Hafnarstjórn Fjallabyggðar

67. fundur 26. mars 2015 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Ragnheiður H Ragnarsdóttir varaformaður, F lista
  • Gunnlaugur Oddsson aðalmaður, F lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri tæknideildar

1.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Lagður fram samanburður á gjaldskrá Fjallabyggðarhafna og ýmissa annara hafna.

Hafnarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrá og hafnarstjóri sendir nefndarmönnum endanlega útgáfu gjaldskrárinnar áður en hún fer í auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda.

2.Úttekt á viðhalds- og framkvæmdaþörf hafna - Fjallabyggð

Málsnúmer 1503074Vakta málsnúmer

Lagður fram áætlaður kostnaður vegna viðhalds á Fjallabyggðarhöfnum árin 2015 - 2020.

Hafnarstjórn samþykkir að senda Hafnarsambandinu áætlunina.

3.Bæjarbryggja - staða á hönnun

Málsnúmer 1503077Vakta málsnúmer

Lagðar fram útboðsteikningar af nýju stálþili vegna endurbyggingar á bæjarbryggju, Siglufirði.

Hafnarstjórn fagnar þessum áfanga. Reiknað er með að útboð vegna kaupa á stálþili verði strax eftir páska og fari í gegnum Ríkiskaup.

4.Landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum 2015

Málsnúmer 1503085Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um landanir í Fjallabyggðarhöfnum.
Ólafsfjörður 195 tonn í 135 löndunum.
Siglufjörður 4184 tonn í 242 löndunum.

Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Seatrade Cruise review

Málsnúmer 1503075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

6.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2015

Málsnúmer 1501068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.