Bæjarstjórn Fjallabyggðar

78. fundur 09. maí 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Vallarhúsinu Ægisgötu 15, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Þorbjörn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Egill Rögnvaldsson 2. varaforseti
  • Ingvar Erlingsson Forseti
  • Bjarkey Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi
  • Ólafur Helgi Marteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Gauti Sveinsson varabæjarfulltrúi
  • Magnús Guðmundur Ólafsson varabæjarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012

Málsnúmer 1204005FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Á síðasta fundi bæjarráðs lagði endurskoðandi bæjarfélagsins fram endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2012.
    Endurskoðunin var framkvæmd í samræmi við alþjóðlega staðla um endurskoðun og eru helstu niðurstöður þessar.
    1. Áritun endurskoðenda er fyrirvaralaus.
    2. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er neikvæð um 55,2 millj.kr en, niðurstaða A hluta er neikvæð um 15,8 millj. kr.
    3. Búið er að yfirfara mat stjórnenda og telja þeir helstu ákvarðanir því tengdar viðeigandi fyrir gerð ársreiknings félagsins.
    Ársreikingurinn gefur því glögga mynd af afkomu sveitarfélagsins á árinu 2011, fjárhagsstöðu þess 31.desember 2011 og breytingu á handbæru fé á árinu í samræmi við lög um ársreikninga.
    Bæjarráð telur því rétt og eðlilegt að vísa málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar þann 9. maí 2012.
     
     
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Ólafur H. Marteinsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Þorbjörn Sigurðsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Með auglýsingu á vef forsætisráðuneytisins þann 20.mars 2012 hefur verið ákveðið að kjör forseta Íslands skuli fara fram laugardaginn 30. júní 2012.
    Samkvæmt 22.gr.laga nr.24/2000 um kosningar skulu sveitarstjórnir gera kjörskrár á grundvelli kjörskrárstofna sem Þjóðskrá Íslands lætur í té.
    Viðmiðurnardagur kjörskrár verður hinn 9. júní 2012.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Á aðalfundi Lánasjóðsins þann 23. mars var samþykkt að greiða út arð til hluthafa vegna góðrar afkomu á árinu 2011. Þann 16. apríl 2012 mun sjóðurinn greiða Fjallabyggð arð sem nemur 2.394% af eignarhlut að upphæð kr. 11.383.470.- en samkvæmt lögum nr. 94/1996 mun ríkið taka til sín 20% fjármagnstekjuskatt. Þar með koma kr. 9.106.776.- til útgreiðslu til Fjallabyggðar.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012

    Undanfarin ár hefur það verið vilji menningarnefndar, bæjarfulltrúa og fleiri aðila sem umhugað er um framtíð Tjarnarborgar, að auka fjölbreytni menningarlífs í húsinu.

    Nú í ágúst mun Tónskóli Fjallabyggðar flytjast inn í Tjarnarborg, á 2. hæð og félagsmiðstöðin Neon verður einnig með sína starfsemi þar eins og verið hefur.

    Með því skapast aukið ”líf“  í húsinu.

    Markaðssetja þarf menningarhúsið á landsvísu sem góðan kost til  viðburða eins og til ráðstefnuhalds, leik- og myndlistasýninga og tónleika. Því er talið mikilvægt að einstaklingar, stofnanir og félög í Fjallabyggð hafi greiðan aðgang að hentugu húsnæði fyrir starfsemi sína.  

    Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur tekið þá ákvörðun að veitingarekstri verði hætt af hálfu sveitarfélagsins og gerir bæjarráð það að tillögu sinni að miðað verði við 1. ágúst 2012. Tjarnarborg verður vettvangur fyrir hvers kyns samkomur s.s. dansleiki, þorrablót, árshátíðir, erfidrykkjur og önnur veisluhöld. Veitingaaðilar, félög eða aðrir geta leigt húsið fyrir viðburði samkvæmt reglum sveitarfélagsins og gjaldskrá. 

    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Lagt fram launayfirlit yfir mánuðina janúar - mars 2012. Launin eru í samræmi við áætlun eða 100.1%.
    Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Á fundi stjórnar SSNV sem haldinn var 19. mars sl. var ákveðið að ársþing samtakanna verði haldið dagana 12. og 13. október 2012.
    Bæjarráð telur rétt að bæjarstjóri Fjallabyggðar sitji þingið fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, en þar kemur fram að ætlunin er að veita Norlandia áminningu sbr. 26. grein laga nr.71/1998.
    Fyrirtækinu er boðið að senda inn skrifleg andmæli og jafnframt að mæta á fund nefndarinnar þann 24. apríl nk. til að skýra sín sjónarmið í málinu.
    Bæjarráð Fjallabyggðar leggur þunga áherslu á neðanritað í þessu máli.

