fundargerð 800. fundar frá 26. október 2012 lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 11. fundur - 22. júní 2012

Málsnúmer 1210020FVakta málsnúmer

  • 5.1 1206090 Undirbúningur vegna forsetakosninga
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 11. fundur - 22. júní 2012
    1.   Auglýsing kjördeilda og opnunartími.
    Auglýsing birt í Tunnunni 20. júní.  Ekki fékkst leyfi Innanríkisráðuneytis til að auglýsa lokun kjördeilda fyrr en kl. 22:00, nema enginn komi í hálftíma samfleitt.
    2.  Lög um kjör forseta, kosningahandbækur.
    Hver kjörstjórn fær eina handbók, kemur með kjörgögnum.
    3.   Kjörskrá.
    Hefur legið frammi á bæjarskrifstofunum.  Framlagning var auglýst í Tunnunni 20. júní sl.
    4.   Kjörgögn.
    Verða send undirkjörstjórnum í innsigluðum pökkum beint frá yfirkjörstjórn á Akureyri.
    5.   Kosning á kjördag.
    Allt er til reiðu, s.s. kjörkassar og kjörklefar.  Næg bílastæði á báðum stöðum.  Ljóst er að ekki mega aðrir aðstoða kjósendur en fulltrúar kjörstjórna og þá aðeins að þeir séu beðnir um aðstoð.
    6.   Vinna á kjördag.
    Með hefðbundnum hætti.  Skipt verður um kassa um fjögurleytið.  Lögregla safnar kjörkössum um kvöldið.  Formaður yfirkjörstjórnar verður ekki í bænum e.h. á kjördag, en verður í símasambandi allan daginn.  Auk þess hægt að ná í aðra í yfirkjörstjórn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 12. fundur - 3. júlí 2012

Málsnúmer 1210021FVakta málsnúmer

  • 6.1 1206090 Undirbúningur vegna forsetakosninga
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 12. fundur - 3. júlí 2012
    1.   Má skerpa á auglýsingu um framlagningu kjörskrár, svo nýlega fluttir athugi stöðu sína.
    2.   Hafa í huga að athugað sé með fundargerðarbækur undirkjörstjórna tímanlega.  Einnig athuga áritun og gegnumdrag í fundagerðarbók yfirkjörstjórnar.
    3.   Framkvæmd á kjördag gekk vel, skerpa má á framkvæmd við flutning manna milli kjördeilda.
    4.   Opnun á báðum kjörstöðum var til kl. 22:00.  Ekki fékkst leyfi Innanríkisráðuneytis til að auglýsa lokun fyrr, þrátt fyrir að það hafi verið gert á öðrum stöðum á landsvísu.
    5.   Kjörkassar eru komnir til baka, á eftir að yfirfara gögn.  Spurning hvort á að breyta geymslustað kjörkassa, hafa verið í geymslu hjá lögreglu, en hún ekki alltaf á staðnum.
    Athuga hvort rétt sé að geyma kassana á bæjarskrifstofunni á Siglufirði.

    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 13. fundur - 19. október 2012

Málsnúmer 1210022FVakta málsnúmer

  • 7.1 1210078 Undirbúningur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 13. fundur - 19. október 2012
    Tilefni fundarins er undirbúningur fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, sem fram fer 20. október 2012.
    Sérstaklega verður fjallað um ný lög um  aðstöðumun fatlaðra.  Lögin kynnt og eyðublöð vegna þeirra.  Einnig listi yfir réttindagæslumenn fatlaðs fólks.  Framkvæmd á kjördag rædd, m.a. flutning kjósenda milli kjördeilda o.fl.
    Kosið verður í Ráðhúsi Siglufjarðar í kjördeild I og að Ægisgötu 13 Ólafsfirði (húsi Menntaskólans á Tröllaskaga) í kjördeild II.
    Kjörfundur hefst kl. 10.00 á báðum stöðum.  Kjördeildir og opnunartímar voru auglýst í Tunnunni og á auglýsingatöflum í verslunum í Ólafsfirði og á Siglufirði.
    Kjörfundi má slíta átta klukkustundum eftir að hann hefst, hafi hálf klukkustund liðið frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, þó aldrei síðar en kl. 22:00.
    Yfirkjörstjórn verður ekki með ákveðið aðsetur á kjördag, en unnt verður að ná í alla aðila á kjördag og funda ef þarf.
    Allt er til reiðu fyrir kosningar, kjörgögn komin og skipulag á kjördag liggur fyrir.
    Atkvæðum verður safnað af lögreglu með hefðbundnum hætti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 20. fundur - 17. október 2012

