Ársreikningur Fjallabyggðar 2011

Málsnúmer 1203093

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 253. fundur - 04.04.2012

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs, bæjarfulltrúarnir Ingvar Erlingsson, Helga Helgadóttir, Þorbjörn Sigurðsson, Guðmundur Gauti Sveinsson, Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og endurskoðandi KPMG, Þorsteinn G Þorsteinsson.
Þorsteinn G Þorsteinsson endurskoðandi gerði grein fyrir niðurstöðum ársreiknings Fjallabyggðar.
Fram kom hjá endurskoðanda að staða sveitarfélagsins væri sterk.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.667,3 millj. kr. Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 55,2 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.714,4 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 214,5 millj. kr.
Bæjarráð undirritaði ársreikning og samþykkti að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2011 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 11.04.2012

Til máls tók bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson og fór yfir skýringar með ársreikningi.

Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2011 eru:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.667,3 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 55,2 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 1.714,4 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 214,5 millj. kr. 
 

Bæjarstjórn samþykkti með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjallabyggðar 2011 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17.04.2012

Á síðasta fundi bæjarráðs lagði endurskoðandi bæjarfélagsins fram endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2012.

Endurskoðunin var framkvæmd í samræmi við alþjóðlega staðla um endurskoðun og eru helstu niðurstöður þessar.

1. Áritun endurskoðenda er fyrirvaralaus.

2. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er neikvæð um 55,2 millj.kr en, niðurstaða A hluta er neikvæð um 15,8 millj. kr.

3. Búið er að yfirfara mat stjórnenda og telja þeir helstu ákvarðanir því tengdar viðeigandi fyrir gerð ársreiknings félagsins.

Ársreikingurinn gefur því glögga mynd af afkomu sveitarfélagsins á árinu 2011, fjárhagsstöðu þess 31.desember 2011 og breytingu á handbæru fé á árinu í samræmi við lög um ársreikninga.

Bæjarráð telur því rétt og eðlilegt að vísa málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar þann 9. maí 2012.

 

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur - 03.05.2012

Ábendingar KPMG lagðar fram til kynningar, sem og viðbrögð stjórnsýslu við góðum ábendingum

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 09.05.2012

Bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson fór yfir skýringar með ársreikningi 2011 og lagði til við bæjarstjórn að reikningurinn fyrir árið 2011 yrði samþykktur.
Vísað er til vefs sveitarfélagsins þar sem finna má skýringar bæjarstjóra með ársreikningi sem og endurskoðunarskýrslu KPMG.
Bæjarstjórn samþykkir ársreikning Fjallabyggðar fyrir árið 2011 með 9 atkvæðum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 40. fundur - 14.05.2012

Ársreikningur Fjallabyggðar lagður fram til kynningar.