Umsókn um stækkun á lóð Múlavegar 18

Málsnúmer 1210013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 17.10.2012

Bjarmi Sigurgarðarsson fyrir hönd Vélfags ehf. sækir um að stækka iðnaðarlóðina við Múlaveg 18 í Ólafsfirði til norðurs, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er svæðið sem fyrirhuguð stækkun lóðarinnar er áætluð á, skilgreint sem íbúðarsvæði. Því er ljóst að breyta þarf aðalskipulaginu svo hægt sé að heimila stækkun lóðarinnar.

 

Nefndin samþykkir erindið og felur tæknideild að breyta aðalskipulagi í samræmi við fyrrnefnda umsókn.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 146. fundur - 01.11.2012

Lagður fram uppdráttur með breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Breytingin felur í sér stækkun á athafnasvæði lóðar við Múlaveg 18 samkvæmt fundarbókun 145. fundar hjá Skipulags og umhverfisnefnd.

 

Skipulags og umhverfisnefnd samþykkir breytinguna og mælir með að bæjarstjórn samþykki.