Málsnúmer 1210014FVakta málsnúmer

  • 8.1 1210078 Undirbúningur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 20. fundur - 17. október 2012
    Rætt um hina nýju tilhögun við dyravörslu.  Dyraverðir verða tveir, það er í anddyri og við inngöngudyr, eins og í fyrri kosningum á þessu ári.  Félag eldri borgara hefur tekið að sér dyravörsluna og sér um að skipuleggja hana í samráði við formann kjörstjórnar.

    Hugmynd að vaktatöflu lögð fram og rædd.
    Almennar umræður um reynslu fyrri kosninga.

    Næsti fundur verður haldinn föstudaginn 19. október nk. kl. 17.00 á sama stað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 21. fundur - 19. október 2012

Málsnúmer 1210015FVakta málsnúmer

  • 9.1 1210078 Undirbúningur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 21. fundur - 19. október 2012
    Farið yfir helstu atriði kosningar, sérstaklega breyttar reglur um aðstoðarmenn í kjörklefa.
    Kjörklefar skoðaðir og raðað upp í kjörstofu.  Í hús eru komin öll gögn vegna kosningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

10.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 11. fundur - 17. október 2012

Málsnúmer 1210012FVakta málsnúmer

  • 10.1 1210075 Undirbúningur vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 11. fundur - 17. október 2012
    1.  Stjórnarmenn höfðu fengið vinnuplan sent og samþykkt það.
    2.  Formaður fór yfir væntanlegan kjördag og kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar á lögum um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna (veitt aðstoð).
    3.  Formaður tilkynnti að Guðrún Þorvaldsdóttir hefði verið kölluð inn samk. 17. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24. 16. maí 2000 í stað Signýjar Hreiðarsdóttur.
    4.  Á bæjarráðsfundi á morgun (18.10) verður kynnt breyting á undirkjörstjórn þar sem Eydís Ósk Víðisdóttir kemur inn sem varamaður í stað Ruthar Gylfadóttur.
    5.  Kjörstaður verður að Ægisgötu 13 (Menntaskólanum á Tröllaskaga) og hefst kl. 10.00, nefndarmenn mæti kl. 8.30.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

11.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 12. fundur - 19. október 2012

Málsnúmer 1210013FVakta málsnúmer

  • 11.1 1210075 Undirbúningur vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 12. fundur - 19. október 2012
    1.  Lagðar fram þrjár kjörskrár undirritaðar af bæjarstjóra.
    2.  Formaður fór yfir breytingar á lögum um kosningar til Alþingis og lögum um sveitarstjórnarkosningar (aðstoð við kosningu), lög nr. 111, 16.10.2012.
    3.  Kjörstaður undirbúinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

12.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 16. október 2012

Málsnúmer 1210002FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 12.1 1210010 Rekstraryfirlit 31. ágúst 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 16. október 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar menningarnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 12.2 1209099 Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 16. október 2012



    Menningarnefnd fór yfir fjárhagsáætlun 2013 og forgangsröðun verkefna í Tjarnarborg fyrir árin 2013-2016.
    Nefndin leggur til 4% hækkun á gjaldskrá Tjarnarborgar frá og með 1. janúar 2013.



    Gjaldskrá Tjarnarborgar 1. janúar 2013:



    Dansleikur                                  65.000


    Tónleikar og dansleikur              86.500


    Fermingarveisla báðir salir        32.500


    Neðri salur                                  21.500


    Efri salur                                     11.000


    Tónleikar (skólarnir) 2 klst.        13.000


    Fundur efri salur                           6.000


    Fundur neðri salur                       13.000



    Menningarnefnd mun fara yfir fjárhagsáætlun Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar auk menningarstyrki á næsta fundi sem verður 23. október n.k.          


