Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 372. fundur - 11.12.2014

Samþykkt að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 175. fundur - 11.12.2014

Á 362.fundi bæjarráðs þann 30.október sl. var bókað að gjaldskrár og þjónustugjöld, 1. janúar 2015, taki mið af breytingum á vísitölu frá 1. janúar 2014. Lagðar eru fram uppfærðar gjaldskrár fyrir kattahald, hundahald, stofngjald fráveitu og fráveitugjald, vatnsveitu, þjónustumiðstöð og byggingarfulltrúa þar sem miðað er við vísitölu í janúar 2014 og munu gjaldskrár og þjónustugjöld uppfærast samkvæmt því.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 64. fundur - 15.12.2014

Lögð fram leiðrétt gjaldskrá fyrir árið 2015. Búið er að gera þær breytingar sem bæjarráð samþykkti og hafnarstjórn lagði áherslu á.
Gjaldskráin samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að yfirhafnarvörður fylgi gjaldskrá.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 373. fundur - 18.12.2014

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar gjaldskrár:

Hafnarsjóður
Bókasafn
Menningarhúsið Tjarnarborg
Íþróttamiðstöð
Þjónustumiðstöð

Einnig gjaldskrár sem Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur fengið til umsagnar.

Þær eru vegna:
Sorphirðu
Hundahalds
Kattahalds
Byggingarfulltrúa
Vatnsveitu og
Fráveitu

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 12. fundur - 20.01.2015

Vísað til nefndar
Teknar fyrir tillögur forstöðumanna að gjaldskrám 2015 fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg, Bókasafn Fjallabyggðar og tjaldsvæði.

Markaðs- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við gjaldskrár bókasafnsins og tjaldsvæða og samþykkir þær fyrir sitt leyti og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nefndin óskar hins vegar eftir að gjaldskrá Menningarhússins Tjarnarborgar verði tekin til endurskoðunar og óskar eftir að forstöðumaður komi á næsta fund nefndarinnar til að fara yfir gjaldskránna.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 16. fundur - 27.01.2015

Haukur Sigurðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi tók sæti á fundinum kl. 17:50.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2015 með viðauka um útleigu á íþróttamiðstöð fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði.
Gjaldskráin hækkar að meðaltali um 3,06% milli ára.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 05.02.2015

Lögð fram tillaga að gjaldskrá heimaþjónustu og dagþjónustu aldraðra í Skálarhlíð. Tekið er mið af vísitölu í janúar 2015 og munu gjaldskrár og þjónustugjöld uppfærast samkvæmt því.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá heimaþjónustu og dagþjónustu aldraðra í Skálarhlíð. Tekið er mið af vísitölu í janúar 2015 og munu gjaldskrár og þjónustugjöld uppfærast samkvæmt því.
Félagsmálanefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 13. fundur - 05.02.2015

Samþykkt
Á fundinn mætti Anna María Guðlaugsdóttir forstöðumaður Menningarhússins Tjarnarborgar og kynnti hún tillögu sína að nýrri gjaldskrá fyrir menningarhúsið. Markaðs- og menningarnefnd felur forstöðumanni að einfalda gjaldskránna og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 177. fundur - 05.02.2015

Lagðar fram breytingar á gjaldskrám fyrir þjónustumiðstöð, vatnsveitu og fráveitu. Breytingin felur í sér viðbót vegna útseldrar vinnu starfsmanna.

Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25.02.2015

Lagðar voru fram leiðréttar gjaldskrár fyrir hundahald, kattahald og stofngjald fráveitu.

Samþykkt.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 14. fundur - 12.03.2015

Tekin fyrir tillaga forstöðumanns Tjarnarborgar um gjaldskrá fyrir menningarhúsið árið 2015.
Nefndin þakkar forstöðumanni fyrir framlagða gjaldskrá.
Nefndin samþykkir hins vegar, að gjaldskráin verði tekin til frekari umfjöllunar í vinnunni um framtíðarsýn Tjarnarborgar og bíður með að samþykkja hana þar til tillögur um framtíðarsýn hússins liggja fyrir.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 13.03.2015

Bæjarstjórn hefur vísað aftur til félagsmálanefndar ákvörðun nefndarinnar um gjaldskrárhækkun félagsþjónustu fyrir árið 2015. Í samræmi við fyrri ákvörðun bæjarstjórar verður ekki hækkun á þjónustuliðum heimaþjónustu, en hins vegar leggur félagsmálanefnd til að gjöld vegna veitingasölu dagvistar aldraðra í Skálarhlíð hækki um 3.74% vegna hækkunar sem varð á virðisaukaskatti matvöru, úr 7% í 11%, um síðustu áramót.
Einnig er lagt til að verð vegna heimsends matar fylgi verðlagningu þjónustuaðila og innheimta daggjalds hjá dagvist aldraðra í Skálarhlíð verði í samræmi við reglugerð um dagvist aldraðra.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18.03.2015

Lögð fram gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir árið 2015. Gjaldskráin hækkar um 1,4% milli ára.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24.03.2015

Lögð fram tillaga að gjaldskrá slökkviliðs Fjallabyggðar 2015.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði samanburður á gjaldskrám við sambærileg sveitarfélög.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 67. fundur - 26.03.2015

Lagður fram samanburður á gjaldskrá Fjallabyggðarhafna og ýmissa annara hafna.

Hafnarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrá og hafnarstjóri sendir nefndarmönnum endanlega útgáfu gjaldskrárinnar áður en hún fer í auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 387. fundur - 09.04.2015

Á 385. fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar 2015.
Bæjarráð samþykkti þá að gerður verði samanburður á gjaldskrám við sambærileg sveitarfélög.