    1. Allt hráefni til vinnslu skal vera ferskt með TVN - gildi undir 50 og koma til fyrirtækisins ísað í heilum körum eða ílátum með tryggri yfirbreiðslu.

    2. Allt hráefni skal tekið til vinnslu svo fljótt sem auðið er og ekki skal vinna eldra hráefni en fjögurra daga gamalt.

    3. Eðlilegum hreinsibúnaði skal komið fyrir bæði við niðurföll á vinnslusvæði og plani þar sem ætla má að lífrænn úrgangur falli til. Lögð er áhersla á aðbúnaður sé hreinsaður með samfelldum hætti og skal gerð skrá um slíkt sbr. grein 4.2. um eftirlit og skráningu.

    4. Vistun á óhreinum ílátum undir hráefni, úrgang eða annað þess háttar er óheimil hvort sem er innan dyra eða utan.

    5. Aðstaða til að unnt sé að mæla frárennsli frá hreinsibúnaði skal vera fyrir hendi.

    6. Loftræstingu skal þannig stýrt að hún valdi fólki búsettu nálægt starfssvæðinu eða vegfarendum ekki óþægindum vegna lyktar, hávaða eða annarrar mengunar, eftir því sem framast er unnt og þá skal loftflæðisstreymi í þurrkklefa ávallt stillt með þeim hætti að lyktarmengun sé haldið í lágmarki. Lögð er áhersla á að ekki sé loftræst út úr húsinu  með því að opna gáttir og að loftskipti fari í gegnum hreinsibúnað hvort sem um er að ræða loft frá þurrkklefum eða úr vinnslusal.  Einnig er lögð áhersla á loftgæði starfsmanna fyrirtækisins.

    7. Eftirlitsaðili skal viðhafa virkt eftirlit með starfseminni og leggja sérstaka á
    herslu á að koma í veg fyrir kvartanir íbúa vegna lyktarmengunar.

    8. Lögð er áhersla á að vinnslan sé í samræmi og í takt við 6. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og ákvæði reglugerðar nr. 785/1999 um atvinnurekstur sem haft getur í för með sér mengun.

    Bæjarráð leggur því þunga áherslu á að á fundi heilbrigðiseftirlitsins þann 24. apríl verði lagðar fram raunhæfar aðgerðir til að koma í veg fyrir mengun frá starfsemi Norlandia.  Bráðabirgðarleyfið verði því ekki endurnýjað eða framlengt eftir 1. júni 2012 nema að úrbætur verði fullnægjandi að mati eftirlitsaðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Forsætisráðuneytið mun halda fund fimmtudaginn 24. maí nk. kl. 14.00 í húsakynnum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á Akureyri.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Bæjarráð Fjallabyggðar tekur undir frumvarp til laga um heimild til handa ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.
    Samþykkt einróma.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Lögð fram drög til umsagnar um reglur um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomin drög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Lögð fram til kynningar þingsályktunartillaga, þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra, er falið að skipa nefnd til að móta stefnu um lagningu raflína í jörð.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Árlegur samráðsfundur verður haldinn 26. og 27. apríl á Hellu Rangárþingi og er fundurinn ætlaður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga í skipulagsmálum.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Lagt fram bréf dags. 2. apríl 2012 um tilfærslur verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Lögð fram til kynningar fundargerð landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. mars 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 254. fundur - 17. apríl 2012
    Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 27. mars 2012 og er lið nr. 4.3 vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn en um er að ræða 30 ára afmælishátíð Hornbrekku.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson og lagði til að vísa umfjöllun um 30 ára afmælishátíð Hornbrekku til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.<BR>Sú tillaga var samþykkt með 9 atkvæðum.<BR>Afgreiðsla 254. fundar bæjarráðs staðfest að öðru leyti á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 255. fundur - 24. apríl 2012

Málsnúmer 1204007FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 255
    Staða tæknifulltrúa Fjallabyggðar hefur verið auglýst laus til umsóknar.
    Umsóknarfrestur rennur út 24. apríl og hafa sex umsóknir borist nú þegar.
    Bæjarráð þakkar fráfarandi tæknifulltrúa Ingibjörgu Ólöfu Magnúsdóttur vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.


