Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 18. október 2012
Málsnúmer 1210004F
Vakta málsnúmer
.1
1210045
Endurskoðun viðmiðunarreglna vegna leik- og grunnskólabarna
Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 18. október 2012
Viðmiðunarreglur vegna leikskólabarna sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags hafa verið endurskoðaðar og tóku gildi nú í haust. Til samræmis við þær breytingar munu nýjar reglur og gjaldskrá vegna grunnskólabarna taka gildi 1. janúar 2013. Megin breytingin er sú, að tekið verður mið af heildarrekstrarkostnaði við hvert barn í leik- og grunnskóla. Um umtalsverðar kostnaðarhækkanir er að ræða fyrir sveitarfélög.
Bókun fundar
Afgreiðsla 77. fundar fræðslunefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.2
1210046
Umsóknir um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags
Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 18. október 2012
Fyrir liggja tvær umsóknir um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags í tvo mánuði eða til áramóta. Fræðslunefnd samþykkir umsóknirnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 77. fundar fræðslunefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.3
1210010
Rekstraryfirlit 31. ágúst 2012
Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 18. október 2012
Bókun fundar
Afgreiðsla 77. fundar fræðslunefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.4
1209099
Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016
Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 18. október 2012
Undir þessum lið sátu Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar og Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri.
Farið yfir fjárhagsáætlun Tónskóla Fjallabyggðar fyrir árið 2013. Gjaldskrá tónskólans hækkaði nú í haust um 9% í samræmi við fjárhagasáætlun 2012, þar sem tónskólinn er fluttur í nýtt og glæsilegt húsnæði. Fræðslunefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 77. fundar fræðslunefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.