Bæjarráð Fjallabyggðar

276. fundur 06. nóvember 2012 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

Málsnúmer 1209053Vakta málsnúmer

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úthlutað Fjallabyggð byggðakvóta fiskveiðiárið 2012/2013. Í bréfi ráðuneytisins dags. 19.10.2012 kemur fram að Siglufirði er úthlutað 210 þorskígildistonnum en Ólafsfirði 205 tonnum.
Athygli er vakin á breytingum á nokkrum greinum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga.
Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skulu tillögur þar að lútandi hafa borist ráðuneytinu eigi síðar en 9. nóvember 2012.

Bæjarráð samþykkir að taka til umfjöllunar á næsta fundi þann 8. nóvember, hvort óskað verði eftir sérstökum úthlutunarskilyrðum.

2.Göngur og réttir í Ólafsfirði

Málsnúmer 1208093Vakta málsnúmer

Í erindi, búfjáreftirlitsmanns sveitarfélagsins til bæjarráðs dagsett 28. október 2012, er fjallað um staðsetningu fjárrétta í Ólafsfirði.
Lagt er til að fjárréttin að Reykjum verði notuð sem aðalrétt, með tveimur aukaréttum, önnur yrði staðsett vestan megin í landi Garðs eða Ósbrekku og hin að austanverðu í landi Hólkots.
Bæjarráð samþykkir tillögu búfjáreftirlitsmanns.

3.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1210098Vakta málsnúmer

Í erindi Sýslumanns á Siglufirði, dagsett 26. október 2012, er þess farið á leit við sveitarfélagið að það veiti skriflega umsögn um umsókn Síldarleitarinnar sf . kt. 51211-0590 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í íbúðum án veitinga í gististaðnum Black Death Menningarhús, að Tjarnagötu 16 Siglufirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þau atriði sem tilheyra umsögn er varðar afgreiðslutíma og staðsetningu.

4.Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016

Málsnúmer 1209099Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur að fjárhagsáæltun eftir umfjöllun og niðurstöðu fagnefnda.

Lokatillaga til fyrri umræðu verður tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 8. nóvember n.k.

5.Kauptilboð - Ólafsvegur 28 íbúð 203

Málsnúmer 1211001Vakta málsnúmer

Samkvæmt upplýsingum fasteignasölunnar Hvamms, hefur tilboð í  íbúð 203 að Ólafsvegi 28, Ólafsfirði, verið dregið til baka.

6.Framlenging á samningi um vátryggingar sveitarfélagsins

Málsnúmer 1211007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Sjóvár um framlengingu á samningi um vátryggingar sveitarfélagins.

Samkv. 4. grein samnings milli Fjallabyggðar og Sjóvár um vátryggingaviðskipti, sem undirritaður var 14. október 2009, er kveðið á um möguleika á að framlengja samningi til eins árs, tvisvar sinnum. Bæjarráð samþykkir að samningur verði framlengdur.

7.Til umsagnar - frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka), 55. mál

Málsnúmer 1210073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar umsagnarerindi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka), 55. mál.

8.Fundagerðir stjórnar Eyþings 2012

Málsnúmer 1203003Vakta málsnúmer

Fundargerðir 233. 234. og 235. fundar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.