    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 255. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 255
    Borist hefur uppsögn Óla Hjálmars Ingólfssonar hjá þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, sem óskar jafnframt eftir því að fá að vera laus frá og með 1. maí 2012.
    Yfirmaður hans hefur samþykkt þá ósk.
    Bæjarráð þakkar fráfarandi starfsmanni vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 255
    Í erindi Siglingastofnunar er lagt til að gengið verði til samninga við Árna Helgason ehf. á grundvelli tilboðs.
    Siglingastofnun hefur yfirfarið tilboð er bárust þann 18. apríl s.l. í verkið "Sandfangari Ólafsfjörður og grjótvörn Grímsey".
    Tilboð Árna Helgasonar ehf. kr. 22.125.000,- var lægst, 95,5% af kostnaðaráætlun Siglingastofnunar.
    Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að undirrita samning er tengist verkþáttum fyrir sveitarfélagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 255

    Fjallabyggð hefur gert framkvæmdaáætlun um að ljúka uppsetningu stoðvirkja ofan við byggðina á Siglufirði, á árabilinu 2012 til 2020, og hefur fyrsti hluti þessarar áætlunar verið samþykktur af Ofanflóðasjóði með fyrirvara um fjárveitingu á fjárlögum.

    Fyrirhugað er að aðal framkvæmdir hefjist vorið 2013, en á þessu ári verði unnin sú undirbúningsvinna, sem er forsenda þess að unnt verði að hefja vinnu við stoðvirkin strax þegar snjóa leysir vorið 2013.  

    Skipulagsstofnun hefur bent á að áður en framkvæmdaleyfi er gefið út fyrir bráðabirgðavegi að stoðvirkjasvæði í Fífladölum, þarf að leita eftir meðmælum Skipulagsstofnunar samkvæmt 1. tölulið ákvæða til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010.

    Í bréfi til Skipulagsstofnunar dagsettu 20. apríl 2012 fer bæjarstjóri f. h. Fjallabyggðar fram á meðmæli stofnunarinnar vegna framkvæmdaleyfis fyrir lagningu á bráðabirgðavegi að stoðvirkjasvæði í Fífladölum á Siglufirði.

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar <DIV>Í tengslum við framkvæmdaáætlun um að ljúka uppsetningu stoðvirkja ofan við byggðina á Siglufirði, á árabilinu 2012 til 2020, staðfestir bæjarstjórn með 9 atkvæðum ósk bæjarstjóra f.h. Fjallabyggðar sem sett er fram í bréfi til Skipulagsstofnunar dagsettu 20. apríl 2012, þar sem farið er fram á meðmæli stofnunarinnar vegna framkvæmdaleyfis fyrir lagningu á bráðabirgðavegi að stoðvirkjasvæði í Fífladölum á Siglufirði. </DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 255

    51. fundur menningarnefndar 22. febrúar 2012 lagði til að Tjarnarborg verði gert að menningarhúsi enda töluverð breyting að eiga sér stað á nýtingu hússins. Það beri því nafnið Menningarhúsið Tjarnarborg framvegis. Auglýst verði sem fyrst eftir forstöðumanni og ræstingaraðila sem taki til starfa eigi síðar en 1. júní nk.

    Einnig leggur nefndin til við bæjarstjórn að starfsmenn Menningarhússins Tjarnarborgar heyri undir fræðslu- og menningarfulltrúa.

    Í framhaldi af 254. fundi bæjarráðs og 76. fundi bæjarstjórnar frá 14. mars felur bæjarráð bæjarstjóra að framfylgja niðurstöðu menningarnefndar, en auglýst verði eftir forstöðumanni og ræstingaraðila frá og með 1. ágúst 2012.

    Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 255
    Í erindi frá fulltrúa Olíudreifingar er óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið með það að markmiði að hægt verði að gefa út sameiginlega viljayfirlýsingu vegna væntanlegrar þjónustumiðstöðvar í Siglufirði fyrir olíuleit og boranir á Drekasvæðinu sem og við A. Grænland.
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við Olíudreifingu.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Þorbjörn Sigurðsson, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 255. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 255
    Lögð fram til kynningar greinargerð sem unnin var fyrir Vegagerðina í febrúar 2012 um endurbætur og leiðaval á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 255
    Fundargerð frá 16. apríl 2012 lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 255
    Lagðar fram til kynningar tillögur umhverfisfulltrúa að verkefnum á opnum svæðum í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 255
    Lögð fram til kynningar starfslýsing og svör er tengjast starfsmati.
    Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 255
    Ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar 2012 verður haldinn 25. apríl n.k.
    Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 2.12 1204006 Atvinnuátak 2012
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 255
    Vinnumálastofnun hefur samþykkt framlag á móti sveitarfélaginu vegna 5 tímabundinna starfa í júní og júli fyrir námsmenn og atvinnuleitendur.
    Bæjarráð fagnar afgreiðslu Vinnumálastofnunar.
    Bæjarráð leggur áherslu á að framlag sveitarfélagsins rúmist innan fjárheimildar fyrir opin svæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 255. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012