    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Afgreiðsla 57. fundar menningarnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>

13.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 23. október 2012

Málsnúmer 1210003FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 13.1 1209099 Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 23. október 2012
    Rósa Bjarnadóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar sat undir þessum lið frá kl. 17.00-17.50. Farið yfir fjárhagsáætlun bóka- og héraðsskjalasafns.
    Menningarnefnd leggur til að árgjald fullorðinna 18-66 ára verði kr. 2000 og skammtímakort sem gildir í einn mánuð kr. 1000 sem tekur gildi 1. janúar 2013.
     
    Menningarnefnd telur að framtíðarstaður fyrir upplýsingamiðstöðina á Siglufirði verði í bókasafninu og beinir því til bæjarráðs að gera ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunarinnar.
     
    Eftir yfirferð menningarnefndar við fjárhagsáætlunargerð og að beiðni bæjarráðs hefur menningarnefnd hagrætt í málaflokknum er varðar menningarstyrki sem nemur 2 milljónum króna. 
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar menningarnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

14.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 17. október 2012

Málsnúmer 1210008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 17. október 2012
    Íbúar við Þormóðsgötu og Hvanneyrarbraut á Siglufirði senda inn erindi er varðar áhyggjur þeirra af hraðakstri sem á sér stað á Þormóðsgötu. Segja þeir að ekki sé einungis um hefðbundna umferð íbúa að ræða, heldur einnig umferð stærri og þyngri ökutækja sem aki þá oft hraðar en eðlilegt getur talist. Þá sé gatan vinsæl hjá ökumönnum mótorhjóla og ungum ökumönnum sem gaman hafa af hraðakstri. Vegna þess að mikið er um börn að leik og fótgangandi umferð á sumrin sé eðlilegt að gerðar verði ráðstafanir áður en slys eiga sér stað. Vilja þau þess vegna að gripið verði til aðgerða til þess að draga úr slysahættu og umferðarhraða, meðal annars með uppsetningu hraðahindrana.
     
    Nefndin þakkar ábendinguna og bendir á að málið verður skoðað í vinnslu umferðaröryggisáætlunar Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 17. október 2012
    Þórir Kr. Þórisson fyrir hönd 580 slf. sækir um leyfi til þess að setja upp skilti á ljósastaura á gatnamótum Lindargötu og Hverfisgötu og í beygjunni þar sem Hverfisgata og Hávegur mætast, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 17. október 2012
    Magnús Tómasson fyrir hönd Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Björgunarsveitarinnar Stráka óskar eftir leyfi til þess að fjarlægja slysavarnarskýlið sem stendur innan við Mánárskriður. Með betri samgöngum og aukinni útbreiðslu símasambands hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg á undanförnum árum verið að fækka þessum skýlum.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 17. október 2012
    Bjarmi Sigurgarðarsson fyrir hönd Vélfags ehf. sækir um að stækka iðnaðarlóðina við Múlaveg 18 í Ólafsfirði til norðurs, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
    Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er svæðið sem fyrirhuguð stækkun lóðarinnar er áætluð á, skilgreint sem íbúðarsvæði. Því er ljóst að breyta þarf aðalskipulaginu svo hægt sé að heimila stækkun lóðarinnar.
     
    Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að breyta aðalskipulagi í samræmi við fyrrnefnda umsókn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 17. október 2012
    Marteinn Haraldsson sækir um lóð undir bátaskýli við Innri höfnina á Siglufirði.
     
    Nefndin samþykkir að úthluta honum lóð að Vesturtanga 7.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 145. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Ólafur H. Marteinsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV>
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 17. október 2012
    Valtýr Sigurðsson fyrir hönd húsfélagsins að Norðurgötu 4b Siglufirði sækir um leyfi til að klæða húsið, samkvæmt meðfylgjandi umsókn.
     
    Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að fullnægjandi gögnum verði skilað inn til tæknideildar Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 17. október 2012
    Börkur Þór Ottósson sækir um, fyrir hönd lóðarhafa Bylgjubyggðar 22 Ólafsfirði, leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið.
    Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda Bylgjubyggðar 20 og Ægisbyggðar 1.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 17. október 2012
    Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 og umhverfisskýrslu. Umsagnir þurfa að hafa borist Skipulagsstofnun eigi síðar en 20. nóvember 2012.
     
