Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012

Málsnúmer 1204009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 09.05.2012

Formaður fræðslunefndar, S. Guðrún Hauksdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1204098 Kynning á starfsemi TF á vorönn 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
     
    Skólastjórar fóru yfir helstu viðburði á vorönninni.
     
    Uppskeruhátíðin Nótan, Sigríður Alma Axelsdóttir fékk veitta viðurkenningu fyrir lagið Minningar, besta frumsamda efnið á grunnstigi.
     
    Hljómasveitin Í fimmta veldi fór á músíktilraunir 2012 sem haldnir voru í Austurbæ dagana 23. - 26. mars og stóð hljómsveitin sig afar vel. Hljómsveitina skipa: Hulda Vilhjálmsdóttir (gítar og söngur), Snjólaug Anna Traustadóttir (bassi), Anna Lára Ólafsdóttir (gítar), Brynhildur Antonsdóttir (söngur og hljómborð) og Erla Vilhjálmsdóttir (trommur).
     
    Dagur tónlistarskólanna var í febrúar.
     
    Prófavika var í mars og vortónleikar tónskólans í apríl.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Bæjarstjórn færir nemendum og kennurum Tónskóla Fjallabyggðar hamingjuóskir í tilefni af góðum árangri á uppskeruhátíð Nótunnar og Músiktilrauna.<BR>Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • .2 1204094 Skóladagatal Tónskóla Fjallabyggðar 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
     
    Skólastjórar lögðu fram skóladagatal Tónskóla Fjallabyggðar fyrir veturinn 2012-2013. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .3 1204097 Innritun á vorönn, nýjar kennslugreinar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
     
    Innritun á vorönn hefst 2. maí.
     
    Næsta vetur verður boðið upp á hljóð- og upptökukennslu, hljómsveitabúðir í samstarfi við Neon og söng- og hljómsveitasmiðjur fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar og skólakór fyrir 8.-10. bekk.  
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Bjarkey Gunnarsdóttir.</DIV><DIV>Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • .4 1204096 Nýjar skólareglur í TF, starfsáætlun o.fl.
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012





    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.

     

    Þeir sem skrá sig í framhaldsnám á hljóðfæri næsta vetur geta ekki hætt í miðju námi.

      

    Menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert með sér samkomulag um greiðsluþátttöku ráðuneytisins í kennslu-og stjórnunarkostnaði tónlistarskóla vegna tónlistarnáms nemenda í framhaldsskólum. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga úthlutar framlögum til sveitarfélaga vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum vegna hljóðfæranáms á framhaldsskólastigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi með það að markmiði að efla tónlistarnám og jafna aðstöðumun nemenda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .5 1204095 Starfsmannamál í Tónskóla Fjallabyggðar 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
     
    Rodrigo Lopes hefur hætt 30% starfi sínu við tónskólann og hefur flutt aftur til síns heimalands, Brasilíu. Aukið verður við starfshlutfall Guðrúnar Ingimundardóttur sem því nemur.
     
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV><P>Bæjarstjórn þakkar Rodrigo Lopes vel unnin störf við Tónskóla Fjallabyggðar og óskar honum velfarnaðar á öðrum vettvangi.<BR>Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest að öðru leyti á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</P></DIV></DIV></DIV>
  • .6 1204101 Skólakór Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Elías Þorvaldsson aðstoðarskólastjóri og Ave Tonisson f.h. kennara.
     
    Næsta vetur mun Skólakór Fjallabyggðar líta dagsins ljós og er það samstarfsverkefni Tónskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar. Kórinn verður ætlaður nemendum í 8.-10. bekk. Stjórnandi kórsins verður Guðrún Ingimundardóttir tónlistarkennari.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .7 1204089 Skipting í kennsludaga og aðra skóladaga-túlkun mennta- og menningarmálaráðuneytis
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri, María Bjarney Leifsdóttir f.h. kennara og Brynja Hafsteinsdóttir f.h. foreldra.
     
    Borist hefur svar Mennta- og menningarmálaráðuneytisins við beiðni um túlkun á skiptingu skóladaga í grunnskólum milli kennsludaga og annarra skóladaga. Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að ekki er heimilt að telja sama daginn sem kennsludag og annan skóladag t.d. þegar jólaskemmtun er haldin í lok kennsludags eða skólaslit sem fara fram að loknum fullum kennsludegi. Skólastjórar hafa farið að tilmælum ráðuneytisins við gerð skóladagatals fyrir næsta vetur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .8 1204090 Skóladagatal Grunnskóla Fjallabyggðar 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri María Bjarney Leifsdóttir f.h. kennara og Brynja Hafsteinsdóttir f.h. foreldra.
     
    Skólastjórar lögðu fram skóladagatal Grunnskóla Fjallabyggðar næsta vetur 2012-2013. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .9 1204091 Skóladagatal Leikskóla Fjallabyggðar 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M.H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
     
    Skólastjórar lögðu fram skóladagatal Leikskóla Fjallabyggðar 2012-2013. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .10 1204092 Skipulag á Leikskóla Fjallabyggðar veturinn 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M.H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
     
    Auglýsa þarf eftir leikskólakennurum þar sem tveir starfsmenn eru að fara í fæðingarorlof. Fimm starfsmenn eru með tímabundna ráðningu.
     
    Skólastjórar fóru yfir barnafjölda og aldurssamsetningu á Leikhólum og Leikskálum fyrir næsta skólaár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .11 1204088 Beiðni um úthlutun stuðningskennslu til Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M.H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
     
    Skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar hefur sent fræðslu- og menningarfulltrúa beiðni um úthlutun stuðningskennslu til leikskólans. Óskað er eftir 7 klst. á dag fyrir tvö börn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .12 1204093 Náms- og kynningarferð starfsmanna Leikskóla Fjallabyggðar
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M.H. Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
     
    Kennarar og aðrir starfsmenn Leikskóla Fjallbyggðar munu fara í náms- og kynningarferð til Malmö á skipulagsdögum júní mánaðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .13 1202063 Skólamáltíðir 2012-2014
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur unnið útboðsgögn vegna skólamáltíða 2012-2014. Fulltrúa falið að auglýsa útboðin í næstu viku.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir.<BR>Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • .14 1204087 Skólaakstur veturinn 2012-2013
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Rætt um skólaakstur næsta vetur. Nemendur á miðstigi á Siglufirði hefja nám í grunnskólanum Ólafsfirði. Ekki var gert ráð fyrir auka kostnaði vegna skólaaksturs í fjárhagsáætlun 2012. Ljóst er að gera þarf ráð fyrir einni aukaferð að morgni til að allir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar geti byrjað kl. átta. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að skila bæjarráði kostnaðaráætlun vegna þessarar ferðar.  
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .15 1203082 Rekstraryfirlit 29. febrúar 2012
    Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 74. fundur - 30. apríl 2012
    Farið yfir rekstraryfirlit fyrir janúar og febrúar 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 74. fundar fræðslunefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.