Málsnúmer 1205001FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
    Lagt fram bréf dags. í apríl, en þar er bæjarstjórnendum þakkað fyrir ómetanlegan stuðning við Síldarminjasafnið í þágu lands og þjóðar eins og það er orðað. Einnig er lögð fram til kynningar ársskýrsla stjórnar fyrir árið 2011 og rekstrar- og verkefnaáætlun fyrir árið 2012. Ársreikningur Síldarminjasafns Íslands ses. var einnig lagður fram til kynningar.
    Á þessu ári rennur út gildandi samningur Fjallabyggðar við safnið og óska stjórnendur safnsins eftir endurnýjun á umræddum samningi.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa nýjan samning og verður samningurinn endanlega samþykktur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
    Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur fram tillögu að gjaldskrá fyrir efri hæð að Ægisgötu 15 Ólafsfirði.
    Fram kemur að leiguverð er 1.200 kr. á fermetra á mánuði og er inn í leiguverði afnot af sal, eldhúsi og salernum, en leigjendur taka að sér þrif og ræstingar.
    Leiguverð á sal er 2.000 kr. p/klst. en langtímaleiga miðast við 5.000 kr. p/sólarhring.
    Útleiga og umsjón er á hendi íþrótta- og tómstundafulltrúa.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
    Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um fyrirliggjandi uppsögn á starfi í þjónustumiðstöð bæjarfélagsins og breytingum þeim samfara.
    Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma í umræddu minnisblaði og felur deildarstjóra tæknideildar að koma þeim ábendingum til framkvæmda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
    Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði fram tillögu fræðslunefndar um að allir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar hefji skóla á sama tíma næsta vetur eða kl. 08:00.
    Til þess að svo geti orðið, þarf að keyra nemendur frá Siglufirði á miðstigi kl.7:35 til Ólafsfjarðar, þ.e. á sama tíma og keyra þarf nemendur frá Ólafsfirði til Siglufjarðar.
    Ekki hefur verið gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun 2012.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi bæjarráðs eftir frekari viðræður við skólastjórnendur, fulltrúa fræðslunefndar og eiganda Suðurleiða.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ingvar Erlingsson.<BR>Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
    Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði í bréfi sínu fram beiðni skólastjóra leikskóla um úthlutun á stuðningskennslu fyrir tvö börn, en um er að ræða nánast heilt stöðugildi.
    Bæjarstjóri lagði fram tillögu að höfðu samráði við fræðslu og menningarfulltrúa um ákveðnar skipulagsbreytingar vegna framkominna óska um aukna þjónustu á þessu sviði.
    Bæjarráð samþykkir að segja upp núverandi stöðu iðjuþjálfa við skólann sem er 30% frá og með næstu mánaðarmótum og auglýsa nýtt 100% starf sem felur í sér þjálfun nemenda, ráðgjöf til starfsmanna og samskipti við foreldra og aðra aðila auk þess að halda utan um sérkennslu í leikskólanum. Nýr starfsmaður taki til starfa eftir sumarleyfi.
    Bæjarstjóra er falið að kanna, til næsta fundar, með áætlaðan kostnað og hvernig bæjarfélagið geti brugðist við umræddri breytingu þar sem ekki var gert ráð fyrir aukningu á starfshlutfalli á leikskólum bæjarfélagsins á árinu.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Ingvar Erlingsson.<BR>Í ljósi framkominna upplýsinga á fundinum samþykkir bæjarstjórn með 9 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til frekari umfjöllunar í fræðslunefnd.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012

    Bæjarstjóri lagði fram undirritað samkomulag við Rauðku ehf. sem og tillögu að samþykktum fyrir Leyning ses.
    Bæjarstjóri fór yfir tildrög málsins en þau eru;

    Rauðka ehf. fyrirtæki starfandi í ferðamannaiðnaði vill auka fjölbreytni í þjónustu fyrir almenning og ferðamenn. Fjallabyggð hefur sýnt þessum framkvæmdum áhuga og samþykkti þann 28. febrúar 2012 að hefja skyldi viðræður milli Rauðku ehf. og félaga því tengdu um hugmyndir um fjárfestingar og uppbyggingu á Siglufirði og aðkomu Fjallabyggðar að því. Einnig var samþykkt að Valtýr Sigurðsson hrl. leiddi viðræðurnar sem oddamaður.

    Í fram komnum gögnum er gerð grein fyrir hverju verkefni fyrir sig, kveðið á um tímaáætlanir, skyldur samningsaðila og tryggingar fyrir efndum, tengingar verkefnanna innbyrðis og meðferð ágreiningsefna og vanefndaúrræða.