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 17. október 2012
    Lögð fram til kynningar sala á jörðinni Kvíabekk í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 145. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

15.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 1. nóvember 2012

Málsnúmer 1210026FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 1. nóvember 2012
    Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2012 verður haldin í Miklagarði, menningarhúsi Skagfirðinga þann 9 nóvember.
     
    Nefndin leggur til að umhverfisfulltrúi og formaður Skipulags og umhverfisnefndar sæki fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 1. nóvember 2012
    Guðmundur Garðarson kom fyrir nefndina og ræddi fjárréttarmál í Ólafsfirði fyrir hönd Hobbýfjárbænda. Einnig mætti til fundarins Ingi Vignir Gunnlaugsson fjallskilastjóri.
    Farið var yfir hvernig fjárréttir gengu nú í ár með tilkomu bráðabirgðarréttar í Ósbrekku. Í framhaldi af því óskar Guðmundur eftir að gefið verði leyfi til þess að halda þessari staðsetningu fyrir aukarétt áfram.
     
    Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 1. nóvember 2012
    Lagður fram nýr lóðarleigusamningur fyrir Hafnargötu 4 á Siglufirði.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 1. nóvember 2012
    Lagður fram nýr lóðarleigusamningur fyrir Hólaveg 16 á Siglufirði.
    Erindi frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 1. nóvember 2012
    Símon Helgason óskar eftir að fá leyfi til þess að halda fé í hesthúsi sínu að Fákafeni 11. Um er að ræða þrjár kindur sem yrðu í hlöðu hússins.
     
    Nefndin samþykkir leyfi til 10.06.2013.
    Sigurður Hlöðverson bókar andstöðu sína við afgreiðslu nefndarinnar á grundvelli þess að málið stangist á við deiliskipulag svæðisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 1. nóvember 2012
    Erindi hefur borist frá Veraldarvinum þar sem þeir óska eftir samstarfi við Fjallabyggð. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Bjóðast þeir til þess að senda hópa til Fjallabyggðar á árinu 2013.
     
    Umhverfisfulltrúa er falið að kanna grundvöll fyrir samstarfi við Veraldarvini.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 1. nóvember 2012
    Lagðar fram teikningar af breytingum á Lindargötu 9, Siglufirði.
     
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 1. nóvember 2012
    Lagður fram uppdráttur með breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingin felur í sér stækkun á athafnasvæði lóðar við Múlaveg 18 samkvæmt fundarbókun 145. fundar hjá Skipulags og umhverfisnefnd.
     
    Skipulags og umhverfisnefnd samþykkir breytinguna og mælir með að bæjarstjórn samþykki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 1. nóvember 2012
    Lögð fram drög að starfsáætlunum vegna fjárhagsáætlunar 2013 fyrir skipulags, umhverfis og hreinlætismál.
     
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 146. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

16.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 18. október 2012

Málsnúmer 1210004FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 16.1 1210045 Endurskoðun viðmiðunarreglna vegna leik- og grunnskólabarna
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 18. október 2012
    Viðmiðunarreglur vegna leikskólabarna sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags hafa verið endurskoðaðar og tóku gildi nú í haust. Til samræmis við þær breytingar munu nýjar reglur og gjaldskrá vegna grunnskólabarna taka gildi 1. janúar 2013. Megin breytingin er sú, að tekið verður mið af heildarrekstrarkostnaði við hvert barn í leik- og grunnskóla. Um umtalsverðar kostnaðarhækkanir er að ræða fyrir sveitarfélög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar fræðslunefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 16.2 1210046 Umsóknir um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 18. október 2012
    Fyrir liggja tvær umsóknir um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags í tvo mánuði eða til áramóta. Fræðslunefnd samþykkir umsóknirnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar fræðslunefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 16.3 1210010 Rekstraryfirlit 31. ágúst 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 18. október 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar fræðslunefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 16.4 1209099 Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 18. október 2012
    Undir þessum lið sátu Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar og Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri.
     
    Farið yfir fjárhagsáætlun Tónskóla Fjallabyggðar fyrir árið 2013. Gjaldskrá tónskólans hækkaði nú í haust um 9% í samræmi við fjárhagasáætlun 2012, þar sem tónskólinn er fluttur í nýtt og glæsilegt húsnæði. Fræðslunefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar fræðslunefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

17.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 25. október 2012

Málsnúmer 1210005FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 17.1 1209099 Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 25. október 2012
    Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri.
     
