Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

87. fundur 13. mars 2015 kl. 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varaformaður, F lista
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir aðalmaður, F lista
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Sæunn Gunnur Pálmadóttir aðalmaður, D lista
  • Hafey Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson félagsmálastjóri

1.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn hefur vísað aftur til félagsmálanefndar ákvörðun nefndarinnar um gjaldskrárhækkun félagsþjónustu fyrir árið 2015. Í samræmi við fyrri ákvörðun bæjarstjórar verður ekki hækkun á þjónustuliðum heimaþjónustu, en hins vegar leggur félagsmálanefnd til að gjöld vegna veitingasölu dagvistar aldraðra í Skálarhlíð hækki um 3.74% vegna hækkunar sem varð á virðisaukaskatti matvöru, úr 7% í 11%, um síðustu áramót.
Einnig er lagt til að verð vegna heimsends matar fylgi verðlagningu þjónustuaðila og innheimta daggjalds hjá dagvist aldraðra í Skálarhlíð verði í samræmi við reglugerð um dagvist aldraðra.

2.Trúnaðarmál, sérfræðiþjónusta

Málsnúmer 1503030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Trúnaðarmál, fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 1502003Vakta málsnúmer

Erindi samþykkt.

4.Atvinnuleysistölur Fjallabyggðar

Málsnúmer 1503002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Dagatal Jafnréttisstofu 2015

Málsnúmer 1502137Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Samningur um Hús eldri borgara í Ólafsfirði

Málsnúmer 1503028Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Félag eldri borgara Ólafsfirði um Hús eldri borgara.
Félagsmálanefnd vísar málinu til bæjarráðs.

Fundi slitið.