Gjaldskrá Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 1201081

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23.02.2012

Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að allar tekjur sem verða til á hafnarsvæðinu renni til hafnarsjóðs.

Hér er verið að leggja áherslu á m.a. stöðuleyfi fyrir gáma.

Hafnarstjórn fór yfir hugmyndir um gjaldskrá fyrir grásleppu og grásleppuhrogn.

Hafnarstjórn telur rétt að kalla eftir áherslum og leiðbeiningum frá Sjávarútvegsráðuneyti fyrir næsta fund.

Gjaldskrá fyrir hafnarsjóð Fjallabyggðar 2012 lögð fram til staðfestingar.

Hafnarstjórn leggur til að í 16. gr. verði skráningagjald vegna endurvigtunar fellt út.

Opnunartími hafna fyrir grásleppu verður virka daga til kl. 18.00 og laugardaga frá kl. 15.00 - 18.00.

Samþykkt einróma.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15.03.2012

Lögð fram til kynningar áður staðfest.

Hafnarstjórn gerði tvær lagfæringar á gjaldskránni.

Í 12.gr. var sorphirðugjalda vegna vinnubáta undir 20 brt. á mánuði kr. 1463.

Í 16. gr. var skráning vegna endurvigtunar kr. 44.- fellt út.

Samþykkt samhljóða.

 

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að auglýsa gjaldskrána í stjórnartíðindum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 40. fundur - 14.05.2012

Gjaldskrá 2012 fyrir grásleppu verði til skoðunar til næsta fundar. Yfirhafnarvörður lagði fram tillögu sem hafnarstjórn felur honum að kanna frekar.

Samþykkt samhljóða.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 29.10.2012

Gjaldskrá yfirfarin af hálfu yfirhafnarvarðar og er tillaga um 4% hækkun og er það í samræmi við verðlagshækkanir.

Samþykkt einróma.