Flotbryggjur

Málsnúmer 1106045

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 33. fundur - 09.06.2011

Yfirhafnarvörður lagði fram ljósmyndir af flotbryggjum sem byggðar hafa verið í Hafnarfirði. Um er að ræða nýja gerð sem lofar góðu.

Hafnarstjórn telur eðlilegt að bæjarfélagið stuðli að kaupum á slíkum hafnarmannvirkjum, þar sem þær eru mun ódýrari en önnur viðlegupláss.

Hafnarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum um kostnað við hverja flotbryggjueiningu, vinnu og efni til að koma henni fyrir og til notkunar.

Ljóst er að hafnarstjórn verður að huga að slíkum lausnum fyrir Fjallabyggðahafnir fyrir næsta fjárhagsár.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23.02.2012

Hafnarstjóri lagði fram ýtarlegar upplýsingar um kaup og tilboð í flotbryggjur.

Hafnarstjórn óskar eftir neðanrituðu fyrir næsta fund.

1. Endanlega staðsetningu á flotbryggju í samræmi við tillögur frá Siglingastofnun.

2. Tilboð í 25m langa flotbryggju og festingar.

3. Tilboð í landgang.

4. Tilboð í 10m fingur, þrjú stykki.

5. Tilboð í 8m fingur, þrjú stykki.

 

Samþykkt samhljóða.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15.03.2012

Hafnarstjóri lagði fram bréf þar sem hann óskar fyrir hönd hafnarstjórnar eftir tilboðum í flotbryggju fyrir höfnina á Siglufirði. Svör hafa borist og er ætlunin að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi hafnarstjórnar. Átta aðilar fengu útboðsgögn.

Hafnarstjóri lagði einnig fram bréf til Siglingastofnunar um styrk til kaupa á flotbryggjunni sem og svarbréf þeirra til hafnarstjórnar, en þar er umræddri ósk hafnað.

Lagt fram til kynningar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 40. fundur - 14.05.2012

Lagðar fram nýjar upplýsingar frá Króla ehf. Strandvegi 2 Garðarbæ.

Hafnarstjórn telur rétt að miða kaup sín við 20 m flotbryggju með keðjufestingum.

Fingur miðist við tvo steypta fingur á niðri enda og tvo stálfingur til viðbótar eftir áramót.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 29.10.2012

Lagðar fram upplýsingar, myndir og heildar reikningur fyrir flotbryggjuna á Siglufirði. Nokkrar umræður urðu um framkvæmdina þar og staðsetningu á flotbryggjum.

Fram kom að athuga þarf með landgang á nýju flotbryggjunni sem virðist vera laus, sem og festar á gömlu flotbryggjunni. Athuga þarf krossfestingar fyrir nýju flotbryggjuna.