Bæjarráð Fjallabyggðar

385. fundur 24. mars 2015 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir varamaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson varaáheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga janúar - desember 2014

Málsnúmer 1502049Vakta málsnúmer

383. fundur bæjarráðs óskaði í framhaldi af svörum Jöfnunarsjóðs við fyrirspurnum að eftirfarandi yrði kannað:
1. Þarf að sækja sérstaklega um framlag vegna snjómoksturs (aukaframlagi séu aðstæður þannig).
2. Á bæjarfélagið rétt á jöfnunarsjóðsframlagi vegna skólabúða að Reykjum.
3. Óskað er eftir útreikningi og sundurliðun á framlagi Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra í Fjallabyggð.

Í svari Jöfnunarsjóðs dagsettu 16. mars 2015 kemur m.a. fram að:
1. Það þarf ekki að sækja um framlögin vegna snjómoksturs. Framlögin eru greidd á grundvelli vegalengda í þéttbýli á snjóþyngstu svæðum landsins eins og áður hefur komið fram.
Sérstök úthlutun var gerð til sveitarfélaga vegna áranna 2011 og 2012. Til úthlutunar komu um 19 m.kr. Hér var um sérstaka afgreiðslu að ræða, enda snjóþyngd óvenjulega mikil. Hvorki fyrr né síðar hefur verið veitt slíkt viðbótarframlag.

2. Skólabúðir að Reykjum
Jöfnunarsjóður greiðir framlög til reksturs Skólabúðanna að Reykjum á grundvelli samnings milli Húnaþings vestra, sem ber ábyrgð á rekstri búðanna, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Á árinu 2014 nam framlagið 42,3 m.kr. Samkomulagið byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga vegna yfirfærslu grunnskólans 1996 og er ætlað að greiða niður kostnað við rekstur búðanna til hagsbóta fyrir þau sveitarfélög sem nýta sér starfsemi búðanna.
Ekki er um nein viðbótarframlög að ræða til sveitarfélaga vegna þessa, enda nemur ráðstöfunarfjármagn sjóðsins vegna skólabúðanna eingöngu þeim fjármunum sem samningsfjárhæðinni nemur.

3. Útreikningur og sundurliðun á framlagi Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðra í Fjallabyggð.
Á árinu 2014 fór fram endurmat á þeim fötluðu einstaklingum er voru metnir SIS mati á árinu 2011. Tekið var tillit til þess við uppgjör almenna framlagsins vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014 og í endurskoðaðri áætlun framlaga vegna ársins 2015. Hins vegar fer nú fram gæðamat á endurmatinu og mun niðurstaða þess liggja fyrir fljótlega. Byggðasamlaginu verða sendar niðurstöður matsins fyrir þau sveitarfélög er eiga aðild á svæðinu.

Bæjarráð þakkar greinargóð svör frá Jöfnunarsjóðnum.

Samkvæmt svari við fyrirspurn til Byggðasamlagsins Róta verður bæjarfélaginu sendur útreikningur og sundurliðun á framlagi Jöfnunarsjóðs, þegar það liggur fyrir.

2.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá slökkviliðs Fjallabyggðar 2015.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði samanburður á gjaldskrám við sambærileg sveitarfélög.

3.Hlíðarvegur 18-20 Siglufirði

Málsnúmer 1502104Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fresta þessum dagskrárlið.

4.Sorphirðumál í Fjallabyggð

Málsnúmer 1503023Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Teknar til umfjöllunar tillögur Íslenska gámafélagsins vegna aukinnar tíðni tunnulosana í bæjarfélaginu úr 43 í 47 p/ár og kynningar á flokkunarkerfinu með heimsókn í öll hús í bæjarfélaginu í maí.
Kostnaður er áætlaður um 3 milljónir.

Með aukinni flokkun næst fram sparnaður í kostnaði við urðun sorps.

Bæjarráð hvetur íbúa til að auka flokkun sorps, því ljóst er að sorphirðugjald stendur engan veginn undir kostnaði við sorphirðu og förgun.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

5.Leikskálar, hönnun viðbyggingar

Málsnúmer 1503043Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Lögð voru fram drög að ráðgjafasamningi við Teiknistofuna Víðhlíð 45 um stækkun og endurbætur á leikskóla við Brekkugötu 2, Siglufirði.
Samningur er upp á tæpar 1,2 milljónir króna án vsk.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

6.Eldvarnareftirlit í Fjallabyggð

Málsnúmer 1503068Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit frá slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar um eldvarnareftirlit í bæjarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir uppfærðum lista yfir skoðunarskylda staði vegna eldvarnareftirlits.

7.Varðar lóð við Suðurgötu 28, Siglufirði

Málsnúmer 1107026Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Lögð fram kostnaðaráætlun deildarstjóra tæknideildar vegna lagfæringar á lóðarmörkum við Suðurgötu 28, Siglufirði, þar sem ein af vatnslögnum bæjarfélagsins liggur.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

8.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 1503054Vakta málsnúmer

Afgreiðsla bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

9.Málefni Sigurhæðar ses

Málsnúmer 1503065Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sigurhæð ses, dagsett 17. mars 2015, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð í tengslum við hugmyndir um að koma Náttúrugripasafninu fyrir í Strandgötu 4 Ólafsfirði og sölu á Aðalgötu 15 Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að boða fulltrúa stjórnar Sigurhæðar ses á sinn fund.

10.Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2015

Málsnúmer 1503058Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN hópsins, dagsett 15. mars 2015.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

11.100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar 20. maí 2018

Málsnúmer 1305050Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 10. mars sl. var tekið fyrir erindi frá Siglfirðingafélaginu og Vildarvinum Siglufjarðar þar sem lagt er til að skipuð verði afmælisnefnd til að vinna að undirbúningi 100 ára kaupstaðarafmælis og 200 ára verslunarafmælis Siglufjarðar.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að stofnuð verði afmælisnefnd, sem yrði skipuð fimm fulltrúum og fimm til vara.

Bæjarstjóri verði formaður.
Aðrir í stjórn verði:
fulltrúi Siglfirðingafélags og Vildarvina
einn frá meirihluta
einn frá minnihluta og
markaðs- og menningarfulltrúi.

12.Tillaga til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun

Málsnúmer 1503053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Fundagerðir stjórnar Róta bs. - 2015

Málsnúmer 1502110Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 16. febrúar 2015, lögð fram til kynningar.

14.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 87. fundur - 13. mars 2015

Málsnúmer 1503006FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18. mars 2015

Málsnúmer 1503009FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 25. fundur - 19. mars 2015

Málsnúmer 1503011FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.