    Bæjarráð samþykkir samning og samþykktir eins og þær liggja fyrir fundinum og vísar þeim til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Þorbjörn Sigurðsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
    Lögð fram til kynningar verkefnisáætlun fyrir fötluð börn og ungmenni í Dalvíkurbyggð, sem mun þjóna öllu starfssvæði SSNV með áherslu á Dalvíkur- og Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson, mun sitja fundinn f.h. Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
    Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til mars 2012, annars vegar fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins svo og málaflokkayfirlit.
    Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012

    Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 8. maí nk.
    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
    Ábendingar KPMG lagðar fram til kynningar, sem og viðbrögð stjórnsýslu við góðum ábendingum
    Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
    Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 24. apríl 2012 lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
    Fundagerðir 228. og 229. fundar stjórnar Eyþings, ásamt fundargerð stjórnar Eyþings og þingmanna Norðausturkjördæmis frá 3. febrúar lagðar fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

4.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 3. fundur - 18. apríl 2012

Málsnúmer 1204006FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 3
    Sveinn Andri og Sigurbjörg Áróra fóru á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa. Sveinn og Sigurbjörg gerðu grein fyrir því hvað var gert á ráðstefnunni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 3
    Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að umgengnisreglum á sparkvöllum Fjallabyggðar. Ráðið gerir engar athugasemdir við drögin. Lagt er til að fenginn verði einhver góð fyrirmynd úr meistarflokki KF til að kynna reglurnar fyrir grunnskólanemum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 3
    Samþykkt samhljóða að bæta þessum lið við áður auglýsta dagskrá. Ungmennaráð yfirfór hugmyndir sem komu frá nemendum 8.-10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að skoða hugmyndirnar og gera greinagerð fyrir næsta fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 3
    Samþykkt samhljóða að bæta þessum lið við áður auglýsta dagskrá. Ungmennaráð leggur til að haldið verði íbúaþing fyrir ungmenni þar sem þau fá tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. Fjármagn ungmennaráðs fyrir árið 2012 verður notað í verkefnið. Stefnt er að miðvikudeginum 9. maí kl. 17:00 í Tjarnarborg.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25. apríl 2012

Málsnúmer 1204008FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • 5.1 1110030 Gámur við Brimnes
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25. apríl 2012
    Sigurjón Magnússon óskar eftir leyfi til að framlengja leyfi fyrir geymslugám sem staðsettur er á lóð Brimnes, ofan og austan við skemmu.
    Erindi samþykkt og leyfi veitt til 31. maí 2013
    Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25. apríl 2012
    Umhverfisfulltrúi hefur unnið hugmyndir að verkefnum fyrir opin svæði í Fjallabyggð.
    Nefndin fór yfir tillögur umhverfisfulltrúa að verkefnum á opnum svæðum í Fjallabyggð og tekur vel í þær. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25. apríl 2012
    Tæknideild f.h. umhverfis- og skipulagsnefndar óskaði eftir umsögn sýslumanns um hvort skilti sem Valgeir T. Sigurðsson sótti um að fá að setja á gafl hússins að Tjarnargötu 14, Siglufirði standist reglugerð um bann við áfengisauglýsingu.
    Umsögn hefur borist frá sýslumanni þar sem sýslumaður telur að erindið eigi ekki undir embættið.
    Nefndin vísar erindinu til lögreglustjóra.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25. apríl 2012
    Unnið er að gerð skilti sem sett verður upp við snjóflóðagarðinn á Ólafsfirði.
    Nefndin felur umhverfisfulltrúa að klára vinnu við texta vegna útivistasvæðis.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25. apríl 2012
    Sigurjón Magnússon óskar eftir að fá úthlutað lóð nr. 1 í frístundabyggðinni í landi Hólkots og að aðkoma inn á lóðina verði að sunnanverðu.  Einnig er óskað eftir leyfi til að setja niður frístundahús á lóðinni, sem er hæð og ris gamla íbúðarhússins að Vatnsenda í Ólafsfirði.
    Nefndin samþykkir að úthluta lóðinni undir umrætt hús en hafnar varanlegum afleggjara að sunnanverðu sem ekki er á skipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25. apríl 2012
    Svanhildur Björnsdóttir fer fram á að stoðveggur sem er á lóðarmörkum Hlíðarvegar 9 og Hólavegar verði endurbyggður sem fyrst.  Veggurinn er mjög illa farinn og við það að brotna inn í garðinn að Hlíðarvegi 9, skv. meðfylgjandi myndum.
    Nefndin felur tæknideild að kanna málið með hliðsjón af reglum um stoðveggi í Fjallabyggð.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Egill Rögnvaldsson.<BR>Afgreiðsla 135. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 5.7 1204077 Pallur við hús
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25. apríl 2012
    Helgi Reynir Árnason óskar eftir leyfi til að byggja sólpall við hús sitt að Ólafsvegi 1-3 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 5.8 1204076 Pallur við hús
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25. apríl 2012
    Arnar Óli Jónsson óskar eftir leyfi til að byggja sólpall við hús sitt að Hlíðarvegi 13 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
    Erindi samþykkt.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25. apríl 2012
    Gunnlaugur Ingi Haraldsson óskar eftir leyfi til að byggja sólpall við hús sitt að Gunnólfsgötu 2 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25. apríl 2012
    Hestamannafélagið Gnýfari óskar eftir að byggingarreitur að Faxavöllum 2, Ólafsfirði þar sem félagið mun reisa reiðskemmu verði færður átta metra til austurs.
    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 135. fundur - 25. apríl 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 135. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

