Hafnarstjórn Fjallabyggðar

43. fundur 29. október 2012 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sverrir Sveinsson formaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Flotbryggjur

Málsnúmer 1106045Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar, myndir og heildar reikningur fyrir flotbryggjuna á Siglufirði. Nokkrar umræður urðu um framkvæmdina þar og staðsetningu á flotbryggjum.

Fram kom að athuga þarf með landgang á nýju flotbryggjunni sem virðist vera laus, sem og festar á gömlu flotbryggjunni. Athuga þarf krossfestingar fyrir nýju flotbryggjuna.

2.Hafnarbryggja - upplýsingar og næstu skref

Málsnúmer 1202095Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla frá fyrirtækinu Neðansjávar ehf. sem og heildarúttekt frá Siglingastofnun dags. í október 2012. Búið er að kynna skýrslur þessar fyrir þingmönnum kjördæmisins sem og Fjárlaganefnd alþingis. Bæjarstjóri hefur óskað eftir fundi með fulltrúum Siglingastofnunar og ráðuneytisstjóra Innanríkisráðuneytis um aðkomu ríkisins að þessu brýna verkefni fyrir Fjallabyggðarhafnir.

Bæjarstjóri lagði einnig fram hugmyndir og tillögur nefndar á vegum hafnarsambandsins er varða slík mál.

Lagt fram til kynningar.

3.Rekstraryfirlit 31. ágúst 2012

Málsnúmer 1210010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Staða og rekstur er í góðu lagi og gefur útkomuspá til kynna að reksturinn verði mun betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir.

4.Gjaldskrá Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 1201081Vakta málsnúmer

Gjaldskrá yfirfarin af hálfu yfirhafnarvarðar og er tillaga um 4% hækkun og er það í samræmi við verðlagshækkanir.

Samþykkt einróma.

5.Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Fjallabyggðar 2013 og 2014-2016

Málsnúmer 1210067Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra er varðar forsendur fyrir áætlunargerð fyrir árið 2012.

Neðanritað var bókað til skoðunar fyrir næsta fund.

Siglufjarðarhöfn.

1. Frágangi við flotbryggju á Siglufirði verði lokið á árinu 2013.

2. Sett verði upp læst hlið inn á flotbryggjuna.

3. Umhverfið við innri höfnina verði lagfært.

4. Athuga þarf með lýsingu á höfnum Fjallabyggðar.

5. Tekið verði frá fjármagn til endurbyggingar á Hafnarbryggju.

Ólafsfjarðarhöfn.

1. Tillaga um flotbryggjuna frá áætlun 2012 verði kostnaðarmetin fyrir næsta fund.

2. Lagfæra þarf þekju í Vesturhöfn - hún verði kostnaðarmetin fyrir næsta fund.

3. Umhverfi Ólafsfjarðarhafnar verði lagfært.

Lögð fram tillaga frá Steingrími Óla Hákonarsyni.

Meirihluti hafnarstjórnar leggur áherslu á neðanritað eftir umræður um framkomna tillögu.
1. Lögð er áhersla á að Siglufjarðarhöfn verði aðalhöfn Fjallabyggðar.

2. Ólafsfjarðarhöfn verði viðhaldið sem leguhöfn og smábátahöfn.

3. Hafnarbryggja á Siglufirði verði lagfærð í tveimur áföngum.

4. Núverandi hafnarsvæði í Ólafsfirði og á Siglufirði verði tekið til endurskoðunar og skipulagningar m.t.t. framkominna hugmynda.

5. Hafnarstjórn leggur áherslu á að styrkja ímynd Fjallabyggðar sem útgerðarbæjar.

Gunnar Reynir Kristinsson telur sig ekki geta samþykkt ofanritaðar áherslur meirihluta hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn samþykkir framkomnar tillögur í rekstri en mun skoða fjárfestingarliði til næsta fundar.

6.Fundagerðir Hafnasambands Íslands 2012

Málsnúmer 1202111Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 351. fundar frá 15. október 2012.

Fundi slitið - kl. 19:00.