Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 8. nóvember 2012
Málsnúmer 1211003F
Vakta málsnúmer
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 8. nóvember 2012
Bæjarstjóra er falið að rita ráðuneytinu bréf með rökstuðningi þar sem lögð er áhersla á að veiðireynsla í Fjallabyggð sé óháð hvar landað er, innan marka sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn mun staðfesta tillögu bæjarráðs á fundi þann 14.12.2012 um að óska eftir breytingu á 4.gr. og 6.gr. reglugerðar, sjá reglugerð frá 13. júlí 2012 nr. 629 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013.
Verði orðalagi breytt þannig að í stað orðsins byggðarlags í 1. mgr. 4 gr. komi orðið sveitarfélags sem og í 3.mgr. 4.gr. og í 1. mgr. 6. gr. komi orðið sveitarfélagsins í stað byggðarlags.
Til viðbótar 4 gr. komi eftirfarandi:
Hámarksúthlutun byggðakvóta á skip vegna fiskveiðiársins 2012-2013 í Fjallabyggð skal vera eftirfarandi:
Siglufjörður 50 tonn
Ólafsfjörður 50 tonn
Ofanritað samþykkt samhljóða í bæjarráði.
Bókun fundar
Afgreiðsla 277. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 8. nóvember 2012
Bæjarráð samþykkir að óskað verði eftir frekari fresti til að skila Eftirlitsnefnd sveitarfélaga upplýsingum um hvernig bæjarstjórn hyggst ná viðmiðun 1. töluliðar 2.mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Bókun fundar
Afgreiðsla 277. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 8. nóvember 2012
Eftirfarandi tillaga vegna fjárhagsáætlunar 2013 var samþykkt með 2 atkvæðum.
- Gjaldskrá Leiskóla Fjallabyggðar hækki um 2% frá 01.01.2013.
- Heildarframlag til frístundakorta hækki um 475 þús.
- Snjóaeftirlit á skíðasvæði á Siglufirði verði greitt af Fjallabyggð.
- Heildarkostnaður við skíðasvæði í Ólafsfirði 2013 verði 8.5 milljónir.
- Skólahús við Hlíðarveg á Siglufirði verði sett í sölumeðferð. Afhending húsnæðisins verði miðuð við 1. ágúst 2013.
- Ekki verður tekinn ákvörðun um ráðstöfun framkvæmdafjár hafnarinnar fyrr en nauðsynlegar upplýsingar, s.s. um Hafnarbryggju, liggja fyrir.
- Ráðinn verði ráðgjafi til þess að gera stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Niðurstöður og tillögur úr þeirri úttekt liggi fyrir 1. maí 2013.
- Málefni Upplýsingamiðstöðva færast undir menningarnefnd. Á Siglufirði verður hún starfrækt í bókasafni og starfsmenn bókasafns og héraðsskjalasafns sinna starfi upplýsingafulltrúa. Stefnt er að því að gera þjónustusamning við verktaka um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði.
Egill Rögnvaldsson sat hjá þar sem hann er ósáttur við aðferðarfræðina við framkomna tillögu og ekki sáttur við forgangsröðun í framkvæmdum fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bókun fundar
<DIV>Afgreiðsla 277. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.<BR>Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir sátu hjá.</DIV>
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 277. fundur - 8. nóvember 2012
Fundargerð 800. fundar frá 26. október 2012 lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 277. fundar bæjarráðs staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.