Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

145. fundur 17. október 2012 kl. 16:30 - 16:30 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Magnús Albert Sveinsson varaformaður
  • Helga Jónsdóttir formaður
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir varamaður
  • Ægir Bergsson varamaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Áhyggjur íbúa um öryggi vegfarenda vegna hraðaksturs á Þormóðsgötu

Málsnúmer 1209105Vakta málsnúmer

Íbúar við Þormóðsgötu og Hvanneyrarbraut á Siglufirði senda inn erindi er varðar áhyggjur þeirra af hraðakstri sem á sér stað á Þormóðsgötu. Segja þeir að ekki sé einungis um hefðbundna umferð íbúa að ræða, heldur einnig umferð stærri og þyngri ökutækja sem aki þá oft hraðar en eðlilegt getur talist. Þá sé gatan vinsæl hjá ökumönnum mótorhjóla og ungum ökumönnum sem gaman hafa af hraðakstri. Vegna þess að mikið er um börn að leik og fótgangandi umferð á sumrin sé eðlilegt að gerðar verði ráðstafanir áður en slys eiga sér stað. Vilja þau þess vegna að gripið verði til aðgerða til þess að draga úr slysahættu og umferðarhraða, meðal annars með uppsetningu hraðahindrana.

 

Nefndin þakkar ábendinguna og bendir á að málið verður skoðað í vinnslu umferðaröryggisáætlunar Fjallabyggðar.

2.The Herring House, skilti

Málsnúmer 1210038Vakta málsnúmer

Þórir Kr. Þórisson fyrir hönd 580 slf. sækir um leyfi til þess að setja upp skilti á ljósastaura á gatnamótum Lindargötu og Hverfisgötu og í beygjunni þar sem Hverfisgata og Hávegur mætast, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

 

Erindi samþykkt.

3.Umsókn um leyfi til að fjarlægja slysavarnarskýli

Málsnúmer 1209113Vakta málsnúmer

Magnús Tómasson fyrir hönd Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Björgunarsveitarinnar Stráka óskar eftir leyfi til þess að fjarlægja slysavarnarskýlið sem stendur innan við Mánárskriður. Með betri samgöngum og aukinni útbreiðslu símasambands hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg á undanförnum árum verið að fækka þessum skýlum.

 

Erindi samþykkt.

4.Umsókn um stækkun á lóð Múlavegar 18

Málsnúmer 1210013Vakta málsnúmer

Bjarmi Sigurgarðarsson fyrir hönd Vélfags ehf. sækir um að stækka iðnaðarlóðina við Múlaveg 18 í Ólafsfirði til norðurs, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er svæðið sem fyrirhuguð stækkun lóðarinnar er áætluð á, skilgreint sem íbúðarsvæði. Því er ljóst að breyta þarf aðalskipulaginu svo hægt sé að heimila stækkun lóðarinnar.

 

Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að breyta aðalskipulagi í samræmi við fyrrnefnda umsókn.

5.Umsókn um lóð við innri höfn Siglufirði

Málsnúmer 1210039Vakta málsnúmer

Marteinn Haraldsson sækir um lóð undir bátaskýli við Innri höfnina á Siglufirði.

 

Nefndin samþykkir að úthluta honum lóð að Vesturtanga 7.

6.Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga á Norðurgötu 4b

Málsnúmer 1210001Vakta málsnúmer

Valtýr Sigurðsson fyrir hönd húsfélagsins að Norðurgötu 4b Siglufirði sækir um leyfi til að klæða húsið, samkvæmt meðfylgjandi umsókn.

 

Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að fullnægjandi gögnum verði skilað inn til tæknideildar Fjallabyggðar.

7.Umsókn um leyfi til viðbyggingar við Bylgjubyggð 22

Málsnúmer 1210036Vakta málsnúmer

Börkur Þór Ottósson sækir um, fyrir hönd lóðarhafa Bylgjubyggðar 22 Ólafsfirði, leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið.

Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda Bylgjubyggðar 20 og Ægisbyggðar 1.

 

Erindi samþykkt.

8.Ósk um umsögn um tillögu að landdskipulagsstefnu 2013-2024

Málsnúmer 1209108Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 og umhverfisskýrslu. Umsagnir þurfa að hafa borist Skipulagsstofnun eigi síðar en 20. nóvember 2012.

 

Lagt fram til kynningar.

9.Tilkynning um sölu á jörðinni Kvíabekk

Málsnúmer 1210040Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar sala á jörðinni Kvíabekk í Ólafsfirði.

Fundi slitið - kl. 16:30.