    Fræðslunefnd fór yfir fjárhagsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar.
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 78. fundar fræðslunefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

18.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 29. október 2012

Málsnúmer 1210006FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 18.1 1209099 Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 79. fundur - 29. október 2012
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M. H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
     
    Farið yfir fjárhagsáætlun leikskólans fyrir 2013. Fræðslunefnd leggur til að leikskóla- og fæðisgjöld hækki um 4% frá og með 1. janúar 2013 í takt við verðlagsbreytingar líkt og önnur þjónustugjöld. Stefnt er að því að ársgömul börn fái vistun árið 2013. Nefndin leggur einnig til að þriggja tíma gjaldfrjáls leikskóli falli niður frá og með 1. janúar 2013.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 79. fundar fræðslunefndar með breytingartillögu bæjarráðs á 277. fundi, staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>

19.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 31. október 2012

Málsnúmer 1210025FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 19.1 1209099 Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 31. október 2012
    Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri sátu fundinn frá kl. 16.30-16.55.
     
    Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar grunnskólans út frá fyrirhuguðum áætlunum um nýbyggingu í Norðurgötu, Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar fræðslunefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

20.Frístundanefnd Fjallabyggðar - 56. fundur - 22. október 2012

Málsnúmer 1210016FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 20.1 1209099 Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 56. fundur - 22. október 2012
    Nefndin fór yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn. Ákveðið að halda áfram á næsta fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar frístundanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 20.2 1210010 Rekstraryfirlit 31. ágúst 2012
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 56. fundur - 22. október 2012
    Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit til 31. ágúst 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar frístundanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

21.Frístundanefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 25. október 2012

Málsnúmer 1210023FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 21.1 1209039 Styrkumsóknir 2013 - Frístundamál
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 25. október 2012
    Nefndin fór yfir styrkumsóknir fyrir árið 2013. Endanlegri afgreiðslu frestað þar til nefndin hefur klárað fjárhagsáætlun málaflokksins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar frístundanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 21.2 1209099 Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 25. október 2012
    Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2013. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna tillögur nefndarinnar fyrir næsta fund sem verður fimmtudaginn 1. nóvember.
    Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar frístundanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

22.Frístundanefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 1. nóvember 2012

Málsnúmer 1211001FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 22.1 1209099 Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 1. nóvember 2012




    Á fundinn komu Kristján Hauksson og Sigurpáll Gunnarsson fyrir hönd Skíðafélags Ólafsfjarðar og fóru yfir stöðuna varðandi rekstur skíðasvæðis fyrir árið 2013. Fjárhagsramminn fyrir árið 2013 var samþykktur með 3 atkvæðum. Róbert Haraldsson sat hjá en Ólafur Kárason var á móti og lagði fram eftirfarandi bókun.
    "Ég undirritaður nefndarmaður í frístundanefnd get ekki stutt tillögu um niðurskurð á framlögum til æskulýðs- og íþróttamála sem eingöngu teljast í því að skerða þjónustu við bæjarbúa. Hugmynd um að ná niður kostnaði við málaflokkinn með því að skera niður í yfirstjórn og hagræða í rekstri skíðasvæða í Fjallabyggð hefur verið ýtt út af borðinu. Því sé ég mér ekki fært að samþykkja fjárhagsrammann fyrir árið 2013".
    Bókun fundar <DIV>Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir óska að bókað sé að þau taki undir bókun Ólafs H. Kárasonar í frístundanefnd.<BR>Afgreiðsla 58. fundar frístundanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>

23.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68. fundur - 25. október 2012

Málsnúmer 1210017FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68
    Umræður um fjárhags- og starfsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar félagsmálanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar félagsmálanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68
    Félagsmálastjóri gerði grein fyrir starfsmannamálum félagsþjónustunnar. Hrefna Katrín Svavarsdóttir hefur látið af störfum sem ráðgjafaþroskaþjálfi. Helga Helgadóttir þroskaþjálfi hjá félagsþjónustunni mun taka við verkefnum ráðgjafaþroskaþjálfa.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Bæjarstjórn þakkar fráfarandi starfsmanni Hrefnu K. Svavarsdóttur hennar störf fyrir sveitarfélagið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.</DIV><DIV>Afgreiðsla 68. fundar félagsmálanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.<BR>Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV></DIV>
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar félagsmálanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68
    Erindi samþykkt að hluta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar félagsmálanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar félagsmálanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68