6.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. apríl 2012

Málsnúmer 1204002FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. apríl 2012
    Rekstaryfirlit félagsþjónustu pr. 29.02.2012 lagt fyrir félagsmálanefnd. Niðurstöður sýna að rekstrarkostnaður fyrir tímabilið er innan fjárhagsramma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar félagsmálanefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. apríl 2012
    Fundargerð starfshóps um úthlutn leiguíbúða frá 04.04.2012 lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar félagsmálanefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. apríl 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar félagsmálanefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. apríl 2012
    Samþykkt að hluta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar félagsmálanefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. apríl 2012
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar félagsmálanefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. apríl 2012
    Erindi synjað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar félagsmálanefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. apríl 2012
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar félagsmálanefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. apríl 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar félagsmálanefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. apríl 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar félagsmálanefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. apríl 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar félagsmálanefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 63. fundur - 26. apríl 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar félagsmálanefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

7.Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 9. fundur - 30. apríl 2012

Málsnúmer 1204010FVakta málsnúmer

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 7.1 1204099 Grunnskóli, gólfhiti á svalir
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 9. fundur - 30. apríl 2012
    Nefndin telur að svalir yfir smíðasal þurfi að vera með gólfhita og leggur til að notaðar verði þar til gerðar einangrunarmottur fyrir gólfhita undir hellurnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar bygginganefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.2 1204103 Grunnskóli 2. áfangi útboðsform
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 9. fundur - 30. apríl 2012
    Lagt er fram bréf frá arkitekt þar sem valkostum við útboð á áfanga 2, er stillt upp.
    Nefndin leggur til að farið verði eftir valkosti 1, sem er opið útboð.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Ingvar Erlingsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Sigurður Valur Ásbjarnarson lagði fram tillögu um að bæjarstjórn feli bæjarráði fullnaðarafgreiðslu á vali á verktaka eftir niðurstöðu útboðs og var hún samþykkt með 9 atkvæðum.<BR>Afgreiðsla 9. fundar bygginganefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest að öðru leyti á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 7.3 1203026 Aðgengi
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 9. fundur - 30. apríl 2012
    Lagt fram bréf frá arkitekt með umsögn Mannvirkjastofnunar og slökkviliðsstjóra vegna neyðarútganga.
    Nefndin leggur til að neyðarútgangur af 2. hæð verði úr sérkennslustofu á suðurhlið með stiga til vesturs og að neyðarútgangur af 1. hæð verði á næst syðsta glugga austurhliðar.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Valur Ásbjarnarson, Bjarkey Gunnarsdóttir og Ingvar Erlingsson.<BR>Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson lagði til að þessum dagskrárlið yrði vísað aftur til byggingarnefndar til umfjöllunar og var sú tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 7.4 1203024 Verktakafundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 9. fundur - 30. apríl 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar bygginganefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.5 1111031 Verkhönnunarfundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 9. fundur - 30. apríl 2012
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar bygginganefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 7.6 1204102 Grunnskóli, 2 áfangi hönnun
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 9. fundur - 30. apríl 2012
    Verksamningar lagðir fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar bygginganefndar Grunnskóla Fjallabyggðar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

8.Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012

Málsnúmer 1204009FVakta málsnúmer

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • 8.1 1204098 Kynning á starfsemi TF á vorönn 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
     
    Skólastjórar fóru yfir helstu viðburði á vorönninni.
     
    Uppskeruhátíðin Nótan, Sigríður Alma Axelsdóttir fékk veitta viðurkenningu fyrir lagið Minningar, besta frumsamda efnið á grunnstigi.
     
    Hljómasveitin Í fimmta veldi fór á músíktilraunir 2012 sem haldnir voru í Austurbæ dagana 23. - 26. mars og stóð hljómsveitin sig afar vel. Hljómsveitina skipa: Hulda Vilhjálmsdóttir (gítar og söngur), Snjólaug Anna Traustadóttir (bassi), Anna Lára Ólafsdóttir (gítar), Brynhildur Antonsdóttir (söngur og hljómborð) og Erla Vilhjálmsdóttir (trommur).
     
