Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 13. fundur - 19. október 2012

Málsnúmer 1210022F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 14.11.2012

  • .1 1210078 Undirbúningur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 13. fundur - 19. október 2012
    Tilefni fundarins er undirbúningur fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, sem fram fer 20. október 2012.
    Sérstaklega verður fjallað um ný lög um  aðstöðumun fatlaðra.  Lögin kynnt og eyðublöð vegna þeirra.  Einnig listi yfir réttindagæslumenn fatlaðs fólks.  Framkvæmd á kjördag rædd, m.a. flutning kjósenda milli kjördeilda o.fl.
    Kosið verður í Ráðhúsi Siglufjarðar í kjördeild I og að Ægisgötu 13 Ólafsfirði (húsi Menntaskólans á Tröllaskaga) í kjördeild II.
    Kjörfundur hefst kl. 10.00 á báðum stöðum.  Kjördeildir og opnunartímar voru auglýst í Tunnunni og á auglýsingatöflum í verslunum í Ólafsfirði og á Siglufirði.
    Kjörfundi má slíta átta klukkustundum eftir að hann hefst, hafi hálf klukkustund liðið frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, þó aldrei síðar en kl. 22:00.
    Yfirkjörstjórn verður ekki með ákveðið aðsetur á kjördag, en unnt verður að ná í alla aðila á kjördag og funda ef þarf.
    Allt er til reiðu fyrir kosningar, kjörgögn komin og skipulag á kjördag liggur fyrir.
    Atkvæðum verður safnað af lögreglu með hefðbundnum hætti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.