Lagðar fram gjaldskrár sem auglýstar hafa verið í Stjórnartíðindum í ár og á seinni hluta síðasta árs,
frá Brunavörnum Austurlands, Slökkviliði Norðurþings, Slökkviliði Grundarfjarðar, Slökkviliði Fjarðabyggðar og Brunavörnum Skagafjarðar.

Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá Slökkviliðs Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21.04.2015

114. fundur bæjarstjórnar, 15. apríl 2015, samþykkti að vísa umfjöllun um gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að fresta þessum dagskrárlið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28.04.2015

114. fundur bæjarstjórnar, 15. apríl 2015, samþykkti að vísa umfjöllun um gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar til bæjarráðs.

Lögð fram samanburðargögn.

Bæjarráð leggur til breytingu á gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 183. fundur - 06.05.2015

Deildarstjóri tæknideildar leggur fram gjaldskrá þjónustumiðstöðvar og óskar eftir að gjöld miðist við byggingarvísitölu (grunnur 2010) í samræmi við gjaldskrá vatnsveitu, í stað vísitölu neysluverðs.

Erindi samþykkt.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21.05.2015

Fyrir liggur tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa um viðauka við gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar 2015. Nýr liður bætist við gjaldskrána vegna salarleigu ,,minniháttar mannfagnaðir og veislur" kr. 80.000.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 405. fundur - 18.08.2015

Samþykkt
Lögð fram tillaga skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar um 10% hækkun á gjaldskrá fyrir veturinn 2015 - 2016 sem hér segir:

Heilt nám kr. 52.800. - fyrir veturinn.
Hálft nám kr. 36.300. - fyrir veturinn.
Hljómsveitir og hóptímar kr. 30.800. - fyrir veturinn.

Fullorðnir, heilt nám kr. 63.800. - fyrir veturinn.
Fullorðnir, hálft nám kr. 49.500. - fyrir veturinn.
Söngnám á framhaldsstigi kr. 78.100. - fyrir veturinn.
Hljóðfæraleiga, kr. 10.000. - fyrir veturinn.

Bæjarráð samþykkir tillögu skólastjóra um 10% hækkun á gjaldskrá. Skólagjöld við tónskólann hafa ekki hækkað sl. fjögur ár og eru töluvert lægri en hjá nágrannasveitarfélögum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 405. fundur - 18.08.2015

Samþykkt
Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar leggur til að verð á skólamáltíðum, lengdri viðveru og mjólkuráskrift hækki í takt við vísitölu neysluverðs. Verð á skólamáltíðum hefur verið kr. 444 frá 1. janúar 2015. Áður kostaði skólamáltíð kr. 420.
Mjólkuráskrift fyrir hálft skólaár hefur verið kr. 2.000 frá hausti 2013.

Bæjarráð samþykkir 4% hækkun á gjöldum m.v. vísitölu frá og með 1. september nk.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 73. fundur - 19.08.2015

Vísað til umsagnar og afgreiðslu
Hafnarstjóri leggur til að farþegagjöld vegna skemmtiferðaskipa á árinu 2016 verði 1 evra á farþega.

Hafnarstjórn samþykkir þessa gjaldtöku fyrir sitt leyti og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar við fjárhagáætlunargerð 2016.

Yfirhafnarverði falið að kanna hver kostnaður er við að koma upp posa á hafnarskrifstofu sem lið í því að efla innheimtu hafnargjalda vegna smærri báta.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 02.09.2015

405. fundur bæjarráðs, 18. ágúst 2015, samþykkti eftirfarandi breytingar á gjaldskrám:

Grunnskóli Fjallabyggðar,
4% hækkun á skólamáltíðum, lengdri viðveru og mjólkuráskrift, í takt við vísitölu neysluverðs.

Verð á skólamáltíðum var kr. 444 frá 1. janúar 2015, verður kr. 462.
Mjólkuráskrift fyrir hálft skólaár var kr. 2.000, frá hausti 2013, verður kr. 2.080.

Tónskóli Fjallabyggðar,

10% hækkun á gjaldskrá fyrir veturinn 2015 - 2016 sem hér segir:

Heilt nám kr. 52.800. - fyrir veturinn.
Hálft nám kr. 36.300. - fyrir veturinn.
Hljómsveitir og hóptímar kr. 30.800. - fyrir veturinn.

Fullorðnir, heilt nám kr. 63.800. - fyrir veturinn.
Fullorðnir, hálft nám kr. 49.500. - fyrir veturinn.
Söngnám á framhaldsstigi kr. 78.100. - fyrir veturinn.
Hljóðfæraleiga, kr. 10.000. - fyrir veturinn.

Skólagjöld við tónskólann hafa ekki hækkað sl. fjögur ár og eru töluvert lægri en hjá nágrannasveitarfélögum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Lögð fram fyrirspurn um systkinaafslátt og/eða afslátt fyrir einstætt foreldri, vegna lengdrar viðveru.

Sambærilegur afsláttur í leik- og tónskóla er 30%.

Gjald fyrir lengda viðveru, skólamáltíðir og mjólkuráskrift:
Gjald fyrir vistun 1 tími á dag (á mánuði): 3.931 kr.
Gjald fyrir vistun 2 tímar á dag (á mánuði): 7.862 kr. - hressing: 1.769 kr. Samtals: 9.631 kr.
Gjald fyrir vistun 3 tímar á dag (á mánuði): 11.794 kr. - hressing 1.769 kr. Samtals: 13.563 kr.

Miðað er við:
hver tími í viðveru 182,00
hver tími í nónhressingu 82,00

Tveir forsjáraðilar eru með tvö börn skólaárið
2015-2016, þar af annað einstætt foreldri.

Bæjarráð samþykkir að vísa endurskoðun á gjaldskrá til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.