    Dagur tónlistarskólanna var í febrúar.
     
    Prófavika var í mars og vortónleikar tónskólans í apríl.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Bæjarstjórn færir nemendum og kennurum Tónskóla Fjallabyggðar hamingjuóskir í tilefni af góðum árangri á uppskeruhátíð Nótunnar og Músiktilrauna.<BR>Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • 8.2 1204094 Skóladagatal Tónskóla Fjallabyggðar 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
     
    Skólastjórar lögðu fram skóladagatal Tónskóla Fjallabyggðar fyrir veturinn 2012-2013. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.3 1204097 Innritun á vorönn, nýjar kennslugreinar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
     
    Innritun á vorönn hefst 2. maí.
     
    Næsta vetur verður boðið upp á hljóð- og upptökukennslu, hljómsveitabúðir í samstarfi við Neon og söng- og hljómsveitasmiðjur fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar og skólakór fyrir 8.-10. bekk.  
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.</DIV><DIV>Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 8.4 1204096 Nýjar skólareglur í TF, starfsáætlun o.fl.
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012





    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.

     

    Þeir sem skrá sig í framhaldsnám á hljóðfæri næsta vetur geta ekki hætt í miðju námi.

      

    Menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert með sér samkomulag um greiðsluþátttöku ráðuneytisins í kennslu-og stjórnunarkostnaði tónlistarskóla vegna tónlistarnáms nemenda í framhaldsskólum. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga úthlutar framlögum til sveitarfélaga vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum vegna hljóðfæranáms á framhaldsskólastigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi með það að markmiði að efla tónlistarnám og jafna aðstöðumun nemenda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.5 1204095 Starfsmannamál í Tónskóla Fjallabyggðar 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
     
    Rodrigo Lopes hefur hætt 30% starfi sínu við tónskólann og hefur flutt aftur til síns heimalands, Brasilíu. Aukið verður við starfshlutfall Guðrúnar Ingimundardóttur sem því nemur.
     
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><P>Bæjarstjórn þakkar Rodrigo Lopes vel unnin störf við Tónskóla Fjallabyggðar og óskar honum velfarnaðar á öðrum vettvangi.<BR>Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest að öðru leyti á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</P></DIV></DIV></DIV>
  • 8.6 1204101 Skólakór Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
     
    Næsta vetur mun Skólakór Fjallabyggðar líta dagsins ljós og er það samstarfsverkefni Tónskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar. Kórinn verður ætlaður nemendum í 8.-10. bekk. Stjórnandi kórsins verður Guðrún Ingimundardóttir tónlistarkennari.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.7 1204089 Skipting í kennsludaga og aðra skóladaga-túlkun mennta- og menningarmálaráðuneytis
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri, María Bjarney Leifsdóttir f.h. kennara og Brynja Hafsteinsdóttir f.h. foreldra.
     
    Borist hefur svar Mennta- og menningarmálaráðuneytisins við beiðni um túlkun á skiptingu skóladaga í grunnskólum milli kennsludaga og annarra skóladaga. Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að ekki er heimilt að telja sama daginn sem kennsludag og annan skóladag t.d. þegar jólaskemmtun er haldin í lok kennsludags eða skólaslit sem fara fram að loknum fullum kennsludegi. Skólastjórar hafa farið að tilmælum ráðuneytisins við gerð skóladagatals fyrir næsta vetur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.8 1204090 Skóladagatal Grunnskóla Fjallabyggðar 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri María Bjarney Leifsdóttir f.h. kennara og Brynja Hafsteinsdóttir f.h. foreldra.
     
    Skólastjórar lögðu fram skóladagatal Grunnskóla Fjallabyggðar næsta vetur 2012-2013. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.9 1204091 Skóladagatal Leikskóla Fjallabyggðar 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M.H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
     
    Skólastjórar lögðu fram skóladagatal Leikskóla Fjallabyggðar 2012-2013. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.10 1204092 Skipulag á Leikskóla Fjallabyggðar veturinn 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M.H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
     
    Auglýsa þarf eftir leikskólakennurum þar sem tveir starfsmenn eru að fara í fæðingarorlof. Fimm starfsmenn eru með tímabundna ráðningu.
     