    Drög að reglum byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk, lögð fyrir félagsmálanefnd til umsagnar. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar félagsmálanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68
    Lagt fram til kynningar bréf Landssamtaka Þroskahjálpar, dags. 15. október 2012, með samþykktum ályktunum frá fulltrúafundi  samtakanna sem fram fór 12. - 14. október 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar félagsmálanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar félagsmálanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar félagsmálanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 68
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar félagsmálanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

24.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 29. október 2012

Málsnúmer 1210010FVakta málsnúmer

Hafnarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 24.1 1106045 Flotbryggjur
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 29. október 2012
    Lagðar fram upplýsingar, myndir og heildar reikningur fyrir flotbryggjuna á Siglufirði. Nokkrar umræður urðu um framkvæmdina þar og staðsetningu á flotbryggjum.
    Fram kom að athuga þarf með landgang á nýju flotbryggjunni sem virðist vera laus, sem og festar á gömlu flotbryggjunni. Athuga þarf krossfestingar fyrir nýju flotbryggjuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar hafnarstjórnar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 29. október 2012
    Lögð fram skýrsla frá fyrirtækinu Neðansjávar ehf. sem og heildarúttekt frá Siglingastofnun dags. í október 2012. Búið er að kynna skýrslur þessar fyrir þingmönnum kjördæmisins sem og Fjárlaganefnd alþingis. Bæjarstjóri hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Siglingastofnunar og ráðuneytisstjóra Innanríkisráðuneytis um aðkomu ríkisins að þessu brýna verkefni fyrir Fjallabyggðarhafnir.
    Bæjarstjóri lagði einnig fram hugmyndir og tillögur nefndar á vegum hafnarsambandsins er varða slík mál.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar hafnarstjórnar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 29. október 2012
    Lagt fram til kynningar. Staða og rekstur er í góðu lagi og gefur útkomuspá til kynna að reksturinn verði mun betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar hafnarstjórnar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 29. október 2012
    Gjaldskrá yfirfarin af hálfu yfirhafnarvarðar og er tillaga um 4% hækkun og er það í samræmi við verðlagshækkanir.
    Samþykkt einróma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar hafnarstjórnar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 29. október 2012
    Lagt fram bréf bæjarstjóra er varðar forsendur fyrir áætlunargerð fyrir árið 2012.
    Neðanritað var bókað til skoðunar fyrir næsta fund.
    Siglufjarðarhöfn.
    1. Frágangi við flotbryggju á Siglufirði verði lokið á árinu 2013.
    2. Sett verði upp læst hlið inn á flotbryggjuna.
    3. Umhverfið við innri höfnina verði lagfært.
    4. Athuga þarf með lýsingu á höfnum Fjallabyggðar.
    5. Tekið verði frá fjármagn til endurbyggingar á Hafnarbryggju.
    Ólafsfjarðarhöfn.
    1. Tillaga um flotbryggjuna frá áætlun 2012 verði kostnaðarmetin fyrir næsta fund.
    2. Lagfæra þarf þekju í Vesturhöfn - hún verði kostnaðarmetin fyrir næsta fund.
    3. Umhverfi Ólafsfjarðarhafnar verði lagfært.
    Lögð fram tillaga frá Steingrími Óla Hákonarsyni.
    Meirihluti hafnarstjórnar leggur áherslu á neðanritað eftir umræður um framkomna tillögu.
    1. Lögð er áhersla á að Siglufjarðarhöfn verði aðalhöfn Fjallabyggðar.
    2. Ólafsfjarðarhöfn verði viðhaldið sem leguhöfn og smábátahöfn.
    3. Hafnarbryggja á Siglufirði verði lagfærð í tveimur áföngum.
    4. Núverandi hafnarsvæði í Ólafsfirði og á Siglufirði verði tekið til endurskoðunar og skipulagningar m.t.t. framkominna hugmynda.
    5. Hafnarstjórn leggur áherslu á að styrkja ímynd Fjallabyggðar sem útgerðarbæjar.
    Gunnar Reynir Kristinsson telur sig ekki geta samþykkt ofanritaðar áherslur meirihluta hafnarstjórnar.
    Hafnarstjórn samþykkir framkomnar tillögur í rekstri en mun skoða fjárfestingarliði til næsta fundar.
    Bókun fundar <DIV><DIV><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoPlainText><FONT size=3><FONT face=Calibri>Til máls tók Ingvar Erlingsson.<BR>Eftirfarandi tillaga samþykkt með 6 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.<BR>Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir voru á móti.<BR>"Ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag reksturs og uppbyggingar hafnarmannvirkja í Fjallabyggð verður tekin þegar niðurstöður stjórnsýsluúttektar liggja fyrir í maí 2013".<?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></FONT></FONT></P></DIV></DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 29. október 2012
    Lögð fram til kynningar fundargerð 351. fundar frá 15. október 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar hafnarstjórnar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

