Leikskálar, hönnun viðbyggingar

Málsnúmer 1503043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 385. fundur - 24.03.2015

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

Lögð voru fram drög að ráðgjafasamningi við Teiknistofuna Víðhlíð 45 um stækkun og endurbætur á leikskóla við Brekkugötu 2, Siglufirði.
Samningur er upp á tæpar 1,2 milljónir króna án vsk.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 02.09.2015

Lögð fram til kynningar tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsi leikskólans við Brekkugötu á Siglufirði.

Tillagan verður áfram til umfjöllunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 407. fundur - 03.09.2015

Lögð fram til kynningar tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsi leikskólans við Brekkugötu á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til úrvinnslu í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 08.09.2015

Lögð fram til kynningar tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsi leikskólans við Brekkugötu á Siglufirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

Lögð fram til kynningar uppfærð tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsi leikskólans við Brekkugötu á Siglufirði.

Tillögu vísað til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd og skipulags- og umhverfisnefnd.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 08.10.2015

Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir.

410. fundur bæjarráðs, 28. september 2015. vísaði uppfærðri tillögu að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsnæði leikskóla við Brekkugötu á Siglufirði til fræðslu- og frístundanefndar.

Lögð fram uppfærð tillaga að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar við Brekkugötu á Siglufirði.

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að tillaga B verði fyrir valinu og vonast til að framkvæmdir hefjist eins fljótt og kostur er.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13.10.2015

410. fundur bæjarráðs, 28. september 2015, vísaði uppfærðri tillögu að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsnæði leikskóla við Brekkugötu á Siglufirði til fræðslu- og frístundanefndar.

21. fundur fræðslu- og frístundanefndar, 2. október 2015, lagði til við bæjarráð að tillaga B yrði fyrir valinu og vonaðist til að framkvæmdir hæfust eins fljótt og kostur er.

Bæjarráð samþykkir tillögu B og felur bæjarstjóra að leita eftir tilboði í burðarþols- og lagnateikningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28.10.2015

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti á fundi sínum þann 8.október 2015 uppfærða tillögu að viðbyggingu og innri breytingum á núverandi húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar við Brekkugötu á Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur tæknideild að grenndarkynna framkvæmdina aðliggjandi lóðarhöfum. Teikningar munu einnig liggja frammi á tæknideild og öllum velkomið að skoða þær.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 03.11.2015

Lögð fram kostnaðaráætlun Mannvits á hönnun burðarvirkja, raflagna, lagna og loftræstingar fyrir leikskólann Leikskála, að upphæð kr. 4,7 millj.

Bæjarráð samþykkir að Mannviti verði falið verkið og vísar kostnaði til viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 195. fundur - 14.12.2015

Á 192. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 28.október sl. var tæknideild falið að grenndarkynna fyrirhugaða viðbyggingu við húsnæði Leikskóla Fjallabyggðar við Brekkugötu á Siglufirði, aðliggjandi lóðarhöfum. Grenndarkynningu lauk 11. desember sl., engar athugasemdir bárust.

Nefndin samþykkir framlagðar teikningar og felur deildarstjóra tæknideildar að gefa út byggingarleyfi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22.12.2015

Lagður fram samningur um hönnun og ráðgjöf vegna verkhönnunar á viðbyggingu og innri breytingum á leikskólanum Leikskálum, við Teiknistofuna Víðihlíð 45.

Einnig lögð fram beiðni deildarstjóra tæknideildar, Ármanns Viðars Sigurðssonar til þess að bjóða út viðbyggingu og innri breytingu leikskólans Leikskála, Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir hönnunar- og ráðgjafarsamning við Teiknistofuna Víðhlíð 45.

Einnig samþykkir bæjarráð að bjóða út viðbyggingu og innri breytingu leikskólans Leikskála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Valur Sigurðsson.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar.

Tilboð voru opnuð í viðbyggingu og endurbætur á leikskólanum við Brekkugötu 2, Siglufirði þann 1. febrúar kl 14:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar.

Tvö tilboð bárust.
Berg ehf 145.357.000 - 118,6% af kostn.áætlun.
Tréverk ehf 166.136.077 - 135,6% af kostn.áætlun.
Kostnaðaráætlun 122.519.995.

Báðir aðilar skiluðu inn frávikstilboði m.v. lengdan verktíma:
Berg ehf 127.551.000 miðað við skil á verki 10.10.2016 - 104,1% af kostn.áætlun.
Tréverk ehf 137.513.531 miðað við skil á verki 15.11.2016 - 112,2% af kostn.áætlun.

Í útboðsgögnum er gert ráð fyrir verklokum 15.08.2016.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga við lægstbjóðanda um frávikstilboð.