Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012

Málsnúmer 1203013F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 09.05.2012

Formaður menningarnefndar, Bjarkey Gunnarsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1203050 Sumarleyfi starfsmanna í Bóka- og héraðsskjalasafni Fjallabyggðar 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012
    Forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar hefur sent fræðslu- og menningarfulltrúa upplýsingar varðandi starfsemi safnsins sumarið 2012 og óskir um orlofstöku starfsmanna. Menningarnefnd leggur til að bókasafnið verði ekki lokað nema að hámarki fjórar vikur í sumar og framvegis verði bókasafnið ekki lokað yfir sumartímann. Jafnframt hvetur nefndin forstöðumann til að auglýsa fyrirhugaða stöðu á héraðsskjalasafninu eins og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2012.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Ingvar Erlingsson,Egill Rögnvaldsson og Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 52. fundar menningarnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
  • .2 1107050 Náttúrugripasafn og Listasafn í eigu Fjallabyggðar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012
    Ráðið hefur verið í sumarstarf á Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði frá 1. júní - 31. ágúst. Safnið verður opið frá kl. 14.00 - 17.00 líkt og undanfarin sumur. Eyfirski safnadagurinn er laugardaginn 5. maí nk. og verður safnið opið þann dag, af því tilefni. Öll söfn í Eyjafirði eru opin þennan dag og er frítt inn fyrir alla.
    Menningarnefnd hvetur bæjarbúa til að nýta sér það og heimsækja söfnin í Fjallabyggð eða önnur söfn á svæðinu.
    Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur verið í sambandi við forvörð vegna viðgerða á listaverkum í eigu Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar menningarnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .3 1203049 Söluaðilar og sölubásar á útihátíðum í Fjallabyggð
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012
    Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur fengið fyrirspurn um leyfi til að vera með sölubás á útihátíðinni Síldarævintýrinu. Menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að útbúa reglur gagnvart farandsölufólki sem selur vörur eða þjónustu í Fjallabyggð.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Ingvar Erlingsson og Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 52. fundar menningarnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • .4 1012045 Framtíðarfyrirkomulag Tjarnarborgar
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012
    Menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að auglýsa 50% stöðu forstöðumanns Tjarnarborgar og 50% stöðu ræstingaraðila í Tónskóla Fjallabyggðar, félagsheimilinu Neon og í Tjarnarborg fyrir 20. maí nk..
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar menningarnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .5 1203082 Rekstraryfirlit 29. febrúar 2012
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012
    Farið yfir rekstraryfirlit fjárhagsáætlunar fyrir janúar og febrúar 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 52. fundar menningarnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .6 1205004 17. júní hátíðarhöld
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 52. fundur - 2. maí 2012
    Menningarnefnd leggur til að viðhaldið sé þeim hefðum sem skapast hafa í báðum byggðakjörnum á 17. júní og skemmtidagskráin verði í Ólafsfirði.
    Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Ingvar Erlingsson, Egill Rögnvaldsson og Bjarkey Gunnarsdóttir.<BR>Afgreiðsla 52. fundar menningarnefndar staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.<BR>Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.</DIV></DIV></DIV>