25.Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1209099Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun tekin til fyrri umræðu.

Bæjarstjóri flutti eftirfarandi stefnuræðu með tillögu að fjárhagsáætlun 2013 og 2014-2016.

I.                    Inngangur.

Frumvarp fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 er hér lagt fram í dag til fyrri umræðu miðvikudaginn 14. nóvember 2012, en síðari umræða verður miðvikudaginn 12. desember nk.

Á bæjarráðsfundum 20. nóvember og 27. nóvember n.k. verða ræddar tillögur að breytingum sem bæjarfulltrúar munu eða hyggjast gera á milli bæjarstjórnarfunda.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 var unnin á forsendum og tillögum frá fulltrúum framboða í fagnefndum, sem og ábendingum frá bæjarfulltrúum í bæjarráði/ bæjarstjórn Fjallabyggðar og baklandi þeirra. Allar ábendingar voru teknar til skoðunar, en ekki var hægt að verða við öllum framkomnum óskum við gerð áætlunar fyrir árið 2013.

Bæjarráð Fjallabyggðar leggur hér í dag, með tillögum sínum, fram sín markmið og þar með þeim áherslum um frekari uppbyggingu samfélagsins. Þeim er hér með fylgt úr hlaði. Samstaða var um neðanritað í bæjarráði;

  1. Bæjarráð hefur sannreynt stöðu bæjarfélagsins með útkomuspá fyrir árið 2012.
  2. Bæjarráð hefur lagt mat á þróun og breytingar næstu þrjú árin.
  3. Bæjarráð hefur forgangsraðað verkefnum, til að ná fram settum markmiðum.
  4. Bæjarráð leggur áherslu á að skuldir bæjarfélagsins og rekstur verði ávalt í góðu jafnvægi.

Bæjarráð leggur því hér í dag fram fyrir bæjarstjórn niðurstöður sínar sem og stjórnenda, starfsmanna og fagnefnda Fjallabyggðar þ.e. fjárhagsáætlun fyrir 2013.

Fjárhagsáætlunarferlið var ákveðið á fundi í bæjarráði 18.09.2012, en þá var tímaáætlun fram til áramóta ákveðin.  Mótuð tillaga um áætlun fyrir 2013 var síðan í burðarliðnum um síðustu mánaðarmót og niðurstaða bæjarráðs liggur nú hér fyrir. Ætlunin og ákveðið var að fyrri umræða yrði á aukafundi þann 28.11.2012 næst komandi, en þar sem frágangi var hraðað og niðurstaða í útkomu fyrir árið 2012 var mun betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir, þá gaf það möguleika á að halda fyrri umræðuna á föstum fundartíma bæjarstjórnar hér í dag. Í áætlun ársins koma fram tillögur er byggja á forsendum sem bæjarráð setti í upphafi áætlunargerðar fyrir árið 2012 sem og með áherslum sem komu fram við frekari vinnu bæjarráðs nú í haust. Þriggja ára áætlun fylgir með í þessari umræðu en kann að taka breytingum á milli umræðna.

Tekin var umræða um áherslur og breytingar sem fagnefndir og deildarstjórar lögðu fram og er rétt hér að þakka þessum aðilum mikla vinnu og vel framsettar tillögur.