    Skólastjórar fóru yfir barnafjölda og aldurssamsetningu á Leikhólum og Leikskálum fyrir næsta skólaár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.11 1204088 Beiðni um úthlutun stuðningskennslu til Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M.H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
     
    Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar hefur sent fræðslu- og menningarfulltrúa beiðni um úthlutun stuðningskennslu til leikskólans. Óskað er eftir 7 klst. á dag fyrir tvö börn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.12 1204093 Náms- og kynningarferð starfsmanna Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M.H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
     
    Kennarar og aðrir starfsmenn Leikskóla Fjallbyggðar munu fara í náms- og kynningarferð til Malmö á skipulagsdögum júní mánaðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.13 1202063 Skólamáltíðir 2012-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur unnið útboðsgögn vegna skólamáltíða 2012-2014. Fulltrúa falið að auglýsa útboðin í næstu viku.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir.<BR>Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • 8.14 1204087 Skólaakstur veturinn 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Rætt um skólaakstur næsta vetur. Nemendur á miðstigi á Siglufirði hefja nám í grunnskólanum Ólafsfirði. Ekki var gert ráð fyrir auka kostnaði vegna skólaaksturs í fjárhagsáætlun 2012. Ljóst er að gera þarf ráð fyrir einni aukaferð að morgni til að allir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar geti byrjað kl. átta. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að skila bæjarráði kostnaðaráætlun vegna þessarar ferðar.  
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 8.15 1203082 Rekstraryfirlit 29. febrúar 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Farið yfir rekstraryfirlit fyrir janúar og febrúar 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.

9.Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012

Málsnúmer 1203013FVakta málsnúmer

Formaður menningarnefndar, Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • 9.1 1203050 Sumarleyfi starfsmanna í Bóka- og héraðsskjalasafni Fjallabyggðar 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012
    Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur sent fræðslu- og menningarfulltrúa upplýsingar varðandi starfsemi safnsins sumarið 2012 og óskir um orlofstöku starfsmanna. Menningarnefnd leggur til að bókasafnið verði ekki lokað nema að hámarki fjórar vikur í sumar og framvegis verði bókasafnið ekki lokað yfir sumartímann. Jafnframt hvetur nefndin forstöðumann til að auglýsa fyrirhugaða stöðu á héraðsskjalasafninu eins og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2012.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Ingvar Erlingsson,Egill Rögnvaldsson og Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 52. fundar menningarnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • 9.2 1107050 Náttúrugripasafn og Listasafn í eigu Fjallabyggðar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012
    Ráðið hefur verið í sumarstarf á Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði frá 1. júní - 31. ágúst. Safnið verður opið frá kl. 14.00 - 17.00 líkt og undanfarin sumur. Eyfirski safnadagurinn er laugardaginn 5. maí nk. og verður safnið opið þann dag, af því tilefni. Öll söfn í Eyjafirði eru opin þennan dag og er frítt inn fyrir alla.
    Menningarnefnd hvetur bæjarbúa til að nýta sér það og heimsækja söfnin í Fjallabyggð eða önnur söfn á svæðinu.
    Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur verið í sambandi við forvörð vegna viðgerða á listaverkum í eigu Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar menningarnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 9.3 1203049 Söluaðilar og sölubásar á útihátíðum í Fjallabyggð
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012
    Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur fengið fyrirspurn um leyfi til að vera með sölubás á útihátíðinni Síldarævintýrinu. Menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að útbúa reglur gagnvart farandsölufólki sem selur vörur eða þjónustu í Fjallabyggð.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Ingvar Erlingsson og Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 52. fundar menningarnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • 9.4 1012045 Framtíðarfyrirkomulag Tjarnarborgar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012
    Menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að auglýsa 50% stöðu forstöðumanns Tjarnarborgar og 50% stöðu ræstingaraðila í Tónskóla Fjallabyggðar, félagsheimilinu Neon og í Tjarnarborg fyrir 20. maí nk..
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar menningarnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 9.5 1203082 Rekstraryfirlit 29. febrúar 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012
    Farið yfir rekstraryfirlit fjárhagsáætlunar fyrir janúar og febrúar 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar menningarnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • 9.6 1205004 17. júní hátíðarhöld
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012
    Menningarnefnd leggur til að viðhaldið sé þeim hefðum sem skapast hafa í báðum byggðakjörnum á 17. júní og skemmtidagskráin verði í Ólafsfirði.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Ingvar Erlingsson, Egill Rögnvaldsson og Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 52. fundar menningarnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.<BR>Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.</DIV></DIV></DIV>

10.Ársreikningur Fjallabyggðar 2011

Málsnúmer 1203093Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson fór yfir skýringar með ársreikningi 2011 og lagði til við bæjarstjórn að reikningurinn fyrir árið 2011 yrði samþykktur.
Vísað er til vefs sveitarfélagsins þar sem finna má skýringar bæjarstjóra með ársreikningi sem og endurskoðunarskýrslu KPMG.
Bæjarstjórn samþykkir ársreikning Fjallabyggðar fyrir árið 2011 með 9 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:00.