Hafnarstjórn Fjallabyggðar

40. fundur 14. maí 2012 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sverrir Sveinsson formaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Ólafur Haukur Kárason aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson Yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 1112009Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun hefur borist bréf Fjallabyggðar dags.16. mars sl. þar sem tilkynnt er um afgreiðslu hafnarstjórnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og framleifa frá skipum.

Umhverfisstofnun kallar eftir afgreiðslu hafnarstjórnar á sértækri og lögbundinni áætlun hafnaryfirvalda um úrgang samkvæmt reglugerð nr.792/2004.

Hafnarstjóri lagði fram tillögu að slíkri áætlun og var hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að ganga frá áætlun í samræmi við fram komnar hugmyndir og tillögur.

2.Flotbryggjur

Málsnúmer 1106045Vakta málsnúmer

Lagðar fram nýjar upplýsingar frá Króla ehf. Strandvegi 2 Garðarbæ.

Hafnarstjórn telur rétt að miða kaup sín við 20 m flotbryggju með keðjufestingum.

Fingur miðist við tvo steypta fingur á niðri enda og tvo stálfingur til viðbótar eftir áramót.

3.Spá um hækkun sjávarborðs á Siglufirði og Ólafsfirði

Málsnúmer 1203065Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá Verkfræðistofu Siglufjarðar. Núverandi hækkun sjávar mælist um 1.5 mm á ári samkvæmt gögnum Siglingastofnunar. Meðalsig fyrir báða byggðarkjarna er um 3.4 mm á ári. Greinargerðin var unnin til að mynda umræðugrunn fyrir ákvarðanir í vinnu við aðalskipulag bæjarfélagsins.
Greinarhöfundur leggur áherslu á að við hönnun mannvirkja á næstu árum þurfi að gæta að hæðarsetningu m.t.t. þeirra þátta sem greinargerðin tekur á, þ.e. landsigi og hækkun sjávar, sem hér hafa verið nefndir.

Lagt fram til kynningar. 

4.Umhverfisstefna hafna

Málsnúmer 1111070Vakta málsnúmer

Málinu frestað til næsta fundar.

5.Gjaldskrá Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 1201081Vakta málsnúmer

Gjaldskrá 2012 fyrir grásleppu verði til skoðunar til næsta fundar. Yfirhafnarvörður lagði fram tillögu sem hafnarstjórn felur honum að kanna frekar.

Samþykkt samhljóða.

6.Umferðarmál á hafnarsvæði bæjarfélagsins á Siglufirði

Málsnúmer 1008108Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipulagi gönguleiða, athafnasvæða og lyftarabrauta á hafnarsvæði Fjallabyggðar á Siglufirði.

Hafnarstjórn samþykkir einróma tillögu hafnarstjóra og telur rétt að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
Nefndin  taki afstöðu til einstefnu og akstursstefnu og fái leyfi lögreglustjórans á Akureyri til þeirra breytinga sem fram koma í tillögunni.

 

7.Snorragata - deiliskipulag

Málsnúmer 1005165Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Snorragötu og var hún yfirfarin með tilliti til reksturs hafnarinnar.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að tekjur á hafnarsvæðinu séu ætíð tryggðar og að athafnasvæði hafnarinnar verði tryggt til framtíðar.

Samþykkt samhljóða.

 

 

8.Ársreikningur Fjallabyggðar 2011

Málsnúmer 1203093Vakta málsnúmer

Ársreikningur Fjallabyggðar lagður fram til kynningar.  

 

9.Rekstraryfirlit 29. febrúar 2012

Málsnúmer 1203082Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Rekstraryfirlit 31. mars 2012

Málsnúmer 1204105Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Átak í afþreyingar- og umhverfismálum í Siglufirði

Málsnúmer 1106092Vakta málsnúmer

Samkomulagið var lagt fram til kynningar.

12.Hafnsækin starfsemi í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103010Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Farið var yfir kynningu frá Olíudreifingu ehf.

13.Fundagerðir Hafnasambands Íslands 2012

Málsnúmer 1202111Vakta málsnúmer

Fundargerð 345. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.