II.                  Almenn atriði.

Tillaga að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar var samþykkt af bæjarráði og með greinargerð og starfsáætlunum sem unnar voru af deildarstjórum bæjarfélagsins eftir umræður í fagnefndum.

Vinnuferlið greinir frá verklagi starfsmanna og kjörinna fulltrúa við undirbúning að tillögu að fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2013. Í upphafi áætlunargerðar voru settir rammar að fjárhagsáætlun næsta árs fyrir hvern málaflokk og deildir.

Náið samráð deildarstjóra var haft við aðalbókara, launafulltrúa, skrifstofu- og fjármálastjóra, bæjarstjóra og endurskoðanda við gerð tillagna til fjárhagsáætlunar og við undirbúning.

Í fyrstu drögum að frumvarpi til fjárhagsáætlunar, vinnuplani sem var til umræðu í bæjarráði 18.10.2011  var farið yfir forsendur að fjárhagsáætlun og þær samþykktar.
Fjárhagsramma og forsendum var svo samþykktum vísað til umfjöllunar í fagnefndum.

Deildarstjórum var ætlað að vinna náið með sínum fagnefndum en einstakar tillögur voru settar fram til umræðu og yfirferðar í bæjarráði.

Ljóst er að nokkrar breytingar verða á starfsmannahaldi bæjarfélagsins á árinu 2013 en gert er ráð fyrir að heildarúttekt fari fram á stjórnsýslu  á árinu 2013 og þar með á rekstri bæjarfélagsins.

Rétt er að minna á að deildarstjórum er heimilt að lækka starfshlutfall einstakra starfsmanna að höfðu samráði við fagnefndir.

Forsendur tekjuhluta frumvarpsins eru þessar á árinu 2013.

  • Útsvar er og verður 14.48% fyrir árið 2013.
  • Fasteignagjöld verða óbreytt á árinu en sorphirðugjald hækkar og lóðarleiga á fyrirtæki lækkar.    

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarstofnar fyrir árið 2013 verði þannig:

Heiti.

2011

2012

2013

Fasteignaskattur skv. a.lið

0.49%

0,49%

0.49%

Fasteignaskattur skv. b.lið

1.32%

1.32%

1.32%

Fasteignaskattur skv. c.lið

1.65%

1.65%

1.65%

Lóðarleiga

1,9 %

1.9%

1.9%

Lóðarleiga fyrirtækja

5.0%

5.0%

3.5%

Vatnsskattur, skv. a.lið

0.35%

0.35

0.35%

Vatnsskattur, skv. b.lið  

0.35%

0.35%

0.35%

Aukavatnsgjald

13

13

13

Holræsagjald skv. a.lið

0.36%            

0.36%            

0.36%

Holræsagjald skv. b.lið

0.36%            

0.36%

0.36%

Sorphirðugjald

25.400          

25.400            

31.400

Sorpeyðingargjald

      

III.                Meginforsendur áætlunar fyrir árið 2013 eru;

Tekjuáætlun - samanburður - A og B hluti.

Áætlun um skatttekjur byggir á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum sbr. lög nr. 122/1996 um breytingu á lögum nr. 4/1995 og 79/1996.

Skatttekjur Fjallabyggðar skiptast í útsvar, fasteignaskatt og  framlag úr Jöfnunarsjóði.  

26.Breytingar á nefndarskipan

Málsnúmer 1211037Vakta málsnúmer

Eftirfarandi breytingar á nefndarskipan voru samþykktar með 9 atkvæðum.

 

Magnús Albert Sveinsson hefur óskað eftir að vera leystur undan störfum varabæjarfulltrúa.
Jafnframt breytist skipan nefnda sem hér segir:

Skipulags- og umhverfisnefnd

Aðalmaður D lista verður Ásgrímur Pálmason í stað Magnúsar Alberts Sveinssonar.


Atvinnu- og ferðamálanefnd

Varamaður D lista verður Þorsteinn Ásgeirsson í stað Magnúsar Alberts Sveinssonar.

 

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands

Varamaður D lista verður Gunnlaugur J. Magnússon í stað Magnúsar Alberts Sveinssonar.

 

Fyrir hönd bæjarstjórnar þakkaði forseti, Magnúsi Albert Sveinssyni nefndarstörf fyrir sveitarfélagið.

Fundi slitið - kl. 19:00.